Fréttablaðið - 06.10.2020, Page 4

Fréttablaðið - 06.10.2020, Page 4
jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU • BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI • RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ • FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • BLINDHORNSVÖRN ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND COVID -19 Hertar samkomutak- markanir vegna kórónaveirufarald- ursins tóku gildi hér á landi í gær og miðast fjöldi þeirra einstaklinga sem koma mega saman nú við tutt- ugu fullorðna. Þá hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir í sam- ráði við sóttvarnalækni. Virkjun neyðarstigs hefur ekki teljandi áhrif á almenning umfram hættustig sem varað hefur frá 25. maí. Stjórnvöld og viðbragðsaðilar hafa undan- farið unnið að miklu leyti líkt og um neyðarstig væri að ræða. Í gær voru 670 manns í einangrun með virkt COVID-19 smit hér á landi og fimmtán lágu á sjúkra- húsi vegna sjúkdómsins, þar af þrír í öndunarvél á gjörgæslu. Tæplega 4.300 manns voru í sóttkví, 2.391 í almennri sóttkví og 1.881 í skim- unarsóttkví. Sólarhringinn á undan greindust 59 einstaklingar með COVID-19 og var rúmur helmingur þeirra í sóttkví við greiningu. Landspítali er nú á hættustigi vegna faraldursins en á spítalanum eru 677 sjúklingar í eftirliti COVID- 19 göngudeildar, 58 starfsmenn í sóttkví og 40 starfsmenn í einangr- un. Nýgengi innanlandssmits, það er fjöldi smitaðra síðustu fjórtán daga á hverja 100 þúsund íbúa, jókst milli daga og mældist í gær 156,3. Þær hertu samkomutakmark- anir sem tóku gildi í gær fela í sér lokun kráa, skemmtistaða og spila- sala. Aðrir veitingastaðir, þar sem áfengisveitingar eru heimilaðar, mega ekki hafa opið lengur en til ellefu á kvöldin alla daga vikunnar og eiga að fylgja gildandi fjöldatak- mörkun og nándarreglu. Líkams- ræktarstöðvar eiga að vera lokaðar almenningi en sundlaugar verða áfram opnar með þrengri fjölda- takmörkunum, einungis helmingi leyfilegs fjölda samkvæmt starfs- leyfi. Ekki er gert ráð fyrir áhorfend- um á íþróttaviðburðum sem fara fram innandyra og grímuskylda hefur verið tekin upp í strætó. Fjöldatakmarkanir eiga ekki við um börn fædd 2005 eða síðar og ekki verða gerðar breytingar á starfsemi leik- og grunnskóla. Eins metra reglan verður áfram í gildi og grímuskylda þar sem ekki er hægt að tryggja eins metra fjar- lægð á milli fólks. Starfsfólk á leik- skólum og grunnskólum skal gæta eins metra nándarreglu þegar and- litsgrímur eru ekki notaðar. Þá er fólk hvatt til þess að huga að sótt- vörnum. birnadrofn@frettabladid.is Hertar samkomutakmarkanir vegna kórónaveirufaraldurs Frá og með deginum í gær tóku gildi hertar takmarkanir á samkomum hér á landi vegna kórónaveirufar- aldursins. Mega nú einungis tuttugu manns koma saman og hefur neyðarstigi almannavarna verið lýst yfir. Skemmtistaðir, krár og líkamsræktarstöðvar eru lokaðar og eins metra reglan er áfram enn í gildi. Fram kom á fundi almannavarna í gær að um 670 manns séu með virkt smit í landinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Fjöldatakmarkanir: n 20 manna almenn fjöldatak- mörkun. n 30 manna hópar í framhalds- og háskólum. n 50 manna hámark í útförum. n 50 manna hámark í keppnis- íþróttum með snertingu. n 100 manna hámark í til- teknum verslunum. n 100 manna