Austri - 12.12.1996, Side 29
Jólin 1996
AUSTRI
29
Aðalbjörn Úlfarsson frá Vattarnesi:
Hótanir Hagstofunnar
Sitthvað var að gerast á heimili
foreldra minna í Dagsbrún á Vattar-
nesi við Reyðarfjörð 20. október
1928, en þann dag var norðanrok
utan dyra og móðir mín komin á
blásteypirinn innan dyra, en auðvit-
að mátti ég ekkert vera að því að
fylgjast með veraldarvafstri þá
stundina.
Ég var búinn að setja fram mína
fyrstu kröfu í þessum heimi og
merkilegt nokk, fóm allir viðstaddir
og mér nálægir algjörlega eftir þess-
ari kröfu minni, ég vildi nefnilega
komast út í heiminn.
Já, við móðir mín vorum sko
bæði farin að búa okkur undir að
einhvem tímann fyrir lok þessa
sólarhrings, 20. október 1928, fædd-
ist ég inn í þennan heim mannlegrar
tilvem.
Ljósmóðir sú eða yfirsetukona,
eins og þær voru líka kallaðar, sem
alltaf hafði verið hjá móður minni á
slíkum hátíðarstundum, sem bams-
fæðingar hljóta alltaf að vera, var
Jónína Stefánsdóttir, húsfreyja á
Karlsskála, norðan Reyðarfjarðar,
en yfir fjörðinn var gjörsamlega
ófært á opnum bát, í því ofsaroki
sem mér hefur verið sagt að þá hafi
verið. Pabbi hafði þó önnur ráð.
Þegar þetta gerðist vom, eins og
þeir segja í sjónvarpinu nú til dags,
nýjasta tækni og vísindi búin að
teygja sína löngu arma alla leið
austur á Vattames og nýjasta tæknin
var þá auðvitað eitt talsímatæki.
Árið 1928 var ljósmóðir á Búðum
í Fáskrúðsfirði, að nafni Margrét
Jónsdóttir og til hennar ætlaði pabbi
nú að reyna að ná í gegnum símann.
Til þess varð hann að fara ofan í
Steinhús til Þorsteins Hálfdansson-
ar og Sigurbjargar Indriðadóttur,
sem þar bjuggu þá, en þar var sím-
inn. Komst hann þangað, þrátt fyrir
rokið.
Furðu fljótt náði faðir minn sam-
bandi við Margréti í Brekku, eins og
hún var alltaf kölluð á þeim árum,
eftir húsi sínu sem hét Brekka.
Þegar Margrét heyrði hver var í
símanum og hvað hann vildi henni
var alveg sjálfsagt að hjálpa upp á
sakimar fyrst þannig stóð á og hún
hefur svo strax snarast í að taka sig
til og lagt strax af stað og fengið sér
til fylgdar Kjartan Indriðason, en
þeir faðir minn og hann voru
bræðrasynir.
Ekki hef ég heyrt hvort faðir
minn hafi í gegnum símann beðið
hann að fylgja Margréti áleiðis, en
Kjartan fór með henni út að bænum
Brimnesi og þegar þau komu þang-
að var mættur þar Sigurður Sigurð-
arson frá Kolfreyjustað með tvo
hesta. Þar steig Margrét á hestbak
og svo létu þau Sigurður og hún
skeiða út alla byggð og hafa líklega
ekki farið af baki fyrr en á hlaðinu í
Dagsbrún.
Sigurður og Margrét hafa þá farið
framhjá Kolfreyjustað án viðkomu
og yfir allar skriðumar í myrkri, því
um kvöldið klukkan 9 snarast Mar-
grét inn í eldhúsið í Dagsbrún, bað
um heitt vatn til að þvo sér og fór að
því loknu inn til móður minnar. Er
hún hafði lokið fyrstu skoðun, kom
hún snöggvast fram og sagði um
leið: „Þetta verður nú allt búið
klukkan 12.“
Þegar Margrét er að byrja að
skilja á milli, fer slagklukka, sem
hékk þar upp á vegg, að slá og þá
spurði hún hvað klukkan slægi og
var sagt að hún væri að slá tólf.
