Austri - 12.12.1996, Page 14
14
AUSTRI
Jólin 1996
Vilborg Sigurðardóttir:
Skólataskan
Það var komið kvöld. Snjórinn féll í stórum
flyksum til jarðar og allt var kyrrt. Umhverfið
skartaði sínu fegursta. Tré og runnar voru
sveipuð hvítu klæði, dúnmjúku og glitrandi.
Alls staðar, hvert sem auga var litið, mátti sjá
snjóinn tindra líkt og demanta og veröldin
fékk á sig ævintýralegan blæ. Hvað var hægt
að hugsa sér það betra eða fegurra? Það hvíldi
helgi yfír þessu litla samfélagi, enda voru að
koma jól.
Síðustu vikur fyrir jól var fólk alltaf glað-
ara í sinni en endranær. Það var eins og helgi
jólanna næði að opna fyrir afgirtan kima sál-
arinnar, sem venjulega var lokaður. Fólk
heilsaðist glaðlega þegar það mættist á götu
eða hitti hvert annað í búðinni. Hér var samfé-
lagið svo lítið að allir þekktu alla, en héldu sig
samt svolítið sér, nema um jólin. Það var eins
og undirbúningur jólanna drægi fram það
besta í hverjum manni og fólk áttaði sig á því
að fleiri voru til en það sjálft.
Þetta kvöld var samt ein manneskja, sem
ekki veitti umhverfinu athygli, eða tók undir
kveðjur annara. Þar sem hún gekk var hún
niðursokkin í eigin hugsanir: Hvernig færi
hún að? Það voru að koma jól. Hún kæmi
ekki til með að geta glatt börnin sín mikið.
Ferð hennar í dag hafði engan árangur borið.
Það var hvergi vinnu að fá. „Komdu eftir ára-
mót“, sögðu allir og brostu. Eftir áramót.
Hvemig færi hún að því að brúa það bil, og
framfleyta börnum sínum? Hvert gæti hún
leitað? Hún steig þungt til jarðar, sá ekki
hvernig snjórinn lagðist yfir allt og gaf
byggðinni ævintýralegan blæ. Hún var hætt
að trúa á ævintýri. Eins og hún hafði þó lifað
sig inn í þau áður fyrr, gefið sig alla á vald
sögunni, með bömum sínum. Hún hafði alltaf
séð eitthvað jákvætt í öllu og hafði hlegið að
erfiðleikunum, sem skutu upp kollinum af og
til. Þá hafði hún líka haft vinnu, ömggar tekj-
ur og getað séð sér og sínum farborða.
Þegar vinnan er tekin af fólki, er alveg eins
hægt að taka lífið af því. Að mega ekki bjarga
sér, hvað er þá fram undan? Ekkert. Frá því
að Hreggviður dó hafði allt sigið hægt og bít-
andi niður á við. Húsið var gengið þeim úr
greipum og núna leigði hún í kofaræksni, sem
varla var bjóðandi skepnum. Hún sá ekki orð-
ið gleði í nokkrum hlut og óskaði þess með
sjálfri sér að jólin væm liðin. Hvaða gleði biði
bama hennar. Hún gæti ekki komið til með að
gauka neinu að þeim.
A meðan þetta flaug um huga hennar var
hún komin heim að dyrum. Hún stóð við
dymar og varð að beita sig hörðu til að opna
og ganga inn; vissi hvað biði hennar. Þegar
hún opnaði komu börnin hlaupandi á móti
henni: „Mamma, mamma, mig vantar nýja
skólatösku“. „Veistu hvað Pétur gerði? Hann
sparkaði í mig“. Öll vildu þau tala í einu.
Hún lokaði hurðinni. „Leyfið mér að komast
inn úr kuldanum og svo skulum við ræða
saman. Eg verð að fá að setjast niður“.
Börnin sneru aftur inn í stofuna. Inni var
vel hlýtt og búið að tendra kertaljós í öllum
hornum, á borðum og í gluggum. Eitt andar-
tak, þegar hún kom inn, fann hún fyrir ævin-
týrablænum, sem fylgdi birtunni og kertaljós-
unum, en bara andartak og yfir hana þyrmdi
vonleysið: Hvað kæmi hún til með að gera?
Hvað yrði um þessi fimm böm sem hún átti?
Hún horfði yfir hópinn sinn og sá ljósin
tindra á móti sér úr augum þeirra. Þau voru
óþreyjufull að segja henni frá því sem á dag-
inn hafði drifið hjá þeim í skólanum. Hún
settist. Eitt barnið færði henni kaffi, annað
kom með mjólk. Þau horfðu á þegar hún
hellti kaffinu í bollann og bar hann upp að
vörunum til að fá sér sopa. Þegar hún tók
hann frá vömnum aftur lyfti hún upp fingri.
