Austri


Austri - 16.12.1993, Síða 33

Austri - 16.12.1993, Síða 33
Egilsstöðum, jólin 1993. AUSTRI 33 heim til í Knarrarhöfn, sem er hin- um megin við Hvammsfjörðinn. A leiðinni komum við í Hvamm, þann þekkta sögustað. Sveinn sagðist mundu flytja að Hvammi eftir hálfan mánuð. Þarna er feikna- stórt íbúðarhús, mikið tún og af- bragðs úthagi í dalnum fyrir innan. Girðing var um túnið, varla fjár- held og smalaði ég með Sveini Ingimar úr túninu. Þótti mér það einkennileg tilviljun að hafa nú smalað tún á landnámsjörð Auðar djúpúðgu. Síðan héldum við að Knarrarhöfn. Þar voru fyrir kona Sveins, ung og gervileg ásamt móður sinni aldraðri og tveir bræð- ur hennar fullorðnir voru Ifka í heimili. Skrafaði ég lengi kvölds við gömlu konuna. Morguninn eft- ir fór Sveinn Ingimar með mér út Fellsströnd og tók ég eftir Staðar- fellsskóla fjallsmegin vegarins. Komum við þar að, sem vegurinn liggur milli tveggja kletta. Eru þeir eins að lögun og nefnast Bræður. Neðan vegar sér til eyðibýlisins Vogur, sem Bjarni Jónsson kenndi sig við. Stöðugt er fjallið snarbratt á hægri hönd en graslendi milli þess og sjávar. Sitt hvoru megin Klofnings sá ég ýmsa bæi reisu- lega, t.d. man ég eftir prestssetrinu Ballará og er nú stutt inn að Skarði, þar sem Ólöf ríka bjó fyrrum. Þarna er undirlendi farið að breikka og heita Geirmundarstaðir þar fyrir neðan. Við spurðum eftir húsbónd- anum á Skarði og var hann á skemmulofti að ganga frá vorkópa- skinnum. Við kölluðum inn í skemmuna, tekið var glaðlega und- ir á loftinu og sagðist bóndi koma bráðum, hvað hann gerði. Sýndi hann okkur kirkjuna, sem geymir marga gamla gripi, jafnvel úr pápiskum sið og er altaristaflan langfrægust. Utskýrði hann allt og sýndi og virtist hafa mikla gleði af. Kirkjan sjálf er nokkuð stór og gömul og er í bændaeign. Enn héldum við Sveinn inn Skarðs- strönd og Saurbæ og inn í Svína- dal. Sáum við steininn þar sem Kjartan Ólafsson var drepinn forð- um. Einnig sáum við rjúka úr laug- um í Sælingsdal. Við hittum á áætl- unarbíl, sem var á leið frá Isafirði til Reykjavíkur. Fór ég með hon- um og sá þá heim að Sauðafelli, bæ Sturlu Sighvatssonar sem var síðar eignarjörð Daða í Snóksdal og þar handtók Daði Jón biskup Arason og syni hans haustið 1550 eins og frægt er. Fór ég með bílnum að Bifröst í Norðurárdal og gisti þar um nóttina. Haldið til Norðurlands Næsta morgun var afbragsgott veður og fór ég þá með rútu til Varmahlíðar í Skagafirði. Frá þeirri leið minnist ég helst þess að sjá Þingeyrarkirkju í fjarlægð. Eg hringdi frá Varmahlíð til Djúpadals en þar átti þá heima Stefán Eiríks- son skólabróðir minn frá Eiðum. Jón bróðir hans býr þar og einnig er þar Skarphéðinn bróðir þeirra. Þeir í Djúpadal sögðu mér að ég skyldi ná símasambandi við Skarp- héðinn, sem væri staddur á Sauðár- króki og senn á heimleið. Tókst mér það og varð honum samferða til Djúpadals. Þar var mér vel tekið og vín skenkt strax í staup í stofu. Nægur og góður matur var á borð borinn og um nóttina svaf ég í sama herbergi og Stefán, sem hafði frá mörgu að segja eftir fjölda ára dvöl í Ameríku. Morguninn eftir gegnum við að kletti út og niðri á túninu. Rennur á neðan við hann en bær handan árinnar. Þarna er geysi- hátt fjall og nefnist Glóða-feykir. Sagði Stefán mér margar sögur af smalaferðum sínum í fjallinu. Marga hesta sá ég þarna á beit. Dóttir Jóns Eiríkssonar er húsfreyja á bænum en maður hennar vinnur á