Austri - 12.12.1996, Side 8
8
AUSTRI
Jólin 1996.
Myndlist - reiðlist
Myndlistar- og hestamaðurinn
Pétur Behrens hefur verið búsett-
ur á Höskuldsstöðum í Breiðdal í
á 11. ár ásamt konu sinni Mari-
ettu Maissen. Pétur er ættaður frá
Norður-Þýskalandi, nálægt Ham-
borg. Hann kom fyrst til íslands
árið 1962, en það var áhugi á ís-
lenska hestinum sem varð þess
valdandi. Hann hafði kynnst þess-
um skepnum hjá nágrönnum sín-
um.
„Það er svo hjá mörgu fólki að
það vill sjá þetta land. Þessum hesti
fylgja alltaf sögur, það er svo sér-
stakt. Sögur og frásagnir af eyju
með víðáttu og jökla, villta menn og
konur. Þetta hefur alltaf verið svona
og hefur geysilegt aðdráttarafl. Um
leið og þeir fyrstu fóru og komu til
baka með frásagnir af rosalegum
ævintýmm sem enginn getur upplif-
að í Mið-Evrópu, þá varð þetta
mjög spennandi. Enda er þetta
hestahald hér dálítið sérstakt.
Svo kom ég og fór að vinna á
bóndabæ. Þá var bara að ákveða
hvort ég vildi búa í stórborg, en það
fannst mér einum of afmörkuð
leið“.
Pétur hafði lokið myndlistamámi
í Listaháskólanum í Berlín þegar
hann kom hingað til lands, en var
tvístígandi um hvert næsta skref
skyldi vera.
„Eg fékk tilboð um að vinna hjá
stóru auglýsingafyrirtæki og gerði
það um tíma, en flúði þaðan. Flúði
bara upp í sveit á íslandi.
Ég var þá í tamningum og slíku,
en vann á vetuma hjá teiknistofum í
Reykjavík. Það var ágætt að geta
farið í það. Þá var hestamennskan,
tamningar og slíkt, búið að hausti.
Þetta er svolítið að breytast núna, en
þá var þetta búið í ágústlok.
Ég kynntist góðu fólki, presthjón-
um, norður í Miðfirði og var eigin-
lega með mína tamningastöð þar,
þess utan sem ég réði mig til annara.
Þá réðu hestamannafélögin oft
tamningamenn til sín og höfðu þetta
sem þjónustu við sína félagsmenn.
Þá vildi enginn vera í þessu. Það
þótti nú ekki neitt sniðugt ef einhver
vildi bara hlaupa til hrossa. Vera
með hrossapest og vilja ekki vinna,
vilja bara ríða út. Menn áttu að gera
eitthvað af viti og læra eitthvað.
Enda var þetta heldur illa borgað
miðað við erfiðið og stranga úti-
vinnu.“
Pétur hefur ritað talsvert um
hestamennsku og skrifaði meðal
annars bók 1981 sem hét „Að temja:
Hesti og manni bent.“ Þá hefur hann
skrifað fjölda greina um þessi mál
og þýtt mikinn þýskan doðrant sem
nefnist „Hesturinn og reiðmennsk-
an“ og kom út 1990.
„Þýska bókin er eiginlega um
hestinn, bæði ræktun, líkamsbygg-
ingu o.fl. Það eru tveir höfundar að
þessari bók, fólk sem er alveg á
fullu í þessu þarna úti. Þau hafa
sennilega fyrst komið á bak íslensk-
um hesti fyrir 1960.
Það var mikil vinna að þýða þessa
bók. í sambandi við fagmálið, þá er
nánast ekki hægt að þýða neitt beint.
Það er fagmál á íslandi og fagmál í
Þýskalandi. Sumt er hægt að segja í
fáum orðum á þýsku, en þarf langt
mál á íslensku og öfugt. Þetta var
ægileg vinna.
Bókina mína skrifaði ég að mestu
þegar ég lá á spítala og lét spengja
bakið. Þá var ég búinn að eyðileggja
það á vitlausri beitingu og harðri
vinnu, tamningum og þess háttar.
Það gleymdist að segja mér sem
unglingi, eins og fleirum, hvemig á
að beita bakinu þegar maður puðar.
Ég lærði það fyrst þegar ég var í
endurhæfingu.
En ég þurfti að liggja á bakinu í
þrjá mánuði og eitthvað varð ég að
gera.
