Austri - 12.12.1996, Page 33
Jólin 1996
AUSTRI
33
Staldrað við á Stöðvarfirði
Kristinn B. Helgason sóttur heim
Fyrir um það bil einni öld byrjaði
að myndast þéttbýli í landi Kirkju-
bóls, norðan Stöðvarfjarðar. Smátt og
smátt myndaðist þar lítið sjávarþorp
í einkar fögru umhverfi og hefur
snyrtimennska íbúana lengi verið
rómuð. Margir eldri Stöðfirðingar
hafa búið í þessu litla þorpi megin-
hluta ævinnar og horft á það vaxa og
dafna. Einn af þeim er Kristinn
Helgason, sem býr í Brynju ásamt
konu sinni Sigurbjörgu Sigurjóns-
dóttur. Blaðamaður Austra sótti Krist-
in heim og fékk hann til að rifja upp
minningar frá bemskuárunum og lífs-
starfinu sem hefur meira og minna
verið fólgið í að halda vélknúnum
tækjum sveitunganna í góðu lagi,
auk þess að leggja stund á nýsmíði.
„Ég er fæddur á Kirkjubóli 27.
september 1920. Foreldrar mínir
hétu Helgi Erlendsson og Kristín
Brynjólfsdóttir. Þau voru bæði fædd
hér í Stöðvarfirði. Mamma var fædd
í Flautagerði, sem er hér inni við Ós-
eyri. Hún flutti ung að ámm til Seyð-
isfjarðar og þaðan til Norðfjarðar.
Síðan kom hún til pabba sem ráðs-
kona og það leiddi af sér hjónaband.
Fyrstu árin vom þau á Kirkjubóli hjá
föðurafa mínum og ömmu, en
byggðu sér síðan hús sem þau
nefndu Vengi.
Hér byrjaði að myndast þorp um
og upp úr aldamótum, en óx ósköp
hægt framan af. Það var ekki fyrr en
að hér var byggt frystihús, að fólkinu
tók vemlega að fjölga. Fyrst þegar ég
man eftir mér vom hér 8 íbúðarhús
og menn stunduðu jafnhliða landbú-
skap og sjósókn. Allir vom með tún-
bletti og höfðu kýr og kindur fyrir sín
heimili. Ég man eftir að hafa heyrt
um að hér hafi gengið um 2000 fjár í
fjallinu. Þorpslandið var girt snemma
og kýmar vom reknar hér út fyrir
Víkumar. Við krakkamir vomm auð-
vitað notuð til að sækja og reka
kusumar í haga og þá var oft glatt á
hjalla.
Það var afskaplega gaman að alast
upp hér í Kirkjubólsþorpinu. Við vor-
um mikið í útileikjum og á vetmm
renndum við okkur á sleðum og skíð-
um og fullorðna fólkið tók þátt í
þessu með okkur.“
Á uppvaxtarámm Kristins var mik-
ið félagslíf í Stöðvarfirði. Orðið kyn-
slóðabil var þá nánast óþekkt í mál-
inu og ungir og gamlir skemmtu sér
saman. Aðaldriffjöðrin var ung-
mennafélagið og stóð það fyrir dans-
og skemmtisamkomum og setti upp
leiksýningar. Kristinn tók þátt í
nokkrum leiksýningum, bæði sem
leikari og aðstoðarmaður baksviðs.
Hann gerir lítið úr afrekum sínum á
leiksviðinu og snýr talinu að bygg-
ingu samkomuhússins.
,JFljótlega eftir að ungmennafélag-
ið var stofnað, árið 1928, var farið í
að koma upp samkomuhúsi og var
húsið byggt í félagi við hreppinn.
Þetta var myndarlegasta hús á þeirra
tíma mælikvarða og hefur nýst okkur
vel, hýsti m.a. skólann okkar um
skeið og er í notkun enn þann dag í
dag. Á þeim árum var hér enginn bfl-
vegur og við fluttum allan sand, sem
notaður var í bygginguna, á bátum.
Farið var inn í ósinn á Stöðvaránni á
flóði og sandinum mokað í bátana.
Síðan var honum mokað upp á
bryggjuna. Þá kom til kasta okkar
krakkana, en við bárum sandinn í
pokum á bakinu þangað sem sam-
komuhúsið er núna. í því verki tóku
þátt bæði strákar og stelpur, svona 20
til 25 stykki. Við vorum í þessum
sandflutningi að vetri til og byrjað
var á húsinu um vorið. Fyrsti áfangi
var grunnurinn og kjallari sem er
undir honum. Næsti áfangi var að
gera húsið fokhelt og þá var sama
aðferðin viðhöfð."
