Austri - 12.12.1996, Qupperneq 34
34
AUSTRI
Jólin 1996
Skáksambandi
Austurlands færð
höfðingleg gjöf
Trésmiðjan Töggur hf. og Lögmannsstofa Jónasar ehf., bæði á Seyðis-
firði, hafa gefið Skáksambandi Austurlands 5 töfl og tafldúka, sem Jónas
A. Þ. Jónsson færði því við upphaf Svæðismóts Austurlands, sunnudag-
inn 8. des.
Skáksamband Austurlands átti 20 ára afmæli á þessu ári, en það var
formlega stofnað á Egilsstöðum 8. maí 1976. Fyrsta svæðismótið hafði
þá nýlega verið haldið, að beiðni Skáksambands íslands. Frumkvöðull að
stofnun Skáksambands Austurlands var Trausti Bjömsson, þá skólastjóri á
Eskifirði. I fyrstu stjórn þess völdust þessir menn: Trausti Björnsson,
Eskifirði, formaður; Magnús Ingólfsson, Egilsstöðum, gjaldkeri; Karl
Hjeim, Neskaupstað, ritari; Jóhann Þorsteinsson, Reyðarfirði og Einar
Oiafsson, Vopnafirði, varamenn.
Skáksamband Austurlands var hugsað sem svæðissamband skákfélaga á
Austurlandi. Með árunum hefur það þróast í það að verða eins konar alls
herjar taflfélag svæðisins frá Héraði og allt til Djúpavogs. Þessi þróun
hefur orðið vegna þess að félagsmönnum hinna ýmsu taflfélaga hefur
fækkað mjög.
Það er óneitanlega nokkuð sérkennilegt að Skáksamband Austurlands
(SAUST) hefur aldrei áður átt skákáhöld. Taflfélögin hafa lánað sín töfl
og klukkur eftir þörfum. þegar SAUST hefur skipulagt mót.. Það er því
e.t.v. enn eitt skrefið í þróuninni að SAUST hefur nú eignast töfl.
SAUST færir hér með gefendunum alúðarþakkir fyrir þessa rausnarlegu
gjöf. GIJ
Sendum
öllum Austfirðingum
okkar bestu
jóla og nýárskveðjur.
Þökkum viðskiptin
á liðnu ári.
Malarvinnslan
Miðási 33-35- ©471-1460
Sigtingastofnun Islands óskar eftir að
ráða i tvær stöður á skipaskoðunarsviði.
Skipaskoðunarsvið hefur eftirlit með
nýsmíði og breytingum á skipum og
búnaði þeirra, auk reglubundinna skoð-
ana. Undir sviðið heyra tæknideild og
sex skoðunarstofur víðsvegar um landið.
SIGLINGAS TOFNUN
Hlutverk Siglingastofnunar
er að skapa öruggar og
hagkvæmar aðstæður til
siglinga og fiskveiða og
annast eftirlit með skipa-
stól landsins.
Deildarstjóri á skoðunar-
stofu á ísafirði.
Skoðunarmaður á skoð-
unarstofu á Fáskrúðsfirði.
Hæfniskröfur:
Æskilegt er að umsækjendur hafi
vélfræðimenntun eða farmannapróf.
Nánari upplýsingar um þessi störf veitir
Þórir Þorvarðarson hjá Ráðningar-
þjónustu Hagvangs hf. í síma 581 3666.
Umsóknarfrestur er til 31. desember,
1996. Umsóknum ásamt öllum nauð-
synlegum upplýsingum, skal skila til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf,
merktum heiti viðkomandi starfs.
Hagvangur hf
Skeifan 19
108 Reykjavík
Sími: 581 3666
Bréfsími: 568 8618
Netfang
hagvang@tir.skyrr.is
Heimasíða
http://www.apple.is
/hagvangur
HAGVANGUR RADNINGARMðNUSEA
Rétt þekking á réttum tíma
-fyrir rétt fyrirtæki
Stefán Bjarnason, Flögu:
Fimmtíu og sjö
ára minning
Síðastliðið sumar kom maður að
Flögu, heilsaði mér og spurði hvort
ég þekkti sig. Eg horfði á manninn og
reyndi að glöggva mig á hver hann
væri, sagði svo að mér fyndist ég
kannast við hann, en ekki meira.
Hann sagðist heita Magnús Guð-
mundsson frá Hrauni við Reyðarfjörð
og hefði hann verið tvö ár vinnumað-
ur hjá Friðriki Jónssyni á Þorvalds-
stöðum árin 1939-1941. Jú, þá rank-
aði ég við mér, en sagði samt að varla
væri nú von að ég myndi eftir honum
eftir svona mörg ár. Eg bauð honum
inn og við fórum að tala saman og
rifja upp gamlar minningar og þá frá
þeim tíma sem hann var á Þorvalds-
stöðum.
