Austri


Austri - 12.12.1996, Page 19

Austri - 12.12.1996, Page 19
Jólin 1996 AUSTRI 19 *s!62 •54 *SS . .56 51 'SO 49 •46 ‘47 44’ z/s * *S8 4* - ‘5 . 10 .1 ’4 9 Dragðu strik frá 1 að 59. Þá sérðu hver tók húfu jólasveinsins. 8* ■ 12 . - 946 .73 4Í 41 .40 i9 ,32 ?o 2? 2? 14 .15 « 38 *3^ X*/'* •37 *35 ^282S ‘36, 27 Ljósálfasagan framh. Nú liðu nokkur ár. Dag nokkurn, þegar Asta litla var orðin 7 ára, kom pabbi hennar heim úr kaupstaðnum og sagði henni að nú ættu þau að flytja úr gamla bænum til höfuðstað- arins, sem héti Reykjavík. Asta var nú ekkert sérlega hrifin af þessu. Hún fór að hugsa um hvort hún gæti haft með sér hvolpinn sinn, kisu sína og heimalninginn, já og svo allt dótið- og ljósálfana sína, því auðvitað hlaut hún að eiga ljósálfana sem dönsuðu á hennar vegg. Hún fór til mömmu sinnar og spurði hana um þetta allt. Elsku vinan, sagði mamma henn- ar. Ég er hrædd um að þú verðir að skilja eftir kisu þína, Snata og Gimbu. Dótið geturðu haft með þér og ljósálfana, ætli það verði ekki hægt að laða þá fram í Reykjavík, engu síður en úti á landi. Nú voru þau Ásta litla og fjölskylda hennar kom- in til Reykjavíkur og í staðinn fyrir gamla torfbæinn heima í sveitinni fluttu þau í kjallaraíbúð í gömlu húsi. Verst af öllu var það að nú sáu þau ekkert út um gluggana nema í vegg- ina á næsta húsi, engin blóm , ekkert gras, engin fjöll. Öllum fannst þetta mjög ömurlegt, einkum ömmu gömlu sem sjaldan gat farið út fyrir dyr. Pabbi sagði að þau myndu fljótlega reyna að fá sér aðra íbúð. Til þess að geta séð gróðurinn, fjöllin og sjóinn yrðu þau bara að skreppa við og við upp á Arnarhól, því að þaðan væri svo fagurt útsýni. Skömmu seinna varð amma hennar Ástu litlu veik og lagðist í rúmið. Herbergið hennar var norðan megin í húsinu svo að aldrei kom aldrei sólargeisli inn til hennar. Oft leiddist ömmu og hún fór að tala um það að hún hefði aldrei átt að fara burt úr blessaðri sveitinni sinni. Á götunni fyrir utan húsið kynntist Ásta litla krökkum á sínu reki. Af þeim lærði hún að sippa, hoppa parís og fara í alls konar boltaleiki. Hún var farin að kunna vel við sig í krakkahópnum, en í hvert sinn sem hún kom inn í kjallarann og þá sér- staklega inn í her bergið hennar ömmu sinnar, fannst henni svo ákaf- lega dimmt. Hún fór að tala um það við hann pabba sinn, að aldrei kæmi sólargeisli inn til hennar ömmu sinnar, það væri ekki einu sinni hægt að laða ljósálf- ana þangað inn. Pabbi sagði að þétta stafaði nú af því að herbergið sneri í norður og ekkert væri við þessu að gera. Hún skyldi ekki vera að brjóta heilann um þetta, bara fara út að leika sér. Dag nokkurn, þegar Ásta litla var að hoppa parís úti í sólskininu, datt henni snjallræði í hug. Hún ætlaði sjálf að bera sólina inn til ömmu sinnar. Að henni skyldi ekki hafa hugkvæmst þetta fyrr. Hún sneri sér beint í sólina, breiddi úr svuntunni sinni, fyllti hana af sól, hljóp síðan í spretti inn til ömmu sinnar og hvolfdi sólinni á gólfið hjá henni. Þetta gerði hún á hverjum degi og stundum fór hún margar ferðir á dag. Oftast stóð hún við dálitla stund og sagði ömmu sinni fréttimar, þ.e.a.s. allt sem gerð- ist í hennar eigin heimi. Hún lærði t.d. nýjan leik, hún sá kött sem skaust inn í húsasund, hún sá smáfugla sem kroppuðu í moldinni inni í næsta garði, hún sá hitt og þetta og allt fékk amma að vita. Eitt sinn er hún hafði hrist úr svuntunni á gólfið hjá ömmu sinn, sagði hún u ndrandi: Ég er svo aldeil- is hissa. Það er alltaf jafn dimmt hér inni þó að ég fari margar ferðir á dag að sækja sól. Sækja sól? sagði amma. Er það það sem þú ert að gera? Já, sagði Ásta litla, ég hef verið að reyna að bera sólina inn til þín, amma mín. Fyrst það er ekki hægt að fá ljósálfana til að hoppa á veggnum þínum, þá ætl- aði ég að þykjast vera ljósálfur og koma með sólina, en það er víst ekki hægt. Ástu litlu þótti þetta svo leiðin- legt að hún var nærri farin að skæla. Þá sagði amma hennar: Komdu héma, Ásta mín, ég ætla að segja þér svolítið. Sestu hérna á rúmstokkinn hjá mér. Ásta settist á rúmstokkinn hjá ömmu og horfði á hana með ákefð. Kannski ætlaði amma að segja henni skemmtilega sögu. Amma tók í hendurnar á litlu stúlkunni og sagði: Ásta mín, þú ert litli ljósálfurinn minn. Ég myndi ekki með