Austri


Austri - 12.12.1996, Side 6

Austri - 12.12.1996, Side 6
6 AUSTRI Jólin 1996. Urriðadans Þinvallasveitin er einstök fyrir margra hluta sakir. Forn frægð staðarins og órofa tengsl við söguna standa þjóðinni nærri hjarta. Ein- stök náttúrufegurð er einnig yndi margra sem leita þangað á vit sög- unnar og náttúrunnar. Annað nátt- úrufar er sérstakt og ef til vill ekki í daglegri umræðu manna á meðal. Þar á meðal er lífríki hins mikla Þingvallavatns og veiðin þar. Ein af þeim bókum sem kom út nú á dögunum fjallar einmitt um þennan þátt, en það er bókin Urriða- dans eftir Össur Skarphéðinsson al- þingismann og fyrrverandi utanrrk- isráðherra. Hún fjallar um urriðann í Þingvallavatni. Þessi bók er afar læsileg og fróð- leg og ekki leynir sér að þama hefur vísindamaðurinn Össur Skarphéð- insson notið aðstoðar stjórnmála- mannsins og blaðamannsins Össur- ar. Bókin er fjörlega skrifuð og læsilega í stíl þeirra sem æfðir eru í að koma boðskap sínum á framfæri og einnig er hún stórfróðleg. Mannlífssögur, sem skotið er inn í bókina, krydda hana og gera hana að ágætis lestrarefni fyrir þá sem ekki liggja öllum stundum með stöngina á bakka vatnsins. Bókin hefur líka þann eiginleika að bera með sér hrifningu höfundar og ást á viðfangsefninu. Það er lífsmagn hennar. J.K. Messur íVallanesprestakalli um hátíðirnar Egilsstaðakirkja Aðfangadagur Aftansöngur kl. 18.(X) Jólanæturmessa kl. 23.00 2. jóladagur Hátíðarmessa kl. 14.00 Gamlársdagur Aftansöngur kl. 18.00 Vallaneskirkja Jóladagur Hátíðarmessa kl. 14.00 Þingmúlakirkja 29. desember Hátíðarmessa kl. 14.00. Bókasafn Héraðsbúa Egilsstöðum óskar viðskiptavinum sínum og öðrumAustfirðingum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Safnið er opið alla virka daga frá kl. 14-19. Bókasafn Héraðsbúa Laufskógum 1, Egilsstöðum © 471-1546 J S Búnaðarbanki Islands hefur um árabil þjónað íbúum á Austurlandi. Starfsfólk Búnaðarbankans þakkar viðskiptin á árinu og óskar ykkur gleðilegra jóla Búnaðarbankinn Egilsstöðum Sigrún Björgvinsdóttir Lítil saga úr frystihúsi „Heldur vildi ég missa höfuðið en höndina“, sagði Lára. Rödd hennar, há og ákveðin, hljómaði yfir kaffi- stofuna og náði eyrum flestra gegn- um kliðinn. Þetta var líkt henni. Hún hafði byrjað að vinna í frysti- húsinu fyrir aðeins mánuði og strax vakið athygli okkar vegna ákveð- innar framgöngu sinnar, dugnaðar og heilbrigði. Svo var hún líka kátur og góður félagi. Við höfðum verið að ræða vinnu- slys. Tilefnið var frétt í blaði þar sem sagt var frá pilti sem lent hafði í vinnuvél og misst fót. Við höfðum verið sammála um að hann hefði sloppið vel, miðað við aðstæður. Nema Lára. Hún mótmælti kröftug- lega. Hún benti okkur á allt sem hann myndi nú fara á mis við. „Ekki myndi ég vilja lifa við svo- leiðis örkuml", sagði hún ákveðin. „Ég vona sannarlega að þú þurfir þess aldrei og haldir höfðinu," sagði ég hlýlega. Ég hafði sérstaka ástæðu til að vera Láru þakklát. Hún hafði losað mig við