Austri - 12.12.1996, Page 31
Jólin 1996
AUSTRI
31
Jól í Horn-
bjargsv
í september 1993 réði ég mig sem að-
stoðarvitavörð í Hombjargsvita, en þá
hafði Ólafur Þ. Jónsson verið þar í
meira en 6 ár. Þar er farið að huga að
jólum strax á haustin, fá til sín það sem
maður ætlar að vinna í höndunum til
jólagjafa og eins ýmislegt til kortagerð-
ar.
Báturirm, sem færir okkur vistir, póst
og annað kemur að jafhaði á sex vikna
fresti, svo langur tími er milli ferða. Við
reynum að fá sem mest af jólavörunum
með honum í byrjun nóvember, svona í
jólabaksturinn og gott er líka að tryggja
að hangikjötið komi með þeirri ferð svo
allt sé nú öiuggt með þá hlið á jólahá-
tíðinni, ef eitthvað ber út af með ferð
fyrir jólin, eins og komið hefur fyrir.
Hér skipast oft veður skjótt í lofti.
Báturinn, sem hingað kemur, heitir
Daníel Sigmundsson og er í eigu björg-
unarsveitanna á ísafirði. Til margra þarf
að leita með ýmsa hluti fyrir jólin og
allir em boðnir og búnir til að hendast
fyrir okkur út og suður, svo allt komist
nú til skila sem beðið er um. Reynt er
að láta jólabátinn
koma sem næst jól-
um, svo jólapóstur-
inn komi á réttum
tíma til okkar. Fólk
hugsar ekki alltaf út
í að koma jólakort-
unum í póst nógu
snemma til þess að
þau komist hingað
fyrir jól. Ég fékk til
dæmis flestöll mín
kort í byrjun þorra
og óneitanlega var
svolítið furðulegt að
lesa á jólakort með þorramatnum, en
þetta var þó viss tilbreyting.
Annars er alltaf hátíð þegar báturinn
kemur, því að í svona einangmn eins og
er hér, er alltaf hátíð ef einhver útaf-
breytni er frá þessum venjulegu dögum,
sem em nú ansi líkir hverjir öðrum að
öllu jöfnu.
Það er svolítill kvíði í mér í sambandi
við jólahátíðina. Ég hef aldrei verið
svona langt í burtu ffá mínu fólki áður,
ég býst alveg við því að ástandið á mér
verði eitthvað bágborið, en þá er bara að
bíta á jaxlinn og reyna að hugsa um eitt-
hvað annað, en það gengur nú svona og
svona. Og tilfinningar mínar í sambandi
við hátíðina eru mjög blendnar, ég er
kvíðin, en jafnframt spennt, að vita
hvemig þessi jól verða.
Undirbúningur fyrir jólin er með
hefðbundnum hætti. Auðvitað vantar
ýmislegt inn í þetta, eins og að geta
skroppið í búðir og litið á dýrðina sem
þar er að sjá og margt fleira sem fylgdi
þessu stússi hjá mér heima. Hér er allt
svo mikið öðmvísi, en ég hristi þetta af
mér og baka, skúra og bóna eins og ég
er vön. Leiðindahraglandi er í veðrinu
og skammdegið dimmt og dmngalegt.
Ég reyni að fara eitthvað út á hverjum
degi og þá fer besti vinur minn með
mér. Hanri heitir Sámur og er hundurinn
hér á bænum. Við löbburn yfir að
Blakkabás eða krkjum undir Axarfjall,
þar sem oft er líf og fjör þegar sclimir
liggja uppi á flúðunum og yndislegt að
virða þá fyrir sér. Oft getur Sámur ekki
setið á sér og þveitist til þeirra og lrefst
þá mikill darraðardans þegar þeir skella
sér allir í sjóinn og Sámur hendist á eft-
ir þeim, alveg óður.
Svo líða dagarnir hver af öðram,
veðrið er tekið og
upplýsingar sendar
héðan á þriggja trma
fresti, allan sólar-
hringinn. Allt er ein-
hvem vegirm í föst-
um skorðum, sem
skapast af því að
engin utanaðkonr-
andi truflun er.
Á Þorláksmessu
er allt klárað frá sem
hægt er. Ég hlusta á
jólakveðjurnar til
landsmanna í út-
varpinu og þá finnst mér loksins vera að
koma jól. Vitavörðurimr setur upp jóla-
tré og skreytir, allt er trnt til og stofan
skreytt r hólf og gólf, svo að nú er virki-
lega jólalegt og fallegt. Samt finnst mér
allt eitthvað svo óraunvemlegt, en samt
hátíðlegt og ég finn tilhlökkun streyma
um mig.