hólf og grímu- skylda í leikhúsum. n 100 manna rými fyrir áhorf- endur á íþróttaleikjum utan- dyra. Undantekningar: n Störf Alþingis eru undanskilin fjöldatakmörkunum. n Dómstólar þegar þeir fara með dómsvald sitt. n Viðbragðsaðilar, s.s. lögregla, slökkvilið, björgunarsveitir og heilbrigðisstarfsfólk er undanþegið fjöldatakmörk- unum við störf sín. n Strætisvagnar eru undan- skildir reglunni um 20 manna hámarksfjölda en grímu- skylda er í gildi. n Börn fædd 2005 eða síðar. REYKJAVÍK Meirihluti borgarstjórn- ar mun í dag leggja fram tillögu þess efnis að velferðarsviði Reykjavíkur verði falið að ganga til viðræðna við heilbrigðisráðuneytið um sam- eiginlegan rekstur á neyslurými í borginni. „Þetta er fyrst og fremst skaða- minnkandi aðgerð þar sem boðið er upp á hreinan stað þar sem þú getur fengið ráðgjöf, nálar og í rauninni það sem þú þarf til þess að skaðinn af því að nota fíkniefni í æð sé sem allra minnstur,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir, borgarfulltrúi og for- maður velferðarráðs. Frumvarp um neyslurými var samþykkt á Alþingi í maí og felur í sér að Embætti landlæknis geti veitt sveitarfélögum heimild til að stofna og reka neyslurými. Heiða Björg segir að með tillögunni, sem lögð verður fram á fundi borgarstjórnar í dag klukkan 14, sé meirihlutinn að taka fyrsta skrefið í því að neyslu- rými verði að veruleika hér á landi. „Við höfum náð sátt um þetta í meirihlutanum en það verður áhugavert að sjá hvernig minni- hlutinn bregst við. Eitthvert sveitar- félag þarf að taka af skarið og okkur finnst bara eðlilegt að það séum við,“ segir Heiða. Verði tillagan samþykkt verður í framhaldinu óskað eftir viðræðum við ráðuneytið. – bdj Borgin og ríkið sjái sameiginlega um rekstur neyslurýmis Nýr meðferðarkjarni verður um 70 þúsund fermetrar að stærð. LANDSPÍTALINN „Fjárlagafrumvarpið boðar aukinn kraft í Hringbrautar- verkefnið og er ég ekki í vafa um að Alþingi mun styðja verkefnið áfram af fullum þunga,“ segir Gunnar Svav- arsson, framkvæmdastjóri NLSH ohf., Nýs Landspítala, í tilkynningu þegar kynnt var að Eykt hefði orðið fyrir valinu í útboði á uppsteypu meðferðarkjarna NLSH. Tilboð Eyktar er 8,68 milljarðar króna, um 82 prósent af kostnaðará- ætlun sem er 10,5 milljarðar króna án virðisaukaskatts. Nýr meðferðar- kjarni verður um 70.000 fermetrar að stærð. Áætlanir gera ráð fyrir að uppsteypan hefjist í nóvember. – bb Eykt hreppti milljarða króna uppsteypuverk UMHVERFISMÁL Kanna þarf betur áhrif af fyrirhuguðu knattspyrnu- húsi Hauka í Hafnarfirði að mati heilbrigðisnefndar Hafnarfjarðar- og Kópavogssvæðis. Óskað var umsagnar nefndarinn- ar vegna umhverfisskýrslu sem gera varð vegna deiliskipulagsbreyt- inga við Ásvelli. „Heilbrigðisnefnd telur að umhverfisskýrsla vegna breytinga á deiliskipulagi Ásvalla svari ekki þeim áleitnu spurning- um sem vakna um áhrif háreists knattspyrnuhúss á vatnabúskap Ástjarnar eða lífríki hennar,“ svar- ar nefndin og minnir á að Ástjörn sé friðlýst svæði á ábyrgð Hafnar- fjarðarbæjar og sé hluti fólkvangs Ásfjalls og Ástjarnar. „Undirbyggja þarf vandlega allar ákvarðanir og framkvæmdir sem hugsanlega geta valdið þar röskun.“ – gar Óttast neikvæð áhrif á Ástjörn Heiða Björg Hilmarsdóttir, borgarfulltrúi og formaður vel- ferðarráðs 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.