Mig undraði mest hve margt hann
mundi, til dæmis mundi hann hvaða
bóndi og húsfreyja bjuggu á hverjum
bæ í sveitinni. Hann minntist á jarpa
hryssu, reiðhross sem Friðrik átti og
á rauða hryssu undan henni. Hann
sagðist hafa hnýtt snæri upp í Irpu og
riðið henni heim þegar hann hefði
verið sendur eftir henni í hagann,
hann sagði að hún hefði verið mjög
viljug og gaman að sitja hana.
Þai' kom í máli okkar að ég spurði
hvort Friðrik hefði aldrei skammað
hann, því hann hefði verið skapbráð-
ur? Jú, sérstaklega mundi hann vel
eftir því einu sinni að Friðrik hefði
skammað hann. Hann sagði að Frið-
rik hefði farið á fund síðla dags, en
beðið sig að moka snjó úr rennum
sem voru á milli fjárhúsþakanna, ef
færi að rigna. Magnús sagðist hafa
gleymt að gera þetta. Kvöldið leið og
hann fór að sofa. Þegar Friðrik kom
heim var byrjað að rigna.
„Hann vakti mig og spurði hvort
ég hefði mokað snjóinn úr rennunum.
Ég neitaði því, sagðist alveg hafa
gleymt því. Ég sá að Friðrik reiddist,
hann fór að rausa um gleymsku og
leti og sagði að ég skyldi þá koma
mér á fætur og koma með sér niður
að húsum. Við fórum með olíulukt
sem Friðrik hélt á og vingsaði mikið.
Við klöngruðumst upp á húsin. Frið-
rik rak í mig luktina og skipaði mér
að lýsa sér og tók að moka. Mér er
minnisstætt hvemig hann mokaði og
auðséð var að hann var reiður. Hann
kastaði snjónum frá sér og var á
stundum tvísýnt hvar hann hafnaði.
Smávegis var farið að renna út af
rennunum inn í húsin, en Friðrik var
ekki að spara moðið úr görðunum og
jafnvel tók hann hey til að sá undir
æmar.“
Á jóladag, eitt árið, sagði Magnús
að þeir Friðrik hefðu farið gangandi
til kirkju út að Þingmúla. Þá sagði
hann að vel hefði legið á Friðriki og
hann hefði sagt sér gamansögur af
Gunnari á Fossvöllum. Gunnar var
einn af þessum gömlu og góðu
skemmtikröftum á sinni tíð.
Á þessum árum sagðist Magnús oft
hafa komið út að Flögu. Eitt sinn
fékk hann bókina „Heiðu“ að láni og
byrjaði að lesa þegar hann var kom-
inn í rúmið. Hann sagðist hafa sofið í
frambaðstofu uppi á lofti, en hjónin í
innra herbergi.
„Ég var svo spenntur að lesa að
lampinn varð olíulaus. Kveikti ég þá
á kerti og hélt áfram að lesa, en þá
kom Sigríður kona Friðriks fram og
sagði að fólk ætti að nota nóttina til
að sofa, en ekki eyða Ijósfærum að
óþörfu.“
Svo fór Magnús að minnast á
lestarferð, sem hann sagði að við
hefðum farið seinni part vetrar, að
hann hélt árið 1939. Hann taldi að við
hefðum verið fjórir með 16 hesta.
Þeir sem fóru í þessa ferð vom; ég,
hann, Guðmundur Sveinsson, þá
bóndi á Mýrum, síðar á Geirólfsstöð-
um. Hvomgur okkar mundi hver sá
fjórði var, en þegar ég fór að skrifa
þessa sögu, kom nafn Hrólfs á Hall-
bjamarstöðum upp í hugann og trúi
ég að það sé rétt. Magnús sagðist
muna vel eftir þessari ferð, við hefð-
um farið á glæraís yfrr Geitdalsána og
jafnvel flehi ár og færð í snjó niður
Þórdalsheiði í sporaslóð til Reyðar-
fjarðar hefði verið góð. Á Reyðarfirði
tókum við út mjölvöru, aðallega síld-
armjöl, á hestana og bundum í klyfj-
ar, síðan var verslað eitthvað í búð og
að því búnu gist á Reyðarfirði.