Á aðfangadag er gott veður. í ýmsu
er að snúast, ég gef litlu vinunum mín-
urn komið sitt og kmmmamir fá einnig
sinn mat. Dagurinn líður hratt, ég reyni
að gera sem best við matartilbúninginn
og allt lukkast vel. Fyrr en varir er kom-
ið kvöld og hátíðarmaturinn kominn á
borðið. Heims um ból, helg eru jól -
ómar frá útvarpinu. Það er undarleg til-
finning að sitja hér norður á Hom-
ströndum við jólaborðið og hlusta á
jólasálmana hljóma út í kyrrðina. Ég
hugsa til dóttur minnar og alls míns
fólks, sein ég er vön að hitta á aðfanga-
dagskvöld og fæ tár í augun, en harka
saint af mér, ekki dugir að fara að
skæla. Hér er ég og því verður ekki
breytt í hasti. Eftir matinn og uppvaskið
er sest inn í stofu og hugað að jólapökk-
unum, sem eru margir um þessi jól. Ég
held ég hafi sjaldan eða aldrei fengið
eins marga pakka og nú, ég er lengi
kvölds að skoða allt, sem blessað fólkið
sendir mér. Sámur er líka með sinn
pakka. Hann virðist ekkert vita hvað á
að gera við hann, svo honum er hjálpað
við að opna hann. í honum er hangi-
kjötsbein, eitt af því besta, sem horium
er gefið.
Sá pakkinn sem gladdi mig mest kom
ffá litlu frændunum mínum fyrir austan.
Þeir töluðu inn á hljóðsnældu til mín,
sungu og spjölluðu og svo las sá eldri,
sem er 7 ára, jólaguðspjallið, en sá
yngri, sem er 5 ára, las kvæðið um fugl-
ana eftir Davíð Stefánsson. „Snert
hörpu mína, himinborna dís“ - las litli
stúfurinn, hátt og skýrt, fyrir frænku
sína. Það var ógleymanlegt og mér
fannst eins og þeir væm komnir til mín.
Fólkið mitt var líka að reyna að hringja í
mig og óska mér gleði-
legra jóla, en gekk heíd-
ur illa, því símasam-
bandið var lélegt, eins
og oftast við þeiman
stað. Svona leið nú að-
fangadagskvöldið héma.
Um jólin var ýmislegt
sér til gamans gert, lesn-
ar nýjar bækur og auð-
vitað reynt að fylgjast
með jóladagskránni í út-
varpi og sjónvarpi, en
skilyrði til þess fara eftir
veðri og vindum, lrkt og
á við um símamr. Nú, þá er að finna sér
eitthvað annað til dundurs, hlusta á
hljóðsnældur og plötur eða taka fram
grtarinn og spila og syngja svolitið l'yrir
vitavörðinn, eða bara setjast niður og
spjalla, því Oli hefur frá rnöigu að segja,
sem gaman er að hlusta á og fræðast
um. Undarleg til-
finning að fara út,
bæði á jólakvöld og
nýársnótt, eiginlega
alveg ólýsanlegt.
Standa úti á hlaði í
kvöldkyrrðinni,
norður á hjara ver-
aldar, hugsandi um
fólkið í manna-
byggð, sem er á ferð
og flugi í boðum og
öðium gleðskap.
Hér er enginn á
ferðinni nema
kannski rebbi greyið í ætisleit. Mér
finnst einhver dulúð yfir öllu, veðrið er
kyrrt, stjömur blika á hiinninum og mér
finnst karlinn í tunglinu glotta til mrn.
Bjargið gnæfir yfir, dimrnt og þögult og
dynkir heyrast þegar þungar öldur
skella á klettum og klungmm í Blakka-
bás. Vitaljósið lýsir hring eftir hring yfir
víkina. Ég fer að hugsa um að þrátt fyr-
ir alla einangrun séu kannski
einhverjir á ferðinni, eins og álf-
ar og huldufólk, svona veður er
einmitt ákjósanlegt fyrir slíkar
verur og ekki ætla ég að láta
mér bregða þó ég sjái þær á
ferð. Ég horfi yfir hjamið á Ax-
artjall, Kýrskarð og út á Bjarg,
en enga sé ég álfaþjóðina, því
miður.
