Fréttablaðið - 06.10.2020, Page 2

Fréttablaðið - 06.10.2020, Page 2
Veður Breytileg og síðar suðlæg átt, 3-10 m/s með morgninum og víða rigning, en rofar smám saman til seinni partinn. Hiti 3 til 10 stig. SJÁ SÍÐU 12 Busapeysur keyrðar heim að dyrum Nýnemar í Borgarholtsskóla voru boðnir velkomnir í skólann með rauðri peysu með merki skólans þrátt fyrir að skólahald liggi niðri vegna heims- faraldursins. Sérfræðingar hafa viðrað áhyggjur af nýnemum þar sem það getur verið erfitt að kynnast samnemendum. Þeir Kristófer Páll Sigurðs- son og Sólon Björn Hannesson óku um borgina í gær vopnaðir grímum og færðu nýnemum peysur heim að dyrum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI COVID-19 „Engan munar um að gera þetta á átta til níu daga fresti, en við trúum því að þetta snarminnki lík- urnar á smiti,“ segir Stefán Pálsson, sagnfræðingur og formaður hús- félagsins í Eskihlíð 10 og 10a þar sem íbúarnir skipta með sér dag- legum sóttvörnum á sameigninni. „Fólki finnst sjálfsagt og eðlilegt að taka höndum saman um svona verkefni sem kallar í raun ekki á neina teljandi vinnu en getur reynst mjög áhrifaríkt,“ segir Stefán og veltir fyrir sér hvort þessi mynd- líking sé yfirleitt nothæf á tímum kórónaveirunnar. „Þetta er fjögurra hæða blokk og lyftulaus svo allir arka um sömu stigagangana. Þar voru augljós- lega margir sameiginlegir snerti- f letir,“ segir Stefán og bætir við að skömmu eftir að fyrsta bylgja faraldursins reis hafi fólkið í blokk- inni farið að ræða saman. „Þá voru margir komnir í þá stöðu að vinna að heiman, aðrir í sjálfskipaðri sóttkví vegna aldurs, undirliggjandi sjúkdóma eða ann- ars og einhver spurði hvort hús- félagið gæti ekki keypt gerileyði til að þau sem vildu gætu sprittað í sameigninni.“ Stefán segir að þegar í stað hafi verið ákveðið að ganga skrefinu lengra. „Dögunum var skipt niður á íbúðirnar þannig að hver fékk sinn dag og þannig farið með sprautu og af þurrkunarklút á hverjum degi á handriðið á ganginum, ljósarofa, lokin fyrir ruslarennunni, hurðar- húna í sameign og dyrabjöllurnar í anddyrinu. Alla þessa augljósu snertif leti.“ Hann segir einnig að þessu hafi að mestu verið hætt þegar allt datt í dúnalogn í sumar. „En fyrir svona mánuði eða þar um bil þá byrj- uðum við aftur að prenta út daga- talið og fylltum á brúsann,“ segir húsfélagsformaðurinn. „Ég skal játa að þetta er fyrir- komulag sem mér sjálfum hefði aldrei dottið í hug en um leið og við byrjuðum hugsaði maður: Já, auðvitað! Af hverju gera þetta ekki allir?“ spyr Stefán sem þó er með- vitaður um að þau í Eskihlíðinni hafi ekki fundið upp sóttvarna- hjólið. „En við vitum af fólki sem hefur heyrt af þessari tilhögun og tekið upp í sínum húsum. Lykilatriðið er að hafa alla með, ekki láta ábyrgð- ina lenda á einum til tveimur sótt- hræddum í stigaganginum á meðan hinir vaða um allt með skítugar og úthnerraðar krumlurnar. Það taka allir þátt en ég geri mér líka grein fyrir því að það er örugglega auðveldara fyrir okkur en marga aðra að taka svona upp vegna þess að samkenndin í húsinu er mikil.“ toti@frettabladid.is Standa sameinuð og sóttvarin í Eskihlíð Húsfélagið í Eskihlíð 10 kaupir hreinsiefnin og íbúarnir skiptast á um að sótt- hreinsa snertifleti í sameign daglega. Formaðurinn segir auðvelt að sameinast um verkefnið sem kalli ekki á mikla vinnu en geti reynst mjög áhrifaríkt. Lykilatriðið er að hafa alla með, ekki láta ábyrgðina lenda á einum til tveimur sótt- hræddum í stigaganginum á meðan hinir vaða um allt með skítugar og úthnerr- aðar krumlurnar. Stefán Pálsson „Af hverju gera þetta ekki allir?“ spyr Stefán Pálsson sem fer fyrir húsfélag- inu sem splæsir í sprittið fyrir sameignina. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK TAX FREE* af förðunarvörum, ilmvötnum og völdum húðvörum * 19,35% verðlækkun Gildir 4. september - 15. október 2020 í verslunum og í netverslun Lyfju Lyfja.is GEIRFINNSMÁL „Þegar við Íslending- ar hugsum um traust til dómstóla er þetta án efa fyrsta málið sem kemur upp í huga allra Íslendinga,“ sagði Páll Rúnar M. Kristjánsson, lög- maður Tryggva Rúnars Leifssonar, í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær þar sem aðalmeðferð í bótamálum hans og Kristjáns Viðars Júlíussonar gegn íslenska ríkinu fór fram. Páll Rúnar sagði yfirstandandi málaferli, um bætur til þeirra sem ranglega voru dæmdir, mikilvægan hlekk í sögu Guðmundar- og Geir- finnsmála. „Traust til dómstóla byggir ekki á því að dómstólar geri aldrei mistök heldur byggir það á því að þegar dómstólar gera mistök horfist þeir í augu við mistök sín, læri af þeim og leiðrétti þann skaða sem mistökin hafa valdið,“ sagði Páll Rúnar. Málflutningurinn var um margt litaður af því að mál Guðjóns Skarp- héðinssonar hefur þegar verið flutt og dæmt en ríkið var sýknað af hans kröfu um frekari bætur með vísan til meðal annars fyrningar og eigin sakar. Niðurstöðu í málunum er að vænta innan nokkurra vikna. – aá Dómstólar læri af mistökunum Aðstandendur Tryggva Rúnars glöddust þegar sýknudómur var kveðinn upp í Hæstarétti árið 2018. ATVINNA „Við ákváðum að leggja okkar að mörkum við þessar vondu aðstæður í samfélaginu og f lýtum verkefnum,“ segir Bjarni Bjarna- son, forstjóri Orkuveitunnar, en ný fjárhagsspá OR var samþykkt fyrir helgi og kynnt í gær. Orkuveitan ætlar að eyða um sex milljörðum í svokölluð viðspyrnuverkefni sem þurfa mikinn mannafla og eru verk- efni sem skapa atvinnu víðs vegar. Á þessu ári eru tveir milljarðar settir í þessi verkefni og fjórir á því næsta. Fyrirtækið hyggst verja 108 milljörðum í viðhald og nýjar fjár- festingar en stærsti hlutinn fer í veitukerfi eða 69 milljarðar. Um 200 störf eiga að verða til vegna viðspyrnufjárfestingaverk- efnisins en stærstu einstöku fjár- festingaverkefnin eru meðal annars endurnýjun á aðveituæð hitaveitu Akraness og Borgarness, innleiðing stafrænna mæla, endurnýjun stofn- lagna vatnsveitu og bygging skólp- dælustöðvar í Naustavogi. – bb Sex milljarðar í ný störf hjá OR Kristján Viðar sat 682 daga í einangrun. Tryggvi Rúnar sat í einangrun í 627 daga. Þeir voru dæmdir sekir en sýknaðir 2018. 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.