Austri - 12.12.1996, Qupperneq 24
24
AUSTRI
Jólin 1996
Skriðdælingar eru toppmenn
Óalgengara en hitt er að ungt
fólk ákveði að flytja úr stórborg-
um í sveit. Þó eru til dæmi um slík-
an gjörning og eitt þeirra býr nú í
Eyrarteigi í Skriðdal. Sá er hér um
ræðir er Sigurður Arnarson, Hafn-
firðingur að uppruna og hefur
hann verið hér austanlands sl. tvö
ár. Sigurður er skógarbóndi og
stundar auk þess kennslu við
Grunnskólann á Egilsstöðum.
Hvernig stendur á því að góður og
gegn Hafnfirðingur, rétt tœplega á
besta aldri, tekur sig upp og ákveð-
ur að flytja austur á land til að rækta
skóg?
„Það er náttúrlega dæmigert fyrir
Hafnfirðinga að gera einhverja svona
vitleysu, þetta er mjög hafnfirskt.
Skógræktaráhugi er að vísu einhver í
minni fjölskyldu og ég á t.d. bróður
sem hefur aðeins fengist við þetta
(Jón Amarson ræktunarstjóri Barra,
innsk.blm.). En ég er kennari og hef
starfað sem slíkur í Hafnarfirði og
var líka að föndra við skógrækt, mest
í sjálfboðavinnu. Með því að flytja
hingað og kaupa jörð og gerast skóg-
ræktarbóndi og kenna, þá breyttist
voðalega lítið í mínu lífi, nema það
að nú fæ ég greitt fyrir að rækta
skóg. Ég hef tök á því að rækta
miklu meiri skóg en ég hefði
nokkum tímann haft annars staðar og
auk þess eru þetta miklu betri skil-
yrði en í hrauninu við Hafnarfjörð.“
Svo ertu kominn úr sollinum fyrir
sunnan?
„Já, já, við vomm nú þar saman.
Við þekkjum það.“
En hvaðan kemur þessi brennandi
skógrœktaráhugi?
„Þetta er nú sennilega eitthvað
genetískt af Skeiðunum, ég er ættað-
ur þaðan. Amma mín heitin var mik-
il ræktunarkona, hafði t.d. alltaf ráðs-
konu á sumrin svo að hún gæti verið
úti í garði. Hún lét afa gamla hlaða
mikla veggi svo að hún gæti ræktað
einhverjar plöntur án þess að rollum-
ar ætu þær upp jafnóðum.
Svo vorum við með sumarbústað
þama á Skeiðunum og vorum að
föndra við þetta þar. Ég fór að vinna
við skógrækt á sumrin hjá Skógrækt-
arfélagi Reykjavíkur. Fiktið byrjaði
sem sagt snemma, en svo hefur þetta
versnað með aldrinum, eins og önnur
geðveiki.
Om, bróðir minn, sem er algjör-
lega laus við þessa veiki, telur hins
vegar að skógræktaráhuginn stafi af
því að í mínu tilviki séu trén alltaf
svo fljót að ná mannhæð. Þetta tæki
miklu lengri tíma hjá honum, enda
munar hátt í tveimur sentimetrum á
okkur.“
Hvaða áherslur hefur þú í skóg-
rœktarmálum þínum?
Einkum og sér í lagi lít ég til
nytjaskógræktar. En ég hef óskap-
lega gaman af að fikta við eitthvað
sem ekki hefur verið reynt áður. Það
er t.d. eiginlega alveg óþarfi fyrir
mig að vera að planta lerki, ég veit
alveg að það vex héma, þó að ég
geri nú eitthvað af því. Aftur á móti
finnst mér gaman að planta einhverj-
um plöntum frá Kamtsjatka, sem
ekki hafa verið prófaðar áður. Þaðan
hef ég t.d. reynt lerki og kóseníu og
líka elritegundir. Svona skt lítið af
hverju."
Þú berð þá í brjósti brautryðj-
endadrauma?
„Nei, Björn í Birkihlíð er braut-
ryðjandi í skógrækt hér í sveitinni.
Hann hlaut nýlega Landgræðsluverð-
laun fyrir brautryðjendastarf sitt. Það
er alveg sama hvað ég hamast, ég
mun aldrei verða jafn merkilegur
brautryðjandi og Bjöm í Birkihlíð."
Hvernig hefur þú haft það hérna í
Skriðdalnum?
Ég hef haft það fínt. Skriðdælingar
eru toppmenn. Þetta er mjög „org-
inal“ fólk, ekta fólk. Hér eru eigin-
lega engar „stereótýpur“. Fólkið er
ekkert feimið við að vera það sjálft,
hvort sem það er uppalið hér eða í
nýbúafélaginu.
Það er nýtt fólk á fjómm bæjum,
en bóndinn á einum bænum er ættað-
ur héðan, þannig að hann kemst ekki
í félagið. Við emm því bara af þrem-
ur bæjum í nýbúafélaginu og svo er
einn heiðursfélagi. Sá er uppalinn hér
og hefur aldrei átt heima annars stað-
ar. Við höfum samkomur hvor hjá
öðrum, snæðum Gullfiskafondue og
annað saman.