Morguninn eftir var komin asa-
hláka. Við vomm snemma á fótum,
gáfum hestunum, fengum okkur
hressingu og fórum svo að leggja á
og láta upp á hestana klyfjar. Síðan
var haldið af stað inn eyramar og inn
hjá Áreyjum og man ég ekki efth fyr-
irstöðu á þeirri leið. Á leiðinni inn
Áreyjadalinn fór færð að þyngjast og
alltaf brutu hestarnir niður úr slóð-
inni. Þó höfðum við hnakkhestana á
undan. Þegar við komum inn undir
Drangsbrekkur tók brattinn við og
við þokuðum lestinni áfram hægt og
rólega. Veðrið var gott, enda rann
snjórinn ört og ár og lækir voru í
vexti. Við áðum og tókum ofan af
hestunum við Drang, sem er heljar-
mikill líparítsdrangur, reistur upp á
endann sem vegvísir. Ekki man ég
hvort við höfðum með heytuggu
handa hestunum. Á meðan áð var, fór
ég og kannaði færið upp á Yxnagils-
hæð. Ég tók Þráin, jarpan hest, sem
ég hafði með, lagði á hnakk og
teymdi hann upp að Yxnagili. Þegar
þangað kom, beljaði áin þar kol-
mórauð, en ekki vatnsmeiri en svo að
ég steig á bak og lét Þráin róla hægt
út í ána og yfh. Síðan fór ég af baki,
teymdi hestinn af stað upp snarbratt-
an gilbarminn og lét hann brjóta nið-
ur úr slóðinni. Áfram þokuðumst við
svo upp á Yxnagilshæð. Er þangað
var komið stansaði ég augnablik, en
fór síðan sömu leið til baka til félaga
minna. Ég sagði þeim hvert ég hefði
farið og að við myndum komast
þetta. Fórum við þá að láta upp á
hestana, settum lausu hestana á undan
í slóðina og minnir mig að ég teymdi
fyrsta hestinn.
Þegar í Yxnagilið kom, mjökuðum
við lestinni yfir ána, en þá tók við
snarbrattur gilbarmurinn með fönn.
Þar urðum við að ganga tveir með
hverjum hesti upp og dugði varla til.
Áfram þokaðist lestin upp á Yxna-
gilshæð, var síðan yfir lágheiði að
fara og gekk það hægt og rólega að
Hvalvörðu, en þar em hrepppamörk
Reyðarfjarðar og Skriðdals. Þar hert-
um við á gjörðum og var nú undan-
hald niður á Brúðardal. Þegar kom að
Brúðardalsá uppi í dal var mikið vatn
í ánni, en okkur gekk slysalaust yfir
hana og án þess að klyfjar á hestun-
um blotnuðu. Var nú haldið áfram
niður brattan Brúðardalsháls og kom-
ið að ánni aftur niðri í Þórudal, en þar
em miklar og hálar klappir í árbotni.
Þegar ég er að skrifa þetta, finnst
mér að Hrólfur á Hallbjamarstöðum
hafi verið fjórði maðurinn og hefur
hann þá ráðið því að við fómm norð-
ur yfir Jóku innan við Brúðardalsá, til
þess að sleppa við að fara út yfh hana
á flughálum klöppum í botninum. En
áfram var haldið hægt út Þómdalinn,
með ófærð í hverjum skafli, en auðri
jörð á milli og þaufaði lestin út á háls-
inn og niður í Hallbjarnarstaði. Þar
var tekið ofan af hestunum og sprett
af þeim, og notuðu þeh tækifærið til
að velta sér. Gott veður var allan dag-
inn og auð jörð í byggð. Við hýstum
hestana og þeim var gefið. Við sáum
að dalsárnar vom bráðófærar, svo að
ekki var um annað að gera en að gista
á Hallbjamarstöðum.
Morguninn eftir var gott veður og
hafði sjatnað í ánum. Við Guðmund-
ur og Magnús tókum hestana, lögð-
um á þá reiðfærin og létum upp á þá
burðinn. Kvöddum heimafólk, þökk-
uðum fyrh okkur og héldum af stað,
en ferðinni var haldið út fyrir vatns-
mikla Jóku, út í félagsheimilið. Þar
tókum við niður af hestunum og bár-
um burðinn inn í fordyrið, sprettum
reiðfæmm af og tosuðum þeim líka
inn. Síðan fómm við niður Amhóls-
staðabakka, niður að Grímsá og
hugðumst komast yfh hana á Grófar-
lækjarvaði. Þegar þangað kom, töld-
um við að hestamir mundu hafa það
yfir án þess að fara á sund. Við lögð-
um í ána, en varla mátti nú tæpara
vera að hestamir lentu ekki á sund.
Þegar norður yfir kom, kvöddum við
Magnús Guðmund og þökkuðum
honum samfylgdina og fór hann upp
utan við Grófarlæk, heim að Mýmm.
Við Magnús héldum inn með Geit-
dalsá og heim að Flögu, en þar
kvöddumst við og Magnús hélt áfram
inn í Þorvaldsstaði.
En svo minnkaði hlákan og vatnið
setti niður í ánum, svo við hér af
norðurbyggðinni gátum sótt kaup-
staðarvaming austur í félagsheimilið.
Guðmundur gat þá farið yfh á Gróf-
arlækjarvaði. En við Friðrik fórum
inn á Rauðasand til að fara yfh Geit-
dalsá.
Er hér lokið við að rifja upp löngu
liðna lestaferð okkar Magnúsar Guð-
mundssonar, sem nú býr í Hvera-
gerði. Kann ég honum bestu þakkir
fyrh að rifja þetta upp með mér.