neinu móti vilja eiga annan ljósálf. Þa ð birtir alltaf inni hjá mér þegar þú kemur inn. Það er eins og blessuð sólin ljómi af þér allri þegar þú brosir og segir mér allt sem fyrir þig kemur. Lítil og góð börn verða alltaf bestu og fallegustu ljósálfarnir. Amma mín, kallaði Ásta litla upp yfir sig, þá skal ég vera ljósálfurinn þinn. Þú segir mér bara hvað ég eigi að gera til þess að geta verið reglu- Vér undir tökum englasöng Þannig ferðu að: Þú teiknar fyrst höfuðið á dálitið stífan pappír. (1. mynd) Kringum andlitið og aftan á höfuðið er fallegt að líma pappírshringi sem veröa eins og hárlokkar. Handleggirnir eru bara ein nokkuð löng ermi með höndum út úr báðum endum (2. mynd) Þú getur annaðhvort látið hendurnar halda á sálmabók eða hörpu (3 og 4. mynd) Það er fallegt að hafa hörpuna gyllta og vefa í hana strengina með fallegum þræði. Ef þú vilt hafa engilinn í kjól færðu þér hyrndan bút af efni sem sést í gegnum, fellir þétt saman, festir á miðjuna á erminni (2. mynd) og lætur hökuna á englinum koma þar yfir. 5 rnyrjd A vængina getur þú annaðhvort teiknað fjaðrir eða þéttlímt snifsi af hvítum salernispappír (eða mjúkri pappírsþurrku) Þetta setur þú báðum megin á vænginá (5. mynd) Þegar allt er orðið fast saman, vængir, handleggir, kjóll og höfuð, sveigir þú hendur engilsins fram og festir þær við hörpuna (eða bókina) — (6. mynd) Engilinn getur þú svo hengt upp í spotta, t.d. úti í glugga. Mundu að breiða vel úr kjólnum. Þú getur tyllt honum út í ermina ef hann ætlar að lafa niður. Mundu svo að hugsa fallega eins og Magga litla. Þá fyllist heimurinn af alvöru englum! Gleðileg jól! H-mynd „Magga mín, ætlarðu ekki að fara að sofa barn?" spurði mamma og leit á klukkuna. „Nei, ég hef ekki tíma til að sofa, ég hef svo mikið að gera, “ svaraði Magga sem var sex ára. Mamma hennar fór að hlæja; „Að heyra til þín. Mér sýnist þú ekki vera að gera neitt. Þú liggur bara og glápir upp í loftið." „ Það er ekki að marka, “ svaraði Magga, „ég er nefnilega að búa tíl engla.“ „Engla?" spurði mamma undrandi. „Já, alvöru engla," svaraði Magga um hæl. „Ég ligg og hamast við að hugsa fallega. Svo fá hugsanirnar vængi og verða að englum sem passa alla í ------- heiminum." .-----------/ 3. Nú skulum við búa til syngjandi engil til að minna okkur á allt það fallega og góða sem er í kringum okkur. lega góður ljósálfur. Það skal ég gera, Ásta mín. Fyrst og fremst verður þú að vera hlýðin við mömmu þína og pabba þinn og góð og hjálpsöm við alla sem verða á vegi þí num. Þá þykir öllum vænt um þig og þá ertu orðin ljósálfur- inn á heimilinu, en ekki bara ljósálfurinn hennar ömmu. Ásta litla starði hugfangin á ömmu sína. Af hverju veistu þetta amma mín? Gamalt fólk veit nú svo margt, sagði amma og það færi betur ef börn vildu fara eftir ráðum gamla fólksins sem vill þeim vel. Ásta litla iðaði í skinninu að kom- ast út og segja stallsystrum sínum frá þessu. Hver veit riema þær vildu líka verða ljósálfar. Ljósálfar frá því í gamla daga eru víst orðnir þreyttir á því að hoppa og skoppa. Nú var allt orðið öðruvísi heldur en þegar amma var ung. Það var víst alltaf að koma eitthvað nýtt, það gamla var að hverfa. Ásta litla skildi ósköp vel að það þurfti að finna upp nýja ljósálfa og það var víst best að nota til þess litlar telp- ur, eða þannig hafði hún skilið ömmu sína. Hún hljóp út á götuna og fór að segja hinum telpunum frá því sem amma hennar hafði verið að segja henni. Þetta þótti þeim ákaflega skrýtið og þegar Ásta fór að spyrja þær hvort þær vildu ekki líka reyna að vera góðar og hlýðnar svo að það væri hægt að kalla þær ljósálfa, þá þótti þeim verulega mikið til þess koma. Jú þetta skyldu þær allar reyna, þær þyrftu ekki endi- lega að vera að hoppa parís og leika sér allan daginn. Að gleðja einhvern á hverjum degi og vera ljósálfurinn á heimilinu, það gæti orðið verulega skemmtilegu r leik- ur sem einnig væri til gagns. Já, svona urðu litlu ljósálfar nú- tímans til. Þeir gegna sama hlut- verki og litlu ljósálfamir sem hopp- uðu á súðinni á gömlu sveitabæj- unum, en það er: Að vera á hverj- um degi öðrum til gleði og hjálpar, sérstaklega heima. Hrefna Tynes. Birt með góðfúslegu leyfi Æskunnar.

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.