leiðindastarfið við hausar- ann, sem ég hafði mátt þola í heilt ár, vegna þess að enginn annar fékkst til þess. Blessuð vertu,“ sagði hún þegar hún hafði unnið hjá okkur aðeins eina viku. „Ég skal afhausa. Tala bara við verkstjórann". Svo nú sat ég við snyrtingu, en Lára vann ásamt tveim öðmm stúlk- um í vélasalnum. Þar var roðflett- ingarvélin, flökunarvél og á bak við þær, á upphækkuðum palli, var hausaskurðarvélin, Snigill flutti burt hausa, bein og roð. Nú glumdi bjallan og við risum upp frá kaffibollunum og tíndumst inn í vinnsluálmuna. Við, sem unn- um í pökkunarsalnum, gengum hver að sínu borði. Lára, Sigga og Björg hurfu inn í vélasalinn. Brátt fór vinnslukerfið í gang. Það var svo kunnuglegur kliður að við urðum hans tæpast varar. Að minnsta kosti héldu samræðurnar áfram. Þær styttu tímann sem annars yrði lengi að líða í svona vélrænni vinnu, þar sem handtökin vom æ þau sömu og löngu orðin okkur töm. Ég heyrði konumar á næsta borði vera að gagnrýna Láru fyrir gáleys- islegt tal. Hún gerði sér áreiðanlega ekki grein fyrir hvað hún væri að tala um. „Ætli færi ekki fyrir henni eins og flestum að vilja halda í líftóruna sem lengst," sagði Gunna Þórðar og hinar tóku undir. Ég ætlaði að fara að bera í bætifláka fyrir Láru þegar ókennilegur glamrandi barst um sal- inn. I sama bili var hurðinni að véla- salnum hrundið upp og þaðan barst nú ærandi hávaði, en Björg kom æðandi út. Hún hentist í gegnum vinnslusalinn og hvarf út á götu. Rétt á hæla henni kom Sigga, náföl með uppglennt augu. Hún stökk fram í rniðjan sal, sneri sér við og horfði stórum skelfingaraugum á dyrnar, sem hún var nýsloppin gegnum. Við stóðum öll eins og dæmd, alveg lömuð af skelfingu. Það er Lára. Hugsunin kom yfir mig eins og þrúgandi ógn og ég heyrði aftur eins og úr fjarska. „Heldur vildi ég missa höfuðið en höndina". Það liðu nokkrar sekúnd- ur sem okkur fundust heil eilífð. Og svo - svo kom Lára fram í dymar, föl en þó með undrunarsvip á andlitinu eins og hún vildi segja: „Hvað gengur eiginlega á?“ Það mátti greina bylgju af fegins- andvörpum fara um salinn og við losnuðum úr skelfingarfjötrunum. Verkstjórinn hljóp inn í vélasalinn og stöðvaði vélarnar. Skarkalinn hljóðnaði og dó út. Nú talaði hver upp í annan. Hvað gerðist. Hvað í ósköpunum kom fyrir. Af hverju stafaði allur þessi hávaði? Stúlkurnar þrjár höfðu ekki hugmynd um hvað gerst hafði. Á eftir sýndi verkstjórinn okkur stóran hníf sem dottið hafði niður í snigil- inn og valdið þessum dómadags lát- um sem næstum höfðu hrætt úr okk- ur líftóruna. ✓ Sigurður Oskar Pálsson • • Ollu til Tengdafaðir minn, Eyjólfur Hannesson, var fæddur og uppalinn í Gilsárvallahjáleigu í Borgarfirði. Hann sagði mér sögubrot það er hér fer á eftir, samkvæmt því sem hann heyrði í æsku talað um atburð þann er hér greinir frá: Einhvern tímann á öldinni sem leið voru tvö borgfirsk systkin á unglingsaldri á ferð uppi á Héraði að vetrarlagi. Ekki er vitað um erindi þeirra. Þau ætl- uðu um