Það var eins og flóðgátt væri opnuð. Þau ætl-
uðu öll að taka til máls í einu.
„A-a, eitt í einu, hver ætlar að vera fyrst-
ur?“ Þau litu hvert á annað og úr varð þegj-
andi samkomulag: Það elsta byrjaði og svo
gekk röðin niður. Hún var stolt af þessum
hópi, en það var ekki nóg. Það fæddi þau
ekki og klæddi. Bjami var elstur, 13 ára, full-
orðinslegur eftir aldri og alvörugefinn.
„Mamma, mig langar að fara milli jóla og
nýárs, til Jóns. Hann var að bjóða mér heim
til sín“. Hann leit vonaraugum á móður sína.
„Það ætti nú sennilega að vera hægt að koma
því við, Bjami minn“. Hún sá gleðina speglast
í augum hans. „En þá verður þú að vera dug-
legur við námið, góði minn“. Hann flaug upp
úr stólnum og tók utan um háls móður sínnar.
„Já, mamma, því lofa ég“.
Hún leit á elstu dóttur sína, 12 ára gamla.
„Hvað liggur þér á hjarta?" „Mamma, get ég
ekki fengið Lee-buxumar? Það eru allar stelp-
urnar komnar í svona buxur nema ég“. Hún
fann hvemig hjartað kramdist saman. Það var
eins og hendi tæki um það og kreisti og henni
fannst máttur sinn þverra. „Stína mín, ég gæfi
þér þessar buxur ef ég gæti, þú veist það“.
Stúlkan stökk á fætur, augu hennar skutu
gneistum.
„Þetta er alltaf
svona. Af
hverju getur
Bjarni fengið
allt, ég fæ aldrei
neitt. Þér er al-
veg sama um
mig“. Hún
stappaði niður
fótunum, um
leið og hún
hrópaði þetta til
móður sinnar.
Mæðgumar
horfðu á hvor
aðra litla stund.
Þá tók stúlkan
til fótanna og
hljóp inn í her-
bergi og skellti
á eftir sér hurð-
inni. Um stund
var allt kyrrt.
Síðan heyrðist lágur grátur koma frá herberg-
inu.
Hún leit á þau hin, sem sátu við borðið.
Helgi sat á móti henni, fjögurra ára; skildi
ekki það sem fram fór, en horfði stómm aug-
um á móður sína. „Er Stína núna komin með
unglingaveikina?“, spurði hann og einlægnin
skein úr augum hans. Hún gat ekki annað en
brosað. Helgi lét sig renna úr stólnum og kom
til hennar. Hún tók hann í fangið og þrýsti
honum að sér. Það var svo gott að finna ylinn
af honum; hann var svo mjúkur. „Nei, ástin
mín, hún er bara vonsvikin yfir því að fá ekki
buxumar. Rétt eins og þú að fá ekki traktor-
inn sem þig langaði í. „Já, en ég fæ hann
seinna. Er það ekki mamma?“ „Jú, ástin mín,
það kemur að því“. Hún leit til Hrefnu.
„Hvað liggur þér á hjarta?“ „Það er taskan
mín, mamma“. Hún kom til hennar með tösk-
una og sýndi henni. Annað axlarbandið hafði
slitnað og taskan var orðin snjáð og lúin;
hafði líka enst í fjögur ár, eða þann tíma sem
Hrefna var búin að stunda skólann. „Mamma,
mig vantar nýja tösku“. Hún horfði á móður
sína. „Hrefna mín, þú færð nýja tösku um leið
og það er hægt. Núna í augnablikinu hef ég
ekki ráð á að kaupa nýja tösku handa þér, en
ég get reynt að laga töskuna og þá endist hún
kannske eitthvað lengur“.
„Mig vantar líka nýja tösku, mamma“,
sagði Hrönn. Hún var alltaf eins og bergmál
af systur sinni. Ef Hrefnu vantaði eitthvað eða
vildi gera eitthvað, fylgdi Hrönn eftir eins og
skugginn, enda ekki langt á milli þeirra, ekki
nema ár. Þær höfðu alltaf fylgst að með allt.
„Það verður að bíða um sinn, elskumar mínar.
Mér hefur ekkert gengið að fá vinnu, þannig
að staðan er slík að við kaupum ekkert fyrr en
úr því rætist. Þau sátu hljóð. Það heyrðist ekk-
ert lengur frá herberginu. Allt var kyrrt.
