Austri


Austri - 12.12.1996, Side 26

Austri - 12.12.1996, Side 26
26 AUSTRI Jólin 1996 Selið á Ingiríði og „Ingiríðarbragur66 Þegar ég fer Hamborg hjá, heimsins séstþar prýði. Selið ber við himin há hœst á Ingiríði. Upp af Bessastaðabæjum í Fljóts- dal, nánar tiltekið eyðibýlinu Ham- borg, er stuttur klettahjalli á Heiðar- brún, sem Ingiríður heitir og ber hann við loft neðan frá veginum. Á klettinum eru mannvirkjaminjar, sem heimamenn álíta vera leifar af seli og því til staðfestingar er ofan- greind vísa, sem margir kunna. Er þó staðurinn ólíkindalegur fyrir sel- stöðu, því að bæði er þar skjóllaust og vatn af skomum skammti. Tætt- umar sem þar getur að líta eru held- ur ekki lrkar venjulegum seltóttum. Sagt er að kletturinn dragi nafn af selstúlku eða selráðskonu, en ekki vita menn deili á henni. 1) Hamborg er gömul hjáleiga Bessastaða og lágu túnin saman. Þetta er lítil jörð, en henni tilheyrir samt nokkur landspilda innan Bessastaðaár, neðan við gil hennar hið mikla. Þar stendur Fljótsdalsrétt á Bessastaðaármelum og góðar engjar em í Hamborgarnesi, fyrir neðan Melana. Skammt fyrir innan í Þjóðsögum Sigfúsar Sigfússonar (VIII,bls. 329) og virðist þar fremur átt við klett en vörðu. Reyndar er dálítil varða, um 1,50 m á hæð, innst á hjallanum og gæti hún líka hafa verið nefnd Ingiríður. „Búinn er að byggja sel“ I 2. árgangi Múlaþings, 1967, er smágrein sem nefnist: „Af blöðum Páls Guðmundssonar frá Rjúpna- felli.“ Móðir Páls var úr Fljótsdal. Þar eru birt tvö gamankvæði er spunnust út af byggingu sels á Ingiríði og sagt frá tildrögum þeirra og höfundum. I öðm kvæðinu er of- angreind vísa. 3) I umræddri grein segir frá Eyjólfi Magnússyni, er bóndi var í Ham- borg „nálægt miðri öldinni sem leið“. Kona hans hét Þorgerður Jónsdóttir. 4) „Eyjólfur var góður bóndi og framtakssamur. Hann byggði á heiðarbrúnunum upp af Hamborg, sel, þar á hæð nokkurri, sem kölluð er Ingiríður.“ Um það leyti bjó Jón Sigfússon á Kleif eða á Langhúsum. Hann var sonur Sigfúsar Jónssonar og Þor- bjargar Árnadóttur á Langhúsum, skáldmæltur eins og foreldrar hans Tótt selhússins á Ingiríði. Sér ínorður. Kletturinn t.v. myndaði vesturvegg hússins, en austurveggur var hlaðinn úr grjóti og er að nokkru leyti fallinn. Uppreistar hellur mynda millivegg og útvegg. Höf. tók allar myndirnar. bæinn eru Gálgaklettur og Drekk- ingarhylur í Bessastaðaá, gamlir af- tökustaðir frá þeim tíma er þingstað- ur var á Bessastöðum. Hlíðin upp af bænum er heldur hrjóstrug og gróð- urrýr, en ofan við Heiðarbrún er landið vel gróið og besta beitarland. 2) I örnefnaskrá Hamborgar segir: „Aldan hæsta, sem ber við himin frá bæ heitir Brún. Á henni er varðan Ingiríður. Þar em gamlar seltættur.“ I viðauka stendur: „Ingiríður er klettahæð á fjallsbrún. Þar hjá eru gamlar seltættur, og vörðubrot er á hæðinni." Einnig er getið um Ingiríði í „Þætti Sögu-Guðmundar“ og frændur ýmsir. Gat hann ekki á sér setið að grínast svolítið að Eyjólfi „fyrir þetta nývirki á heið- arbrúninni og orti um það nokkrar vísur." Páll heldur að sumar þeirra hafi glatast, en þessar tilfærir hann í grein sinni: Hamborg stýrir halur vel, hagleiks meður smíði, búinn er að byggja sel beint á Ingiríði. Ytum gengur ofur vel um að kveða smíði. Þykir vera