sýsluskrifstofunni á Sauðárkróki. Þarna dvaldi ég í tvo daga en á mánudegi fylgdi Skarphéðinn mér að brú á Héraðsvötnum fyrir neðan Varmahlíð. Þar tók ég rútu til Ak- ureyrar og var næstu nótt hjá Oddi Kristjánssyni og Guðbjörgu frænku minni frá Hafursá. Morguninn eftir gekk ég út að litast um og gekk inn í búð. Var mér þar heilsað kunnug- lega af þeim hjónunum Agústu Jónsdóttur og Sigurjóni Guð- mundssyni á Jökuldal. Buðu þau mér bílfar austur og þáði ég það, fór aftur heim til Odds og Guð- bjargar til að kveðja þau en hitti svo Ágústu og Sigurjón eins og ráð hafði verið fyrir gert. Drukkum við öll kaffi hjá systur Sigurjóns. Hún býr á Akureyri. Héldum við svo af stað rakleitt að Reykjahlíð við Mývatn, fengum okkur þar mat og komum seint um kvöldið að Ei- ríksstöðum. Sigurjón ók inn heiði austan við Sænautavatnið og þarna er hann þaulkunnugur öllum ör- nefnum. Leiðin liggur fram hjá Heiðarseli við Ánavatn. Á Eiríks- stöðum var okkur heilsað glaðlega af Svövu Jónsdóttur, sem tók vel á móti okkur. Hún er systir Ágústu. Var ég þarna eina tvo daga um kyrrt en þá fór Sigurjón austur í Tunghaga til að fá lj ósasti 11 i ngar- vottorð á bflinn sinn. Fór ég með honum að Hvammi til að segja Þórði ferðasöguna, að ég hefði hitt Helga lækni, son hans, og frá við- tökum í Stykkishólmi. Þaðan gekk ég inn í Tunghaga og varð Sigur- jóni samferða út á vegamótin fyrir neðan Keldhóla. Var þá ferðinni lokið og einkenndist hún af góðum tilviljunum og heppni sem greiddu för mína alla leið. Veður var líka einstaklega gott allan tímann. Læt ég hér frásögn minni lokið. Draumur Björns á Tókastöðum Aðfaranóttina þann 29.janúar 1934 dreymdi mig draum, sem mér varð dálítið minnisstæður. Draum- urinn var alllangur, en síðari hluti hans svo óskýr að ég gat ekki feng- ið neitt samhengi í efnið og verð því að sleppa honum hér. Ég hef aldrei haft mikla trú á drauma enda dreymir mig sjaldan og gleymi því fljótt þó mig dreymi eitthvað, en að mér varð þessi draumur minnisstæður er sérstök orsök til, sem ég mun síðar skýra frá. Draumurinn gerðist á eyðibýlinu Glúmsstöðum, sem í seinni tíð hafa verið beitarhús frá Mýnesi, nú nið- urlögð og tóftir einar. Mér finnst ég staddur þama á háum hól, sem er austur frá beitarhúsatóftunum, en milli hans og hóls þess sem húsið stóð á er kröpp læna, sem lind sprettur upp í og fellur í keldu suð- ur í mýrinni sunnan við húsin og myndar þar veitu sunnan við túnið sem var. Með því lflca að önnur lind sytrar niður sunnan við þann hól, sem ég þóttist vera staddur á verður veitan allmikil þarna í sund- inu í úrkomutíð og virðist mér hún einmitt vera það nú. Ég þóttist í draumnum sitja þama á hólnum, sem ég nú hef frá sagt og vera að horfa á umhverfið. Veður var stillt og gott en ekki vel bjart eða lflcast og að kvöldi dags þegar byrjar að húma. Jörð auð og græn að nokkru, eða lflcust sem að áliðnu sumri. Er ég sit þarna og horfi yfir túnið, sem einu sinni hefur verið, finnst mér allt svo breytt frá því sem ég átti von á, nema landslagið var það sama. Þarna sé ég að er tún umgirt torf- garði og lá garðurinn austan við túnið meðfram lænunni, sem áður er nefnd húsamegin í brekkunni. Á hólnum, þar sem húsin voru þótti mér nú bær standa en þó ekk- ert stór eða reisulegur, enda sá ég á bak húsunum þaðan sem ég var, en vestan á honum þóttu mér dymar mundu vera. Nú sem ég er að yfir- vega þetta, sé ég allt í einu hvar maður kemur hlaupandi austur