Þessi fyrstu jól mrn hér eiga
eftir að verða mér hugstæð á
margan hátt, ekki síst vegna
þess hvað ég fann mikið fyrir
baminu í mér sjálfri, sem skap-
aðist trúlega af öllum aðstæðum
hér og ég fann meira fyrir hátíð-
inni, eða hún virkaði svipað á
mig og þegar ég var bam. Af
þessari sérstæðu reynslu hefði
ég, þrátt fyrir allt, ekki viljað
missa.
Þegar þetta er skrifað er kom-
ið fram á aðveníu 1994 og ég
löngu farin að undirbúa önnur
jól í Hombjargsvita.
Svandís Geirsdóttir
frá Borgarfírði eystra.
Gasprað
upp í gjóluna
Sigurður Óskar
Pálsson
í Austra, fyrir stuttu síðan,
var sagt frá hagyrðingakvöldi
í Tungubúð þann 23. nóvem-
ber. Þetta var hin besta
skemmtun og
er ástæðulaust
að ætla annað
en að þaðan
hafi allir farið
glaðir heim.
Ánægjulegt er
að verða að
því vitni
hvemig stakan
okkar hefur
verið leidd til öndvegis á nýj-
um vettvangi, sem þessar
hagyrðingaskemmtanir eru og
það ekki síst hér eystra, síð-
ustu misserin. Þessum við-
gangi stökunnar er full ástæða
til að gefa fyllsta gaum og
vonandi verða góðir menn til
þess að efla hann með ráðum
og dáð. Á hinn bóginn sýnist
mér ekki úr vegi að reyna r
leiðinni að ýta undir ástundun
fleiri góðra gleðskaparíþrótta.
Hvernig væri að efna til
skemmtana þar sem, auk
vísnasmiða, væru sagnamenn
til taks með stuttar gamanfrá-
sagnir úr daglega lífinu, svo
og vísnasöngvarar? Þess hátt-
ar skemmtanir ættu að geta
orðið vísnasöng til framdrátt-
ar, en eins og menn vita hefur
hann aldrei náð þvr gildi í al-
menningsmennt íslendinga og
hann hefur meðal þeirra þjóða
sem eru okkur skyldastar,
hvernig sem á því stendur.
Með öðrum orðum: Baðstofu-
gleði á nýrri öld.
28. nóv
Að tilhlutan menningar-
málanefndar Egilsstaðabæjar
varð góður menningarvið-
burður í Safnahúsinu á Egils-
stöðum, nánar tiltekið í and-
dyri Héraðsskjalasafns Aust-
firðinga, að kvöldi 6. desem-
ber. Þarna voru kynntar bæk-
ur eftir sex austfirska höf-
unda, en milli kynninga
komu innskot úr heimi
tónlistarinnar. Sýning
gamalla mynda úr
Ljósmyndasafni Aust-
urlands prýddi veggi.
Aldursforseti höf-
undanna, Vilhjálmur á
Brekku, var kvaddur
fyrstur að hljóðneman-
um og las hann nokkra
stutta kafla úr bók sinni
Ferðaslangur austan tjalds og
vestan hafs. Hákon Aðal-
steinsson kynnti tvö verka
sinna, ljóðabókina Oddrúnu
og bamasöguna Skrautu.
Kristrún Jónsdóttir las úr
skáldsögunni Snæljós eftir
Eystein Björnsson, en hann
gat ekki komið á kvöldvök-
una af óviðráðanlegum orsök-
um. Guðjón Sveinsson flutti
kafla úr bókinni Brot úr dag-
bók sjómanns. Unnur Sólrún
Bragadóttir las úr ljóðabók er
nefnist Blómakarfa, og eitt
ljóðið söng hún við lag eftir
bróður sirm, Harald Bragason.
Að lokum las Skúli Björn
Gunnarsson úr smásagnasafni
sínu, Lífsklukkan tifar. Allt
var efni það, sem þarna var
flutt, verulegrar athygli vert.
Fjórar stúlkur úr Tónlistar-
skólanum á Egilsstöðum léku
á hljóðfæri undir stjóm skóla-
stjórans, Jóns Guðmundsson-
ar og ungur kennari við M.E.
söng við undirleik hans á
þverflautu.
Þetta var ánægjulegt kvöld
á allan hátt og gott var að
verða að því vitni hve safna-
húsið nýja hentar vel viðburð-
um sem þessum.
7. des.
Ósíqim öHum znðslqptavinum ofáar
ojj starfsfóCki
gCeðtfeprajóía op
farsceCdar á Comandi ári.
‘ÞöCfyim ánagjtdeff
znðsÍQpti á árinu
semeraððða.
BRONftS
EGILSSTOÐUM
ÍK7