Það var svo skrýtið að ég gat enn-
þá farið á hestbak, en var orðinn svo
slæmur að ég gat varla setið í bíl
nema mjög stutt og ekki staðið al-
mennilega. En ég gat ekki setið á
einhverjum höstum truntum, það
urðu að vera góðgengir hestar.
Ég sá einu sinni mynd um þjálfun
barna og unglinga sem voru með
fötlun. Settir voru punktar á bert bak
þannig að maður sá hvemig hrygg-
súlan og mjaðmagrindin hreyfast í
venjulegri göngu hjá heilbrigðu
bami. Svo vom böm sem voru fötl-
uð og þau vom í alls konar græjum,
mjög dýrum og flóknum tækjum,
sem gátu hermt eftir þessum hreyf-
ingum. Það var allt gott með það og
bömin prófuðu þetta, en þeim fannst
óskaplega leiðinlegt að vera í þess-
um vélum. Svo komu íslenskir hest-
ar, sérstaklega vegna þess að þeir
eru lágvaxnir. Hreyfingar baksins
hjá fötluðu bömunum voru mynd-
aðar aftur þegar þau vom á baki. Þá
komu sömu hreyfingar í bakið eins
og hjá manni sem gengur frjáls og
sjálfur, sama
hreyfingamynst-
ur. Þetta er eitt-
hvað sem bamið
getur ekki gert,
en kemur í
gegnum hestinn.
Þannig geta þau
þjálfað vöðva
sem þau gætu
ekki á nokkum
hátt gert nema í
þessum vélum.
Fyrir fjórum
ámm kom hing-
að kona frá
Sviss. Maðurinn
hennar er
sjúkraþjálfari og
hún er aðstoðar-
maður hans. Þau
vom að leita að
tveimur hestum,
sem var mjög
spennandi, því
hún leitaði að
hrossum með
ákveðnar hreyf-
ingar. Þetta vom
góð hross, engar
þægar truntur,
heldur góð reið-
hross. Hún valdi tvo hesta og var
með sérstaka fötlun í huga. Þau
vom með svona hross úti, en starf-
semin var að verða mjög umfangs-
mikil hjá þeim og þau vantaði tvo
hesta í viðbót. Álagið var orðið of
mikið á þá sem voru fyrir. Annar
hesturinn var ekki fyrir hvem sem
er, heldur viljugur og dálítill karl,
góður reiðhestur. Hann er í þessu og
þau ríða út þess á milli. Hestunum
er haldið vel við. Það er ekki eins og
stundum er haldið að þetta séu göm-
ul, þreytt og dauf hross. Þetta er
mjög merkilegt hlutverk fyrir hest-
inn og þetta er stundað um alla Mið-
Evrópu."
Henta íslenskir hestar betur en
aðrir til þjálfunar fatlaðra, sökum
lundarfarsins?
„Já, já, það er engin spurning.
Þarna þarf auðvitað að velja ná-
kvæmlega. Hestar geta verið frekir
og hvemig sem er, það em alls kon-
ar útgáfur til. Ég þekki voðalega lít-
ið til annara hestakynja, en það fólk
sem ég þekki og temur önnur hross
og þekkir mikið til þeirra, segir að
íslenski hesturinn sé svo skynsamur
og taki hlutum af yfirvegun. Þegar
rétt er farið að, em þeir allir jákvæð-
ir, ekkert rugl. Þetta kemur í og
með af uppeldinu. Það versta sem
menn gera, er að ala upp folöld í
þrengslum og þar sem þau hafa eng-
an félagsskap. Þau verða að vera í
félagsskap við ung og eldri hross til
að læra hestasiði. Hestar sem ekki
hafa lært hestasiði eru eins og vit-
laust uppalin einbimi. Þeir kunna
kannski að opna hlið og geta brot-
ist út, voða sniðugir, en haga sér að
öðru leyti, bæði gagnvart öðrum
hestum og mönnum, eins og bján-
ar.
T.d. eru hryssur, sem eru aldar
svona upp, oft með afbrigðilega
kynhegðun og em stundum lamdar
sundur og saman þegar stóðhestur
er í stóði. Þær em bara „ga ga“. Það
sama á við um stóðhest sem elst
upp við algjöra einangmn.
Kosturinn hér er sá að hestar al-
ast yfirleitt upp í stóði og læra alla
goggunarröð, koma ekki nálægt
eldri hryssum, læra að láta þetta
eldra í friði og vera ekki með neina
vitleysu. Þeir læra af reynslunni.
