Austri - 12.12.1996, Page 4
4
AUSTRI
Jólin 1996
Útgefandi: AUSTRI Tjamarbraut 19, 700 Egilsstaðir.
Sími 471-1984. Fax 471-2284. Módem 471-2594.
Netfang: austri@cldhorn.is
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson.
Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir.
Blaðamenn: Amdís Þorvaldsdóttir,
S. Bjöm Blöndal, Marinó Marinósson
Askriftarverð pr. mán. kr. 500.-m/vsk.
Setning og umbrot: Austri
Prentun: Austprent
Efni skal skila í tölvutæku formi (dos, Word) eða vélrituðu.
Austri er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða.
Baráttan við
skuggana
Jólin, mesta hátíð ársins, eru nú framundan. Þau höfða til hins
besta í manninum, hins barnslega og saklausa, eru kærkomin
hvfld og tilbreyting í erli daganna.
Hins vegar njóta ekki allir helgi og friðar jólanna. Margir eru
utangarðs í samfélaginu, markaðir af illum örlögum sem annað
hvort þeir sjálfir eða umhverfið hafa skapað. Skuggarnir eru
margir, ofbeldi, fíkniefnaneysla, óregla og önnur ónáttúra sem
fylgir, setja í vaxandi mæli svip á samfélagið. Gegn þessu er
skylda allra hugsandi manna að berjast.
Ofbeldið fylgir fíkniefnavandanum eins og skuggi, sá sem neyt-
ir fíkniefna er í annarlegu ástandi og notar öll meðöl til þess að
fjármagna neyslu sína. Innbrot, rán og tilheyrandi hótanir og of-
beldi eru allt of tíð í fréttum.
Það er vel að nú á jólaföstunni hefur verið samþykkt átak í
fíkniefnamálum, sem nokkru er kostað til og á að beinast að lög-
gæslu og tollgæslu, ásamt forvörnum í grunnskólum landsins.
Stjómvöldum ber að hafa forystu um aðgerðir og það átak, sem
nú er í undirbúningi, er þáttur í því, ásamt starfsemi forvarnar-
sjóðs, sem heyrir undir heilbrigðisráðuneytið og stofnaður var á
síðasta ári. Forvamir eru ekki sísti þátturinn í þessari baráttu og
þær mega ekki bresta. Þar verða allir að leggja hönd á plóginn,
félagasamtök og einstaklingar. Fræðsla er nauðsynleg í þessum
efnum, ekki síst fyrir foreldra, svo þeir geti þekkt einkennin ef
vandamálið kemur upp í þeirra eigin fjölskyldum.
Margir hafa áhyggjur af því viðvarandi ofbeldi sem gefur að
líta í kvikmyndum og í sjónvarpi og tölvuleikjum margs konar og
óttast að það geti haft áhrif á viðkvæmar sálir. Það viðbjóðsleg-
asta af þessu öllu er barnaklámið. Löggjafinn hefur reynt að
bregðast við þessu með nýrri löggjöf, en hún setur aðeins
rammann, er leiðsögn, en þessi viðbjóður ætti að hljóta almenna
fordæmingu allra góðra manna. Intemetið er nýr miðill sem erfitt
er að hafa hemil á og því miður getur alls konar óþverri af þessu
tagi verið fylgifiskur hinnar nýju tækni.
Þetta eru heldur dapurlegar hugleiðingar á jólaföstunni, en þær
eru þó endurómur af þeim veruleika sem þjóðin býr við. Á jólum
reyna flestir að rækta sinn eigin garð og vonandi ber baráttan við
skugga fíkniefnaneyslu og ofbeldis þann árangur að sem flestir
geti fundið sanna jólagleði á þessari miklu hátíð í framtíðinni.
Leiðarahöfundur óskar lesendum Austra og Austfirðingum öll-
um, sem og öllum landsmönnum, gleðilegra jóla. Megi hinn ein-
faldi og sanni boðskapur jólanna ná til allra og sá siðaboðskapur
sem kristin trú kennir. J.K.
Jólablað Austra 1996
Verð kr. 500 m/vsk
40. árgangur 45.- 50. tölublað.
Forsíðmyndin en tekin úr botni Eskifjarðar út Reyðarfjörð. Myndina
tók Kristinn Briem og var hún valin úr innsendum myndum í ljós-
myndasamkeppni Austra.
Næsta tölublað, áramótablaðið, kemur út í byrjun janúar.
Kveðjur og annað efni í það blað þarf að berast í síðasta lagi 30.
desember nk.
Börn
bíða
jóla
Jólaundirbúningur er nú ífullum gangi
víðast hvar, enda farið að fœkka dögun-
um þar til þessi mesta hátíð ársins skell-
urá.
Það fólk sem sennilega bíður þeirrar
stundar með hvað mestri eftirvœntingu
eru blessuð börnin. Þau draga heldur
ekki af sér við undirbúninginn.
Þessar myndir voru teknar annars veg-
ar í leikskólanum íFellabœ og hins veg-
ar á Stöðvarfirði.
í Fellabœnum var verið að skreyta pip-
arkökur af gríðarlegu listfengi og mikl-
um áhuga, en á Stöðvarfirði var verið að
rifja upp helstu jólalög og sungið af
feikilegri innlifun.
1X2 - GETRAUNAHORNIÐ - 1X2
ENSKI SEÐILLINN ERFIÐUR
Staðan í vinnustaðakeppninni:
Hér sjáum við stöðuna í keppninni þegar hún er hálfnuð, þ.e. fjórar vikur liðnar.
Sæti: Heiti hóps: Yfirtippari: Vinnustaður: Réttir:
1 Kronur Skarph.Smári Barri 35
2-3 Hemmi Hermann Þóriss. Mjólkurstöðin 34
2-3 Oldspice Jón Kristinsson Kl. Oldspice 34
4-5 HróiHöttur Hilmar Gunnl. Sundkl.Hrói 33
4-5 FAL Björgvin V. G. Ferðamiðstöð Au. 33
6 Winston Sigurjón Bjarnas. KPMG-endursk. 32
7 Málning Haraldur Klausen Máln.þj.Herm.N. 31
8 Birkitré Þórarinn Jakobss. Birkitré 30
9-12 Tippiðupp Börkur Vigþórss. Eg.skóli og bær 29
9-12 Ofninn Ketill Björnsson Ofnasm. Björns 29
9-12 Topparnir Svanur Hallbj. Bifrþj.Borgþórs 29
9-12 TrEinir Baldur Bragason Tréiðjan Einir 29
13-16 Boltabanar Kristmann Pálmas. Malarvinnslan 28
13-16 Dómarinn
13-16 Meistari
13-16 ME
17-18 JónFjölnir
17-18 Hárhúsið
19 Grallarnir
20 Flugréttir
21-24 Alparnir
21-24 Gilitrutt
21-24 RARIK
21-24 Drífholt
25-26 Sýsli
25-26 Fribbi
Ólafur B. Þorvaldss.Héraðsd.Austurl. 28
Magnús Jónasson Fasteignamat rík. 28
Árni Ólason Menntaskólinn 28
Sigfús Fannar St. Iceland Review 27
Rósa Steinarsdóttir Hárhúsið 27
Þráinn Sigvaldas. Póstur og sími 26
Hannibal Guðmunds. Flugleiðir 25
Guðmundur Gunnl. Austf.Alparnir
Eyjólfur Skúlason Mjólkurstöðin
Ástvaldur Erlingsson RARIK 24
Stefanía J. Valdim. 24
Helgi Jensson Sýsluskr.Eg. 23
Ragnar Arinbjarnar. Heildv. Sigbj. 23