Meira var aldrei um það talað þá
daga sem Margrét var hjá móður
minni.
A þeim dögum sem framanskráð
gerðist, var víst siður að yfirsetu-
konur væm allt að viku hjá sængur-
konum eftir bamsburð og sjálfsagt
hefur Margrét blessunin verið þann
tíma.
Þegar Margrét fór aftur suður í
Fáskrúðsfjörð, til síns heima á Búð-
um, hefur hún verið búin að skrifa á
miða að drengur hafi fæðst hjónun-
um í Dagsbrún á Vattarnesi þann
21. október 1928. Þann miða hefur
hún svo afhent sóknarprestinum,
sem þá var Haraldur Jónasson.
Sjálfsagt hefur Margrét farið
gangandi suður yfir skriður og ein-
hver fylgt henni. Þegar svo kom að
Kolfreyjustað hefur varla staðið á
því að henni væri boðið inn, því þar
var mjög gestrisið heimili og þá hef-
ur hún afhent prestinum miðann,
sem hún var búin að skrifa á komu
mína inn í þennan heim.
Eitthvað hefur móðir mín bless-
unin verið ósátt við þennan ókristi-
lega fæðingartíma minn, hámið-
nættið, því nokkm seinna var sókn-
arpresturinn á ferð á Vattarnesi og
kom þá í Dagsbrún. Færði hún þetta
þá í tal við hann og spurði hvorn
daginn ég ætti.
„Úr því hann var farinn að gráta
þegar klukkan sló tólf, á hann fyrri
daginn,“ var það svar sem hún fékk
hjá blessuðum prestinum.
Þegar hann gaf móður minni þetta
svar var hann vitanlega löngu búinn
að færa inn í kirkjubókina og senda
til Hagstofu Islands það sem staðið
hefur á miðanum, sem ljósmóðirin
afhenti honum, því samviskusemi
hans í starfi brást víst ekki, en þetta
svar hans til móður minnar varð
samt til þess að öll mín æskuár var
mér sagt að ég ætti afmæli 20. októ-
ber.
Fjórði áratugurinn var mikill um-
brotatími úti í Evrópu með peninga-
hmni og verðhmni á vörum.
Gamlir sjómenn á Islandi, sem
vanir voru að verka einhvern
hvítasta og fallegasta saltfisk sem
fluttur var á markaði í Evrópu,
skildu bara ekkert í hversu lítið
fékkst fyrir hann, því auðvitað vildi
enginn trúa því að ekki væm til pen-
ingar að kaupa af þeim þennan fal-
lega saltfisk.
í öllum þeim umbrotum sem þá
áttu sér stað í Evrópu og þó aðallega
í Þýskalandi, brutust nasistar til
valda með Adólf Hitler í broddi
fylkingar, með öllum þeim afleið-
ingum sem það hafði fyrir mannlífið
í Evrópu og kannski í öllum heim-
inum, sá ógurlegi hryllingur verður
ekki rifjaður hér upp.
Arið 1939 hófst síðari heimsstyrj-
öldin í Evrópu og það haust lést
móðir mín.
Já, það hófust erfiðir tímar, ekki
bara úti í Evrópu, heldur líka hér á
íslandi, því 10. maí 1940 var landið
hemumið og vora það Englendingar
sem það gerðu. Þótt fólk væri hrætt
við öll þessi ógurlegu styrjaldarátök,
þurftu menn ekki svo mjög að óttast
bresku dátana sem hér vom, því þeir
voru meinleysisstrákar sem engu
síður vom hræddir en alþýðufólk á
íslandi.