Þaðan kemur það líka að átta sig á
því að maðurinn ræður og að bera
virðingu fyrir honum þó að það sé
lítill maður.“
Hvemig stóð á því að þið hjónin
fluttust hingað í Breiðdalinn?
„Ríkarður Valtingojer, sem var
fluttur til Stöðvarfjarðar, heimsótti
okkur í Mosfellssveit, þar sem við
bjuggum þá og sagði okkur frá því
hvað hann var að gera. Og hann
sagði okkur frá Höskuldsstöðum.
Þannig að þetta er allt Rikka að
kenna.
En við voram áður farin að hugsa
okkur til hreyfings.
Þegar að fólk, hvort sem það em
útlendingar eða ekki, ákveður að
flytja út í sveit verður að hafa eitt-
hvað takmark, hvort sem það er
hrossarækt eða hótelrekstur. Það
verður að vera eitthvað sem maður
telur að sé betra að gera í sveit á fs-
landi en annars staðar. Annað geng-
ur ekki.
Finnst þér það eiga vel saman að
vera listamaður og hestabóndi?
,Já. Maður er að vísu svolítið tví-
klofinn vegna þess að sólahringur-
inn er nú bara eins og hann er, ekki
alveg nógu langur.
Sovétmenn þóttust nú hafa fund-
ið allt upp, alla hluti. T.d. taldi ein-
hver vísindamaður sig hafa fundið
upp úr sem náði 36 tímum á sólar-
hring.
En ég hef t.d. ekki haldið sýn-
ingu í nokkur ár, alltaf langað til
þess, en svo var alltaf eitthvað sem
var svo aðkallandi í sambandi við
búskapinn. En nú á að reyna næsta
vor. Maður ætti nú samt helst að
vera í hvom tveggja alltaf.
Svo emm við líka í því að þýða
hestablaðið Eiðfaxa. Það kemur út
á þýsku og ensku og við emm með
þýsku útgáfuna. Það er reyndar
bara fjómm sinnum á ári, en það er
alltaf talsverð töm.
Ég hef málað töluvert af hestum,
en er mjög lítið í því í bili. Nú er ég
að mála gamalt verkstæði, fer til
Sigursteins á Breiðdalsvík. Þetta er
tvískipt, annars vegar þessi
„módem“ hluti þar sem verið er að
gera við bíla og hins vegar smiðja,
gömul jámsmiðja. Þar er ég búinn
að mála einar sex myndir og ætla að
halda áfram. Þetta er ágæt hvíld frá
öllum fjöllum og slíku. Þessar
myndir verða ömgglega með á sýn-
ingunni.
Ég hélt síðast sýningu 1990, þá í
Reykjavík. Ég hef líka sýnt héma.
Ég vildi sýna mínum nýju sveimng-
um og grönnum hvað við vomm að
fást við. En það er meira en að segja
það að halda sýningu. Það liggur
mikil vinna í kringum það og maður
getur ekki gert ráð fyrir að fá þenn-
an vinnutíma borgaðan. Eitthvað er
alltaf keypt, en dálítið misræmi er
milli þess sem þarf að leggja fram
og þess sem kemur inn. Á þessum
litlu stöðum verður það alltaf
þannig. Þegar maður sýnir, þá fer
maður suður.“
Finnst þér þú ekki tapa neinu sem
listamaður við að setjast að hér?
Ég vil nú ekki trúa því. Aftur á
móti vildi ég oftar sjá sýningar fyrir
sunnan. Eitthvað kemur að utan og
maður missir alltaf af einhverju. Ég
reyni að vera með sem mest af bók-
um og tímaritum, en það væri betra
að vera nær þessu.
Alltaf þegar ég hef tækifæri til
þess að fara út þá rúntar maður milli
safna og gallería alveg eins og mað-
ur getur. Það er alveg nauðsynlegt.
Það er nú bara eitt sem má segja
að séu hreint og beint svik hjá ís-
lenska sjónvarpinu. Þeir voru í
fyrravetur með listamann sem var í
leiðinni gagnrýnandi og hann fór
með einhverjum frá sjónvarpinu inn
á sýningar. Þetta var svo sem ágætt,
en í raun og vem þyrfti ekkert annað
en að sýna fimm mínútur og biðja
kvikmyndatökumanninn að vera
Pétur og stolt búsins, stóöhesturinn Hrannar. Austram. sbb
íslenski hesturinn dró Pétur hingaö til íslands.