sómasel, (er) sér á Ingiríði. Þegar égfer Hamborg hjá, 8® »8 Os/tam ö//atn «. (ustflf*ditujum jjfedt/eytHiJó/a otj fimste/c/at1 tt ftotnatuft átH . {fiö/tfiutn oitis/tiffiti ó fidtiu ótH. s. 471-2002 Egilsstöðum * heimsins sést þar prýði. Selið ber við himin há, hœst á Ingiríði. Nú vill svo til að í handritsbroti sem komið er frá Vallholti / Hrafn- kelsstöðum og Margrét Sigfúsdótt- ir, bróðurdóttir skáldsins, hefur lík- lega ritað, em þrjár vísur úr þessum brag. Ein þeirra er eins og síðasta vísan hér að ofan, en með smávegis fráviki í orðalagi. Hinar tvær eru ekki skráðar í grein Páls og em þær svona: Medalíu mun nú fá, maðurinn þessi um síðir, fyrir sel er setti á sjálfri Ingiríði. Þorgerði nú þykir nœst, þessi ganga prýði, selið er sem gulli glœst, gyllt á Ingiríði. Líklega hefur Eyjólfi gramist þetta flím um selið, því Páll segir að hann hafi fengið Stefán Stefánsson, er síðar varð bóndi á Eyvindará, „til að svara selsbragnum Jóns“ og birt- ir sex vísna gamankvæði Stefáns, sem líklega er heilt. Þar skopast skáldið að einhverri byggingu, lík- lega beitarhúsum, sem Jón á Lang- húsum reisti og kallaði „Nýborg“. Var garður hlaðinn þar utan um. Af kvæðinu má skilja að þetta mann- virki hafi eyðilagst í skriðuhlaupi, en þau eru ekki óalgeng í Fljótsdal. Fyrsta og síðasta vísan eru svona: Selshugmynda-meistarans, mundum flest í leikur. Virkið sést og varnir hans, vel sem prýði eykur. Eyddist borg sú minnkun með, mest nam rýrna prýði. Avöxt hefur enginn séð af öllu þessu smíði. Samkvæmt þessari ritgerð Páls frá Rjúpnafelli og heimildum um ábúendur í Fljótsdal, hefur „Selið“ ekki verið reist fyrr en á árunum 1860-70. Einnig kemur skýrt fram í kvæði Jóns að „hæðin“ hefur heit- ið Ingiríður, áður en selið var byggt þar og getur hún því ekki verið nefnd eftir selstúlku í því seli. Er líklegt að þetta örnefni sé miklu eldra og grunur er líka um eldra sel á þessum slóðum (sjá síðar). 5) Á þeim tíma, sem hér um ræðir, var seljabúskapur almennt lagður af fyrir mörgum áratugum eða öldum í Fljótsdal. Um 1840 var aðeins haft í seli á einum bæ í Fljótsdal, „frá fráfærum til höfuðdags“ og var það á Glúmsstöðum. Þar var ólíku sam- an að jafna, því notuð voru beitar- hús í Glúmsstaðaseli. Auk þess er getið um nokkrar selstöður, sem „notaðar voru í fomtíð“ (Sóknalýs- ingar 1840). (Á árunum 1863-71 lét Sigfús Stefánsson, bóndi á Skriðuklaustri, byggja beitarhús í Þorskagerði í Rana á Jökuldal og var kallað að þar væri haft í seli). Ber því flest að sama brunni með að það hafi ekki verið venjulegt sel, sem myndarbóndinn Eyjólfur í Hamborg byggði á klettinum Ingiríði, enda má skilja á gaman- brag Jóns að svo hafi ekki verið. Bæði hefur staðsetningin þótt ein- kennileg og svo líklega sjálf bygg- ingin, sem hlaut að vekja mikla at- hygli þarna á klettabrúninni, þar sem hana bar við himin. Lýsing tóttanna á Ingiríði En hvers konar byggingar voru þá á Ingiríði? I því skyni að fræðast um það, lagði ég leið mína þangað einn góðan veðurdag í júlí sumarið 1989. Umræddur klettahjalli er á heiðar- brúninni, í um 400 m h.y.s., beint upp af Hamborg og rétt fyrir ofan efstu beygjuna á Snæfellsvegi, sem krókast upp með Bessastaðaárgil- inu. Þangað er örstutt ganga af veg- inum. Raflínan frá Kröflu