með hólnum að sunnan(bæjarhólnum), yfir túngarðinn og út lænuna, sem ég áður nefndi. Ég þóttist vita að maður þessi kæmi úr bænum og bar greinilega með sér að hann væri að flýja. En þá er ég fylgdi þarna flóttamanninum með augun- um sé ég allt í einu hvar ung stúlka en að því er virðist fullvaxin situr austan undir garðinum við lænuna og hafði ég ekki veitt henni eftir- tekt fyrr. Nú gerist allt í skjótri svipan að flóttamanninn ber þarna að, sem stúkan situr, en af asanum sem á honum var tók hann ekki eft- ir stúkunni fyrr en hann er alveg kominn að henni. Stingur hann þá við fótum, sem snöggvast eins og hann hefði ekki átt von á henni þarna og horfir andartak á hana og sé ég þá að hann er með vopn í hendi og fannst mér það helst líkj- ast löngum hnífi. Stúlkan sprettur á fætur þegar manninn ber að og fórnar upp höndum, að mér virtist, af ótta eða undrun, en hann leggur hana í gegn undir hendina með vopninu og gerðist þetta allt fljótara en orð fá lýst. Stúlkan hneig niður í brekkunni en maðurinn hélt áfram ferð sinni út lænuna og svo í austur og þóttist ég sjá að hann ætlaði að ná til skógar, sem ég sá nú að þakti fjallshlíðarnar en skóglaust hið neðra. Útlit mannsins gat ég ekki vel greint, sýndist mér hann fremur ungur maður í meðallagi stór og frísklegur. Eftir að hafa horft upp á allt þetta greip mig hræðsla og vildi nú sem fyrst flýja frá þessum stað, en var þá svo máttlaus að ég gat mig hvergi hrært. Eftir litla stund hvarf mér hræðslan að mestu og fór ég þá að veita stúlkunni eftirtekt, eða öllu heldur líki hennar. Hún virtist með- Björn Benediktsson frá Tókastöðum. allega stór, grannvaxin, björt yfir- litum nokkuð stórleit af stúlku að vera, en ekki ófríð, með mikið gult hár, sem féll laust niður um bak og herðar. Búningurinn grænleitur fremur nærskorinn og fór henni mjög vel. Eftir litla stund sé ég hvar maður kemur suður fyrir bæinn og skyggnist um nokkuð flaumósa, hleypur því næst austur á túngarð- inn eins og hann geti sér strax til um hvert flóttamaðurinn hafi snúið. Maður þessi var stór vexti dökkur yfirlitum og nokkuð roskinn, hafði mikið dökkt skegg, sem farið var að hærast, spjót hafði hann í hendi eða eitthvað líkt vopni. Þá er hann kemur á túngarðinn sér hann hvar stúkan liggur í blóði sínu. Fyrst virðist hann verða afar reiður, kreistir hnefana um spjótskaftið og verður svo ægilegur ásýndum, en svo er eins og útlitið snögg breytist aftur. Hann gengur þangað sem stúlkan liggur tekur hana í fang sér, sest með hana og fer að strjúka yfir hárið á henni með annarri hendi og virðist í svip að sorgin ætli að yfir- buga hann. Eftir litla stund koma nokkrir karlmenn að heiman og voru þeir allir með eitthvert vopn og ætluðu auðsæilega að fara að grenslast um þá sem á undan voru farnir, en þegar þeir sjá hvað um var að vera hrópa þeir upp og verða mjög æstir. (Ég ætla að taka það fram að ég heyrði engin orð eða hljóð,en sá það á hreyfingu þeirra og tilburðum og hafði það einhvern veginn á tilfinningunni að þeir hefðu gefið frá sér hljóð.) Þá er eins og að sá sem fyrir var átti sig, rís upp og bendir til þeirra með hendi og sagði eitthvað við þá. Við það sefuðust þeir strax og lutu honum og var auðséð að hann mundi vera húsbóndinn. Einn mannanna gengur þá til bæjar og enn bætast nokkrir í hópinn bæði karlar og konur. Nú bregður svo við að mér finnst skyggja yfir og ég sé nú allt ógreinilegar en áður. Allt er svo