Nokkru eftir að breski herinn
hafði hertekið landið okkar og dreift
dátum sínum sem víðast um það,
meðal annars í Vattarnes, þar sem
undirritaður átti heima, höfðu ís-
lensku ráðherrarnir, sem þá voru
bara þrír, séð fram á að taka yrði
upp skömmtun á innfluttum vömm
og var það gert. Aðallega var það
kom og mjölvömr hvers konar sem
skammtað var og voru þá gefnir út
skömmtunarmiðar.
Skömmtunarmiðarnir, sem Hag-
stofa íslands sá um að gefa út, vora
svartir ferhymingar, aðeins lengri út
til hliðanna en upp og niður, prent-
aðir á grænt spjald og á hvem miða
prentað heiti þeirrar vöru, sem út á
hann fékkst og með tölustöfum hve
mörg kíló var hægt að fá út á hvem
miða.
Efst á hverju miðaspjaldi var svo
stofn, sem líka var kallaður haus.
Skömmtunarmiðar allra hrepps-
búa komu í einu búnti til oddvitans,
sem taldi þau svo í sundur, setti í
umslög og sendi á hvert heimili í
hreppnum.
Þegar öll spjöldin voru komin,
vora stofnamir klipptir af þeim, því
að á þá átti að skrifa allt heimilis-
fólk. Fullt nafn og fæðingardag átti
að skrifa, einn á hvern stofn, en á
hverjum stofni stóð hvemig átti að
skrifa. A mínum stofni stóð: Aðal-
björn Úlfarsson, fæddur 20.10.
1928, Dagsbrún, Vattarnesi, Fá-
skrúðsfjarðarhreppi og fyrstu árin
var aldrei sett út á þetta á nokkurn
hátt, en bíðum nú við.
Fermingarárið mitt 1942, á miðju
sumri, færði pósturinn mér bréf og
utan á umslaginu, efst í vinstra
homi, stóð Hagstofa íslands.
Ég reif bréfið upp og las það, en í
því stóð:
„Hagstofa Islands gjörir kunnugt:
Sekt er við því að breyta fæðing-
ardeginum, eins og gert er á stofni
skömmtunarmiðanna frá yður. Virð-
ingarfyllst, Hagstofa íslands."
Ég setti bréfið í umslagið, fór
með það til föður míns og sagði um
leið og ég fékk honum það. „Þú
verður að lesa þetta, ég skil ekkert í
því.“
„Hvað er það, góði,“ sagði hann
um leið og hann tók við því og las
það. „Ég botna nú ekkert í hvað
þetta á að þýða“, vom hans orð um
bréfið.
A eftir hófust miklar umræður
milli hans og systur minnar, sem
hafði verið fyrir framan hjá honum,
eftir að móðir okkar féll frá.
Sigurður bróðir minn skrifaði
stundum á stofnana, en í fyrsta
skipti sem skrifað var á þá, eftir að
ég fékk Hagstofubréfið, gerði pabbi
það og um leið og hann byrjaði að
skrifa á minn stofn, sagði hann:
„Við höfum þetta bara eins og vant
er, þeir fara varla að sekta okkur
fyrir að hafa þetta rétt.“
Merkilegt er að þótt fæðingar-
dagur minn væri alltaf skrifaður
eins og í upphafi, 20.10., var aldrei
fengist um það og aldrei kom annað
bréf.
Haustið 1945 gerðist ég nemandi
í alþýðuskólanum á Eiðum og þá
skeði það kvöld nokkurt, þegar við
fjórir herbergisfélagar sátum um-
hverfis borð og vomm að glöggva
okkur á námsefni næsta dags, að
barið var að dyrum hjá okkur og við
sögðum: „Kom inn.“
Dyrnar opnuðust og inn kom
skólastjórinn. Hann ávarpaði mig og
sagði að hreppstjóri Eiðahrepps
vildi finna mig snöggvast, hann
væri niðri á skrifstofu sinni. Ég
labbaði þangað og bankaði á hurð-
ina.