Um kvöldið þegar bömin vom sofnuð, tók
hún fram töskuna og saumavélina og reyndi
að gera við hana eftir bestu getu. A eftir þvoði
hún hana og hengdi til þerris, áður en hún fór
að sofa. Það leið að jólum. Hún sat á næturn-
ar við saumavélina að útbúa jólagjafir handa
bömunum; saumaði upp úr öllu því sem henni
datt í hug. Telpumar, Hrefna og Hrönn, fengu
dúkkur, sem hún hafði saumað upp úr göml-
um kjól. Hún hafði líka fundið svart, sítt pils
og saumað upp úr því buxur á Stínu. Hún
hafði prjónað vettlinga og húfu á Helga og
sokka á Bjama. Þau fæm alla vega
ekki í jólaköttinn; þó þetta væri
ekki búið til úr nýju efni, þá yrði
það nýtt fyrir þeim. Hún lagði alla
sína ást og alúð í vinnu sína; óskaði
þess samt að geta gaukað að þeim
einhverju sem þau vantaði. Hún
gæti ekki mikið lengur látið Hrefnu
vera með gömlu skólatöskuna; hún
var ónýt.
Daginn eftir fór hún niður í búð
og talaði við verslunarstjórann,
hvort hann gæti skrifað hjá sér, svo
hún gæti haldið jól fyrir sig og
bömin. Það var ekki annað en sjálf-
sagt. Og hún hafði verslað sitt af
hverju. Þau myndu a.m.k. geta gert
sér glaðan dag í mat yfir jólin, þó
bruðlinu væri ekki fyrir að fara.
Veðrið fram að jólum hélst kyrrt.
Það snjóaði af og til og kominn var
jafnfallinn snjór yfir allt. Húsin
kúrðu sig niður í fönnina og voru
með hvíta hettu á þakinu.Þetta var
líkt og mynd á jólakorti og varla
var hægt að greina vaxtarlag
trjánna fyrir snjó.
Það ríkti mikil eftirvænting hjá
börnunum í kofanum. Kofann var
búið að skreyta í hólf og gólf og
Bjami hafði farið og fengið að saga
birkigrein, sem þau höfðu svo skreytt sem
jólatré væri. Hann hafði líka fengið að klippa
nokkrar greinar af greni og var það nú brennt
til að fá „jólalykt" í húsið. Það vom engin jól
án þess að finna þessa lykt. Rétt fyrir kl. sex
var barið að dyrum. Börnin þustu til dyra.
Hver gat verið á ferðinni á þessum tíma? Fyr-
ir utan dyrnar var maður klæddur sem jóla-
sveinn. Eitthvað hafði nú gríman sem hann
bar, fengið að reyna um sína daga, en huldi
samt andlit hans.
„Er þetta ekki heima hjá frú Erlu?“ „Jú“,
bömin héldu það nú. Hann dró fram poka og
rétti þeim. „Eg var beðinn fyrir þetta til ykkar
og óska ykkur svo gleðilegra jóla“. Þar með
var hann farinn. Móðirin og börnin stóðu
þama orðlaus. „Þekktir þú manninn, Bjami?"
spurði móðir hans. Hann leit á hana. „Nei, en
þú?“ „Nei, ég kannast ekkert við hann, en
þið“. Hún leit í átt til stúlknanna.“Nei“, þær
könnuðust ekkert við komumann.
Þau lokuðu hurðinni og fóru inn með pok-
ann. Hverjum pakka var velt á milli hand-
anna, kreist og strokið. „Mamma, þú færð
pakka líka“, hrópaði Stína upp yfir sig. I því
hringdu klukkurnar inn jólin og fjölskyldan
settist við borðið. Á meðan á borðhaldi stóð,
dvöldu augu þeirra allra við pakkana, sem
höfðu komið svona óvænt. Það voru fimm
pakkar undir trénu, allir frá mömmu. Hinir
pakkamir höfðu verið látnir undir tréð í pok-
anum. Hún var ekki síður forvitin en bömin.
Hver var það sem hafði staðið fyrir þessari
uppákomu? Henni datt enginn í hug, nema þá
verslunarstjórinn, en hann var nú ekki þekktur
að gjafmildi.
Þegar búið var að borða, gengu bömin frá
leifunum og vöskuðu upp, röðuðu sér síðan
við tréð og biðu spennt eftir því að lesið yrði á
pakkana. Hún fann fyrir sársauka og kvíða.
Nú voru gjafir hennar, sem hún hafði lagt alla
alúð sína í, allt í einu orðnar svo fátæklegar
Oskum viðskiptavinum
okkar og Austfirðingum öllum
gleðilegra jóla
og farsœldar á komandi ári
með þökk fyrir viðskiptin
á árinu sem er að líða.
Súnbúðin
Hafnarbraut 6
Neskaupstað