þögult, fólkið gengur hljóðlega um til og frá og greinilegur sorgarsvip- ur á hverju andliti og þó sýnilegur í svip og látbragði. Loks fara flestir heim, þar á meðal foringinn. Leið svo nokkur stund, en allt var svo hljótt. Svo kom fólkið aftur og hafði nú ýmsan farangur meðferðis, karlar með graftól konur með dökk klæði, sem þar tóku að sveipa um lflcið utan yfir þann fatnað sem á því var. Þetta og eins það sem á eftir fór sá ég mjög ógreinilega vegna þess hversu dimmt var orðið. Að þessu loknu tók foringinn lflcið í fang sér og hélt af stað og allir gengu á eftir. Þessi fylking sem var á að giska 10-12 manns, mjakaðist nú hægt af stað, fyrst suður og upp fyrir sflcið svo til suðvesturs og staðnæmdist loks á litlu melholti suður frá bæn- um. Þarna fóru sumir að grafa, aðr- ir stóðu hjá á meðan, en ekkert sá ég af þeirri viðhöfn, sem þar fór fram vegna fjarlægðar og lflca af þvf hvað skuggsýnt var. Þegar þessari einkennilegu jarð- arför var lokið, kom fólkið sömu leið til baka og hélt til bæjar, en gamli maðurinn settist undir tún- garðinn og leit út eins og bugaður af sorg. Hingað til hafði ég verið svo óttasleginn af öllu sem mér hefur fyrir augu borið að ég hef með engu móti getað hreyft mig úr stað, enda jafnvel óttast að vekja athygli þess á mér með því. Nú greip mig óstöðvandi löngun til að tala við gamla manninn og reyna að hugga hann og tek á öllu því þreki sem ég á til að rífa mig upp úr þessu móki eða leiðslu sem ég var í og tókst það, en við það vaknaði ég og sat þá uppi í rúminu. Það er hánótt og svarta myrkur í baðstofunni og mér líður svo ótta- lega illa þegar ég er vaknaður og fer að íhuga það sem fyrir mig bar í draumnum. Eftir nokkra stund fór ég að jafna mig og sofna svo, en fer strax að dreyma á ný. Eins og áður er sagt var það svo ógreinilegt að ég gat ekkert samhengi fengið í þann draum. Stundum var ég að villast í svo miklu myrkri að ég sá engar leiðir út úr því en alltaf juk- ust torfærurnar svo ég gafst að lok- um alveg upp, gleymi öllu, fór að dreyma á ný, en lenti alltaf í sama myrkrinu. Þá er draumnum lokið, en eftir að geta um ástæðuna til þess að ég fór að skrifa hann upp. Fyrir nokkrum árum blés upp eða kom upp á yfirborðið höfuð- kúpa af manni í moldarflagi á mel- holti suður frá Glúmsstöðum. Það var að vorlagi eftir miklar rigning- ar, sem fyrst varð vart við þetta. Hauskúpan var svo tekin og flutt heim að Mýnesi og veit ég ekkert um hana síðan. í þennan mel hefur ekkert verið grafið til nánari rannsókna, svo ég viti. Engar ágiskanir hef ég heyrt um það hvort þetta höfuðbein sé af konu eða karlmanni. Og yfirleitt vakti þessi fundur litla eftirtekt og áreiðanlega að mestu gleymdur. Það atriði draumsins sem sérstak- lega vakti athygli mína eftir á var þetta: Hvemig stendur á því að einmitt á sama holtinu, sem þessi höfuðkúpa fannst fyrir nokkrum árum, sé ég nú þessa stúlku og grafna í draumnum. Ekki var ég neitt að hugsa um þessa höfuðkúpu áður en ég fór að sofa þetta kvöld eða fyrr. Og eitt enn: Ekki minnist ég þess í draumnum að mér komi neitt í hug fundur hauskúpunnar áður á því sama holti. Um merkingu draums þessa ætla ég ekki að hafa neinar getur hér, en að draumar sem þessi hafi ein- hverja sérstaka þýðingu jafn ber- sýnilega og ég sá afdrif stúlkunnar, kemur mér ekki til hugar að bera á móti. Tókastaðir 30.janúar 1934 Björn Benediktsson.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.