„Kom inn,“ var sagt þar. Hægt
opnaði ég dyrnar og steig inn og
lokaði á eftir mér. „Komdu héma að
borðinu, góði minn og sestu á móti
mér.“
Á móti mér sat aldraður maður
með góðmannlegan svip. Hann leit
yfir borðið til mín og svo hóf hann
máls.
„Eins og þú hefur sjálfsagt heyrt,
eiga að fara fram peningaskipti og
eignakönnun nú á þessu hausti. Svo
eiga allir að fá nafnskírteini og því
var það í morgun að hreppstjóri
Fáskrúðsfjarðarhrepps hringdi til
mín og bað mig að láta þig hafa
nafnskírtcini."
„Já, einmitt það,“ svaraði ég.
Hann tók upp skírteini og fór að
skrifa í það, en ávarpaði mig svo.
„Þú heitir fullu nafni Aðalbjöm og
ert Úlfarsson".
, Já, já.“
„Æðstur allra bjama á sjó og landi
og þú ert fæddur 21. október.“
„Nei, 20.,“ flýtti ég mér að grípa
fram í fyrir honum.
„Hagstofan segir þetta, góði minn
og við skulum ekki fara að deila við
hana, slíkt gæti haft ýmsar slæmar
afleiðingar í för með sér, jafnvel
háar fjársektir, hún hefur öll gögn
yfir þetta."
Þannig fórust hreppstjóra Eiða-
hrepps orð, um leið og hann skrifaði
í nafnskírteinið.
Þetta undarlega afl, tíminn, heldur
alltaf áfram og í þetta skiptið skul-
um við láta hann fara dálítið hratt og
ekki stansa fyrr en 1966.
Ég var kominn í vinnu á síldar-
plani á Eskifirði, sem Hilmar
Bjamason, fyrrverandi skipstjóri og
Björn Kristjánsson, frændi minn,
ráku og stjómuðu.
Einn daginn þegar fólk var að
koma til vinnu úr hádegisverðartíma
kom Hilmar til mín og sagði mér að
sýslumaðurinn vildi finna mig.
Björn, sem var þarna og heyrði
þetta, sagði: „Þarf hann endilega að
fara núna þegar fullt er að gera.“
„Já, er ekki best að hann ljúki því
af, það er ekki víst að fáist annar
tími hcppilcgri," sagði Hilmar.
„Jæja, farðu þá, Alli minn, en
vertu fljótur".
Er ég hafði kastað kveðju á sýslu-
mann og starfsfólk hans, sagði
hann: „Þú átt hérna hjá mér nafn-
skírsteini."
„Nú, var það ekki annað en þetta
sem þú vildir mér.“
„Jú, það var nú reyndar svolítið
annað, því Hagstofan bað mig að
skila því til þín að það væri sekt við
því að breyta afmælisdeginum á
þann hátt, sem þú værir að reyna að
gera.“
„Og hvað gæti það verið há
sekt?“
„Minnst 200.000 krónur."
Hér gæti komið amen eftir efninu,
en gamall málsháttur hljóðar svona:
„Allt er þegar þrennt er“. Þetta var
þriðja og síðasta sektarhótun til mín
frá Hagstofu Islands og hef ég aldrei
síðan heyrt um þetta frá henni. Þar
með var ég endanlega búinn að tapa
æskuafmælisdeginum 20.10., síðan
hefur minn afmælisdagur verið
21.10. og mun verða það framveg-
is.
Aðalbjörn Úlfarsson
frá Vattarnesi.
Ósk um Austfirði ngum
gleðilegra jóla og farsce lAar
á komanJi árum.
Pökkum ánœgjulegt
samstarf á liðnu ári.
Þróunarstofa
-AfAust-
Atvinnuþróunarfélag Austurlands
Atvinnuþróunarsjóður Austurlands