liggur þvert yfir klettinn og er staurastæða á brún hans og þekkist hann auð- veldlega af því. Austan í hjallanum er 5-6 m hátt klettabelti, en ofan við hann flatt mýrarstykki og síðan aflíðandi brekkur. Hjallinn er allur mjög sprunginn. Að ofan er hann alsettur lausagrjóti, einkum næst brúninni. Utan til eru stærri steinar, sumir líklega jarðfast- ir við undirlagið, þ.e. smákletta- hraukar. Grjótið virðast hafa klofn- að upp á staðnum, því það er yfir- leitt homótt og ekki vatnsnúið. Dá- lítill jarðvegur og gróður er víðast hvar á milli steina. Tættumareru yst á klettahjallan- um, þar sem stórgrýtið er mest. Að- altóttin, sem virðist hafa verið hús, er aðeins um 4-5 frá austurbrún hjallans, milli stórra steina, sem hafa verið notaðir haganlega til að mynda hluta af veggjum þessarar vistarvem. Tóttin er löng og mjó og henni skipt með þvervegg í tvö hólf, sem em misbreið og liggja ekki al- veg í sömu stefnu, þó hér um bil SV-NA, eins og hjallinn. Vestur- og suðurveggir em að mestu klettar eða stórir steinar, en austurveggur hlað- inn úr grjóti. Dyr em á honum miðj- um. Ytra hólfið er aðeins um 1 m breitt og um 2,5 m langt, en það innra um 1,80 m breitt og 3,30 m langt. Milliveggur og þverveggur að utan eru úr þykkum uppreistum hellum. Dymar eru um 1,5 m breið- ar og dyrakampar laglega hlaðnir úr ferhymdum, láréttum hellum. Þær eru á móti milliveggnum og hafa því líklega opnast inn í bæði hólfin. Framan (austan) við dyrnar mótar fyrir stuttum torfveggjum, sínum hvora megin og gætu þeir hafa verið dyraskjól. Við ytri enda tóttarinnar er dálítill grasbali og gras er einnig í tóttinni, en annars er ber klettur allt í kring. Flest bendir til að hús þetta hafi verið lágt, líklega varla mann- gengt, en það er þannig staðsett að það hefur vel getað sést neðan úr dalnum og stemmir þetta að því leyti við vísuna í upphafi greinar. Vestanvert við hústóttina mótar fyrir garði kringum 3-4 m breiðan og um 6,5 m langan, sporöskjulaga reit, þar sem grjóti er hlaðið á milli steina og virðist þar hafa verið rétt- arhólf. Dyr eru á suðurenda réttar- innar og í henni er að hluta til slétt klöpp. Um 10 m innar er þriðja tótt- in, dálítið grjótbyrgi, um 2 x 2,5 m, byggt austan undir risastórum, topp- laga steini og snúa dyr þess í norð- austur. Líkist það mest smalakofa. (Raflínan liggur yfir klettinn um 40- 50 m innar og varðan er álíka langt fyrir innan hana). Hvers konar mannvirki? Eins og ofangreind lýsing ber með sér, gefa þessar minjar engan úrskurð um það, hvers konar mann- virki þama hafa verið og kemur það vel fram í eftirfarandi hugleiðingu úr ferðadagbók minni: „Ef þetta eru á annað borð seltætt- ur, eru þær mjög óvenjulegar, þar sem þær eru í fyrsta lagi byggðar uppi á klettahjalla, mjög áveðurs og nálægt brún, í öðru lagi svo litlar að þar hafa varla rúmast nema 1-2 manneskjur, og í þriðja lagi er þama enginn teljandi lækur og ekkert vatn, nema forarpollar ofan við hjallann. Helst líkist þetta dálitlum útilegumannabústað, en ekki er sú skýring líklegri, því að hér er ekki hægt að leynast...Loks mætti láta sér fljúga í hug að sérvitur einsetukerl- ing, Ingiríður að nafni, hefði byggt sér þetta hreysi. Réttarhólfið bendir

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.