Sandaskörð til Borgarfjarðar og gistu á heim- leiðinni á einhverjum fjallabænum í Eiðaþinghá eða Hjaltastaðaþinghá sem skammt er frá að leggja á fjallið, þ.e. Gilsárteigi, Brennistöðum, Hamragerði ellegar Hrjóti. Morguninn eftir var veðurútlit ótryggilegt, en engu að síður héldu systkinin á fjallið. Er þau lögðu upp var bóndinn á bænum ekki viðlátinn. Mun hann þá hafa verið við gegningar. Er bóndi kom aftur í bæinn, brá honum mjög í brún að systkinin skyldu farin, enda var illviðri sýnilega í uppgangi eða jafnvel skollið á. Beið hann þá ekki boð- anna, en snaraðist þegar á eftir þeim, annað hvort til þess að snúa þeim á ný til bæjar ellegar þeim til fylgdar, en fann þau aldrei í hnðinni. Það er af systkinunum að segja að þau komust til bæja í Borgarfirði heilu og höldnu, lfldega á Hólalandi, en bóndinn varð úti, kominn niður í byggð. Fannst lík hans gegnt bæ á Hólalandi, á svonefndum Tungum milli Fjarðarár og Þverár. Sýnt var af harðsporum að leið hans hafði legið fast hjá bæjarvegg á Hólalandi í hríðinni. Ekki vissi Eyjólfur nafn þessa bónda og ekki ung- linganna heldur. Hér er því freistandi að svipast um eft- ir heimildum á lfldegum stöðum. kostað Ekki hefur lengi verið blaðað í prestþjónustubók Desjarmýrarsóknar, þeirri er nær frá miðri 19. öld og laust fram yfir aldamót, áður en heimilisfang nokkurt í Eiðaþinghá vekur athygli í skrá yfir látna. Þann 9. mars 1850 er jarðsunginn Ármann Arnoddsson frá Hamra- gerði. „Varð úti“ ritar sóknarpresturinn, séra Sigurður Gunnarsson, í dálk fyrir dánarorsakir. Dauða hans hefur borið að höndum 2. mars, að því er best verður séð. Með vísan til þess er hér að framan segir, um síðasta gististað systkinanna, áður en þau lögð á Sandaskörð til Borgarfjarðar, eru líkumar svo miklar að fullyrða má að hér sé fundið nafn hins kjarkmikla og drenglundaða bónda „á einhverjum fjallabænum" Héraðsmegin skarð- anna sem öllu kostaði til er hann vildi öðrum bjarga. Ármann Arnoddsson var fæddur á Ketilsstöðum í Hjaltastaðaþinghá 23. ágúst 1819, sonur hjónanna Am- odds Jónssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur, er síðar bjuggu í Hamragerði. Þau voru systkinaböm að frænd- semi. Þegar Hjaltastaðaklerkur, síra Hjörleifur Þor- steinsson, skírði drenginn, ritaði hann nafn hans þannig í prestþjónustubókina: Armaður Arnoddsson. Árið 1845 býr Amoddur í Hamragerði, ekkjumaður 67 ára. Ráðs- kona hans er Rósa Jónsdóttir 26 ára, sögð fósturdóttir hans. I Ættum Austfirðinga kemur í ljós að Amoddur er móðurbróðir hennar. Armann ber engan titil í manntal- inu, skráður sonur bónda, 27 ára, sem ekki er alls kost- ar rétt eins og sjá má. Systkinabömin Ármann og Rósa eru þá orðin hjón, giftust 1844. Arnoddur deyr 1846 og hefur Ármann þá tekið við búi. Þau Rósa eignuðust son árið 1845 er hét Arnoddur, en dó fárra daga gamall. Annan son eignuðust þau 1848. Hann komst upp, en kvæntist hvorki né eignaðist afkomendur.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.