Þrátt fyrir að bömin í Stöðvarfirði
yxu úr grasi við frjálsræði og leiki,
fóru þau ung að taka þátt í störfum
fullorðna fólksins.
Kristinn og Sigurbjörg.
„Um átta ára aldur var farið að
vekja mig á morgnana til að skera úr
skel, en þá var notaður kræklingur í
beitu. Við þetta vann ég oft með konu
sem hét Elsa Sveinsdóttir. Hún var
yndisleg manneskja. Hún átti sjálf
böm og hljóp heim þegar líða tók á
morguninn til að koma þeim á fætur
og gefa þeim að borða, en svo kom
hún aftur til vinnunnar. Við sátum hér
oft úti á klöppum við að skera og ég
hef oft hugsað um, hve gaman hefði
verið að eiga mynd af okkur saman.
Mikið var um að böm og unglingar
væm við þessa iðju, en flestir strákar
fóru síðan á sjóinn þegar þeir stálp-
uðust.
Ég fór fyrst á sjó átta ára gamall
með Erlendi afa mínum. Við vomm
þá á lúðuveiðum, en það var nú bara
túr og túr. Erlendur afi minn var sér-
stakur maður. Hann var bóndi hér á
Kirkjubóli og stundaði jafhhliða land-
búnað og sjósókn. Hann var ákaflega
góður verkmaður, m.a. hlóð hann upp
fiskreit hér í höfninni og þótti sá
mjög vel gerður. Grjótið úr honum
var síðan notað hér við hafnargerð.
Síðustu æviárin fékkst hann við
verslun í smáum stfl, var með sælgæti
og ýmsan smávaming og pantaði
varning fyrir fólk eftir vörulistum.
Hann var ágætur tungumálamaður,
hafði verið í Kanada í átta ár og tal-
aði og skrifaði ensku reiprennandi.
Ég byrjaði svo að róa fyrir alvöru
12 ára gamall, en þá var ég háseti hjá
pabba. Yfirleitt var róið á tímanum
tvö til fjögur að nóttunni. Einstaka
sinnum um tíuleytið að kvöldi og var
þá verið að sæta sjávarföllum. Þegar
komið var í land, einhvern tímann
eftir hádegið, var eftir að gera að fisk-
inum, sem var verkaður í salt og oft
var ekki sofið nema í fjóra tíma á sól-
arhring og stundum minna. Þegar ég
byrjaði á sjónum átti pabbi lítinn
Færeying, þriggja manna far. Síðan
keypti hann stærri bát og þá vomm
við um tíma fjórir á. Þegar þeir sem
voru með okkur hættu, kvaldi ég
pabba til að kaupa vél í bátinn. Eftir
það voram við bara tveir og gekk
ágætlega."
Kristinn fékk snemma áhuga á að
afla sér verklegrar þekkingar, en
hafði ekki ráð á að kosta sig í skóla. í
byrjun stríðsins hélt hann suður og
var ætlunin að sækja trésmíðanám-
skeið á Laugarvatni. Ur því varð þó
ekki, þar sem hann komst á samning
hjá trésmiði í Reykjavík. Trésmíða-
námið varð endasleppt, eftir eins
vetrar nám í Iðnskólanum kom í ljós
að vinnuveitandinn hafði ekki meist-
araréttindi og þar með ekki leyfi til að
taka iðnnema. Næstu árin tvö árin
vann Kristinn við akstur og bygg-
ingavinnu í Reykjavík. Réði sig síð-
an á strandferðaskipið Esju og var á
sjónum í tvö og hálft ár, en heima um
tíma á sumrin. Síðar vann hann á
vélaverkstæði Björgvins Fredrikssen
í Reykjavík og kynntist þar alls konar
viðgerðarvinnu og nýsmíði. Þaðan lá
leiðin í Fiskiðjuver
ríkisins, þar sem
hann vann við að
setja upp frystivélar.
Með þessa reynslu í
farteskinu kom Krist-
inn aftur heim á
Stöðvarfjörð og varð
fljótlega þekktur þar
sem þúsundþjala-
smiður.
og seinna jarðýtu, sem ég vann
reyndar á um tíma. Einnig setti ég
upp og sá um díselrafstöð, sem var
hér áður en við fengum samveituraf-
magn.