Ég hef haft gullfiskaeldið sem e.k.
aukabúgrein, þó að það sé ekki mjög
hefðbundið. En eins og í öðru fisk-
eldi hef ég nýtt fiskana til manneldis
og þykir þetta sérstaklega góður mat-
ur. Þó eru menn mishrifnir af þessu.“
Finnur borgarbarnið ekki fyrir
neinni einangrun hér ífámenninu?
Nei. Menn hafa verið að spyrja
mig hvort ég sakni þess ekki að búa í
Reykjavík, ég bjó nú t.d. síðast stutt
frá Borgarleikhúsinu. En ég hef mitt
einkanáttúruleikhús sem er síbreyti-
legt alla daga ársins héma fyrir utan
húsið hjá mér og ég kann ágætlega
við það. Ég fíla það bara alveg í
rærnur."
Er mikið lífog fjör hér í Skriðdal?
Fiskeldi er Sigurði mjög hugleikið.
„Já, já, heilmikið fjör. Ef menn
vilja háfa gaman af lífinu þá verða
menn að gera eitthvað í því. Ef menn
hins vegar vilja láta sér leiðast, þá er
það ekkert mál heldur. Það er ekkert
því til fyrirstöðu.“
Er skemmtanalífið til sveita heil-
brigðara en í borginni?
„Nei, ég held að þetta sé bara sín
hvor hliðin á sama peningi. Menn
geta farið yfir strikið bæði þar og
hér. Það fer ekki eftir búsetu.“
Svo er náttúrlega mikið lífí sveit-
arstjórnarmálum hér?
„Jú, jú. Það em nú t.d. þessar stór-
merkilegu kosningar sem haldnar
voru hér um sameiningu þriggja
sveitarfélaga.
Fyrst var þessi sameining nú sam-
þykkt með miklum meirihluta hér í
Skriðdal. En svo varð ekki í Fljóts-
dal. Þar vom menn mjög tvístígandi,
svo mjög að ákveðið var að kjósa
aftur um þetta sama málefni.
Þá lýstu margir Skriðdælingar því
yfir að þeir ætluðu ekki að láta þessa
Fljótsdælinga gera sig að fíflum. Og
Skriðdælingar sýndu og sönnuðu, í
þessum kosningum, að þeir þurfa
ekki aðstoð annarra manna til þess
að gera sig að fíflum.
Sameiningin var sem sagt felld
hér með þeim rökum einum að
menn vildu ekki láta Fljótsdælinga
gera sig að fíflum, frekar gera það
bara sjálfir.
Þetta sýnir kannski best samstöð-
una innan sveitarinnar. Ef eitthvað er
ákveðið, þá er það gert með stæl.“
Nú var Eyrarteigur talsvert ífrétt-
um skömmu eftir að þú fluttir hingað
vegna stórmerkilegs fornleifafundar
á jörðinni. Þú hefur vœntanlega ver-
ið þar í stóru hlutverki?
„Ég var nú ekki mikið í fréttum
sjálfur. Einn og einn útvarpsmaður
vildi eitthvað við mig tala til að byrja
með, en komst þá fljótlega að því að
ég vissi ekkert um þetta kuml sem
fannst. Ég gróf ekki manninn upp. Þá
var ég ekkert fréttaefni lengur.
Hins vegar þótti fréttaefni að ég
skyldi ekki vita neitt um tilvist
kumlsins, sem hafði fundist um mitt
sumar og var farið að grafa upp um
haustið.
Þór Magnússon, þjóðminjavörður,
var spurður út í þetta á hinni virtu
fréttastofu Bylgjunni. Hann gaf upp
tvenn rök fyrir því að hann hefði
ekki viljað segja landeigenda frá
þessu. Fyrri rökin vom þau að aldrei
væri að vita hverjir færu að fikta í
svona kumli. Hann vildi sem sagt
ekki segja mér frá þessu þar sem
hann var svo hræddur um að ég væri
grafarræningi. Ég vissi aldrei hvort
það var bara ég, eða bændur al-
mennt, sem væm líklegir grafarræn-
ingjar.
Að vísu var mesta mildi að ég var
ekki búinn að láta herfa þetta kuml
alveg í tætlur þar sem ég var að láta
herfa landið allt í kring.
Þegar Þór var spurður út í þetta,
sagði hann að hann hefði bara ekki
vitað að það stæðu neinar fram-
kvæmdir til á þessum stað.
Þetta finnst mér svolítið merkilegt
og ég vil hvetja alla bændur til þess
að hringja alltaf í Þór ef þeir þurfa
að gera eitthvað á sínu landi. Það
væri leiðinlegt ef þeir skemma fom-
minjar þjóðarinnar. Ef þeim t.d. dett-
ur í hug að fara að ræsa fram mýri
eða herfa eitthvað þá er um að gera
að hringja í Þór og spyrja hvort það
sé ekki í lagi.
