Austri - 12.12.1996, Síða 18
18
AUSTRI
Jólin 1996
Jólagjafa - stafarugl
Tveir staflr
ÍS
þrír staflr
rok
Fjórir staflr
snær, hrím, bros
Fimm stafir
frost, kuldi, svell, skíði,
arinn, snjór, sleði
Sex staflr
kafald, myrkur
Sjö staflr
skautar, trefill
Átta stafir
snjókarl
Tíu stafir
vettlingar, grýlukerti,
frostrósir
NAFNARUGL JÓLASVEINSINS
í þessum jólaböggli eru átta leikföng. Hver eru þau?
Finndu réttar tölur til að rita í auðu reitina.
Ef þú fylgir strikum frá stöfunum að auðu reit-
unum sérðu hver ákvörðunarstaöurinn er.
s K Ú A B H L B E R L A T R Ó
D A G N Ý V 0 Ú R K N N U F A
T H U U I N D Ð L R Ð F H T H
V L N L Ð R F U I Ð L R J G I
T Ó N D E R A S N Ó B A Ö T S
S R A T G 0 Ú R G A R T R M N
í A R N A R S N U S E Þ T U V
Ð N Æ G U U I K R N D N U G Á
T N 0 Y P T G Æ S K A N R D Æ
P A N Ó D A V í Ð L M Ö S A Ý
M G N S Ö U A S T D J Þ I B H
Ó T Ð F J Ó L A K B K X B A J
B J Ö R N K D Ý I É Y F I N N
F K A I V S I G R f Ð U R N E
M N F Ð E L N M P R U 0 N A N
V Ó Þ R A I A R Ó D L L A H K
Á F 0 I K R J U N T L F Ú Ó P
S I H K Y Ú N N Ú S A N Ó J F
I E D F R Æ í N B Þ K L D R Ý
Minnsti jólasveinninn, hann Stúfur, var orðinn alveg ruglaður í öllum þeim nöfnum sem hann átti að
skrifa utan á jólabögglana! Hann mundi að hann átti að skrifa tíu stelpnanöfn og tíu strákanöfn - en
var búinn aö gleyma öllum nema: Dagný, Jóhanna, Hjörtur og Erlingur. Getur þú fundið þessi nöfn og
hjálpað honum að rifja upp hver hin nöfnin voru? Þau eru falin í stafaruglinu og eru ýmist rituð fram
eöa aftur, upp eða niður eða á ská.
Ljósálfasagan
Einu sinni var lítil telpa sem hét Ásta og
bjó hún ásamt foreldrum sínum og gamalli
ömmu sinni í sveit norður í landi. Bærinn
þeirra var gamall torfbær, einn þeirra allra
elstu í landinu. Gamli bærinn var ósköp
lágreistur, gluggar fáir og smáir, það var
því oftast nær mjög dimmt inni. En
mamma hennar Ástu litlu var þrifin og
hirðusöm og gerði litla heimilið þeirra eins
vistlegt og hún gat.
Dag nokkurn, þegar Ásta litla var að
leika sér að dótinu sínu á baðstofugólfinu,
sá hún allt í einu glampa á súðinni . Þetta
var nokkurs konar birta sem hoppaði og
skoppaði eins og dálítill hnoðri. Ástu þótti
svo gaman að þessu að hún hló og skríkti
og kallaði upp yfir sig: Sko, sko, fína ljós-
ið. Amma hennar leit upp frá prjónunum
sínum og sagði: Þetta var nú kallaður
ljósálfur í gamla daga. Það er gömul þjóð-
sögn að sólin eig i fósturböm sem séu að
hálfu í ætt við sólina, en að hálfu af
mennskum ættum. Og af því að baðstof-
urnar voru svo dimmar, þá sendi sólin
stundum ljósálfana sína inn til þess að
gleðja fólkið.
Hvemig þá? spurði Ásta litla. Ég skal
segja þér það, sagði amma. Einu sinni,
endur fyrir löngu, var lítill drengur sem lá
veikur. Hann var búinn að liggja lengi og
þess vegna leiddist honum svo ákaflega
mikið. Hann þráði að geta farið út og sér-
staklega langaði hann til að sjá sólina. Þá
hafði einhver fengið honum dósarlok sem
gljáði eins og spegill og kennt honum
hvemig hann gæti laðað til sín ljósálfana
og látið þá dansa á súðinni sér til dægra-
styttingar.
Ásta vildi fá að heyra söguna aftur og
aftur og svo var henni gefið lítið spegils-
brot og henni kennt að laða til sín ljósálf-
ana. Þetta gerði hún alltaf þegar illa lá á
henni eða þegar henni leiddist. Ljósálfam-
ir gátu alltaf komið henni í gott skap.