Árið 1955 tók ég að mér véla-
vörslu í frystihúsinu og vann jafn-
framt að viðgerðum. Ég hafði þá
fengið vélstjómarréttindi eftir að hafa
verið á námskeiði í Neskaupstað."
Kristinn vann að viðgerðum og
nýsmíði íyrir sveitunga sína á Stöðv-
arfirði í eina fjóra áratugi og verður
sú saga ekki rakin í stuttu viðtali,
enda frá mörgu að segja. En það
voru ekki bara heimamenn sem
fengu að njóta verka hans, því á
tímabili vann hann með Sigurði
Jónssyni frá Höskuldsstöðum í
Breiðdal, sem nú rekur vélaverk-
stæði í Kópavogi, við lagnir og
smíði á olíutönkum fyrir Olíufélagið
og vora þeir við þessa iðju víða um
land.
„Við Sigurður erum miklir kunn-
ingjar og brölluðum margt. Þegar
frystihúsið á Breiðdalsvík var byggt,
sá hann um að setja þar upp frysti-
vélar og fékk mig til að hjálpa sér
við það verk. Seinna tók hann að sér
verkefni fyrir Olíufélagið og falaði
mig þá aftur í vinnu. Hann tók að sér
að setja upp lagnir og smíða tanka
hér og þar um landið. í kringum þetta
var alltaf dálítill vinnuflokkur. Við
héldum okkur vel að verki, alla daga
Húsavík. Við gistum fyrstu nóttina
hjá Jónasi Egilssyni. Hjónin voru
ekki heima þegar við komum og
Egill sonur þeirra, sem nú er verk-
stjóri á Höfn, vísaði okkur til sængur.
Yngispiltur í hópnum var svo hepp-
inn að fá rúm heimasætunnar. Fyrir
einhver mistök var náttkjóll í rúminu.
Við stríddum honum óspart og hann
Æskuheimili Kristins Kirkjuból.
ætlaði aldrei að fást til að hátta í hvílu
meyjarinnar.
Sigurður var mikill framkvæmda-
maður og óhræddur við að takast á
við ýmis verkefni. T.d reyndi hann að
koma breska togaranum Ogano, sem
strandað var hér fyrir botni Stöðvar-
fjarðar árið 1950, aftur á flot. Það
gekk nú ekki og skipið er fyrir löngu
horfið í sandinn. Heimamönnum
tókst þó að ná úr því heilmiklum
verðmætum, m.a. 40 tonnum af kol-
um.“
Kristinn B. Helgason hefur svo
sannarlega frá mörgu að segja, en
„Þegar ég kom
heim hafði ég komið
mér upp dálitlu af
verkfæram og úr
varð að hér var kom-
ið upp vélaverkstæði
í bragga. Við vorum
þrír sem að þessu
stóðum, ég, Guð-
mundur Björnsson
mágur minn og Stefán
Carlsson kaupmaður.
Ég var á þessum áram mikið í við-
gerðum á bátavélum fyrir trillukarl-
ana og síðar í bílaviðgerðum þegar
bifreiðaeign varð almennari.
Einhverju sinni setti ég saman
dráttarvél, sem hingað kom ósamsett
Starfsfólk Frystihússins á Stöðvarfirði. Myndin er tekin árunum 1950 -1955.
Fremri röð f.v. Sigfríð Jónsdóttir, Arnbjörg Jónsdóttir, Nanna Jónsdóttir, Nína Kristjánsdóttir, Jó-
hanna Sólmundsdóttir, Brynhildur Kristjánsdóttir, Nanna lngólfsdóttir og Erla Helgadóttir. Aftari röð;
Geir Pálsson, Guðmundur Björnsson, Magnús Gíslason, Egill Sigurðsson, Sigurjón Geirsson,
Björgólfur Sveinsson, Helgi Erlendsson og Jóhann Pálsson.
vikunnar nema sunnudaga, en þá var
stundum farið í skemmtiferðir á ein-
hverja fallega staði í nágrenninu.
Á þessu flandri kynntist maður
mörgu skemmtilegu fólki. Einu sinni
vorum við að byrja á verkefni á
einhvers staðar verður að setja punkt-
inn. Eftir að hafa þegið kaffisopa og
smakkað á jólabakstrinum og átt
notalegt rabb við þau hjón í eldhús-
inu, er kvatt og haldið til Héraðs á ný.
A.Þ.
Internet|>jónusta fyrir
Austliráin^a senJir öllum
bestu jólakveðjur.
(Austfirðingum og netheimum)
Símí 478-1600 og netfang :webmast@eIdhorn.Ís