Svo hef ég nú ekki heyrt neitt
meira í honum.
Hins vegar eru þetta ekki einu
samskipti mín við Þjóðminjasafnið.
Þeir fréttu nefnilega að ég ætti dálítið
af myndum af kumlinu, jafnvel bestu
myndimar sem teknar voru. Ég á t.d.
mynd sem sýnir að sverðið ágæta var
í slíðri þegar það var upp dregið. En
til að verja það ryði var það sett í
vatn og þá hvarf slíðrið, ekki var
hægt að verja bæði slíðrið og sverð-
ið.
En safnið vildi endilega fá hjá mér
myndir. Það var einhver kona sem
hringdi. Ég sagði það ekkert vanda-
mál, þau gætu fengið myndir og
hvað vildu þau borga. Þá sagði kon-
an:“Ja, ertu ljósmyndari." Og ég
sagði náttúrlega:“Já, ég tók þessar
myndir.“ En þau vildu ekki borga
fyrir ljósmyndimar.
Ég veit ekki hvort hún hélt að ég
hefði klippt myndimar út úr ein-
hverju dagatali. En konan var voða-
lega fúl yfir að ég skyldi ekki vilja
gefa þær. Mér fannst ég bara ekki
skulda þessu Þjóðminjasafni
nokkum skapaðan hlut.“
Hefur þú reynt að finna út hver
kumlbúinn var?
Nei. Hann er jafndauður hvort sem
hann hefur nafn eða ekki.
Hann er nú samt ekki enn kominn
heim. Það var mikil umræða um
þetta í blöðum á tímabili, en ég hef
nú ekki orðið var við hann. Ég veit
ekki betur en að hann eigi heima hér.
Annars er mér nokkuð sama hvar
hann rykfellur, kallinn. Hann vantar
að vísu eitthvað af sínum gripum.
Það er leiðinlegt að hann skuli ekki
fá að hafa þá, greyið. Þeir eru senni-
lega í forvörslu.
Forvarsla er annars mjög skemmti-
legt 'hugtak og þýðir.að hlutir eru._
sendir suður á Þjóðminjasafn og
geymdir þar í kössum án þess að þeir
séu opnaðir. Það er kallað forvarsla.
Þannig voru t.d. hestabeinin, sem
vom send suður, í forvörslu ennþá í
sömu Morgunblöðunum þegar þau
komu til baka. Og til em myndir af
hauskúpunni áður en hún fór suður
og mér finnst hún á þeim myndum í
töluvert betra ásigkomulagi en eftir
að hún var forvarin.“
En þú ert kominn
í Skriðdalinn til að
vera?
„Já, ég ætla t.d.
að halda upp á
fimmtugsafmælið
mitt í skógi, mínum
einkaskógi.
Svo er nú annað,
að setjum sem svo
að mér færi að
hundleiðast og
myndi detta það í
hug eftir tíu ár að
flytja héðan, þá
held ég að þessi
jörð með skógi sé
ekkert verri en
jörðin niðumöguð.
Ég held að fjárfest-
ingin sé ekkert svo
slæm.
Ég hafði oft velt
því fyrir mér að
gaman gæti verið
að kaupa sér jörð
einhvers staðar og
gerast skógræktarbóndi, ásamt því að
kenna, t.d. einhvers staðar á Suður-
landi. En þar kosta jarðir svo sví-
virðilega mikið. Það er sennilega af
því að þar er svo mikið af hesta-
mönnum sem eru tilbúnir að borga
heilmikið fyrir jarðir. Hér emm við
hins vegar svo langt frá reykvískum
hestamönnum að jarðimar em nánast
verðlausar.“
Að lokum, Sigurður, hvað um jól-
in?
Jólin eru náttúrlega rammheiðin
hátíð. Það hefur verið fyllerí á jólun-
um hér frá landnámstíð, ef ekki leng-
ur.
Annars er ég svo áhrifagjam að ég
held jól eins og aðrir. Það er allt í lagi
að skiptast á gjöfum og svona.
En jólaglögg er t.d. ákaflega jóla-
legt, það er í anda þessara fomu jóla.
Menn em að halda upp á það að sól
er farin að hækka á lofti. Kristnir
menn halda jól 24. desember. Þá er
alveg ömggt að sól er farin að hækka
á lofti, en heiðnir halda þessa hátíð á
stysta degi ársins, sem er þama örlít-
ið fyrr. Þeir telja víst að þá muni sól-
in fara að hækka. Hann sagði þetta
einhvern tímann hann Sveinbjöm
Beinteinsson, allsherjargoði. Hann
taldi þetta ömggt. Hann var ekki jafn
mikill efahyggjumaður og kristnir
menn.“ sbb
Sigurður situr hér hreykinn í einum af tilraunareitum sínum.
í Skriðdal kíkja menn íkaffi hvenœr sem er sólarhringsins.