Fréttablaðið - 06.10.2020, Síða 9
Okkur er umhugað um velferð viðskiptavina okkar og starfsfólks. Vegna
COVID-19 faraldursins höfum við lokað á beinan aðgang að útibúum okkar
nema að heimsókn sé bókuð fyrir fram og þá einungis fyrir brýn erindi sem
ekki er hægt að leysa með öðrum hætti.
Við erum að sjálfsögðu áfram til staðar fyrir viðskiptavini okkar og allar
upplýsingar um þjónustuna okkar er að finna á arionbanki.is. Þar er einnig
hægt að panta þjónustu í síma eða afgreiðslu í útibúi ef brýnt er.
Þá hvetjum við viðskiptavini okkar til að nýta eftirfarandi þjónustuleiðir:
Öll helsta bankaþjónusta er í boði í Arion appinu og netbankanum.
Síminn í þjónustuverinu er 444 7000, hægt er að senda okkur póst á
arionbanki@arionbanki.is eða hafa samband í gegnum netspjallið okkar.
Einnig minnum við á hraðbankana sem eru staðsettir víða um land og
verða áfram aðgengilegir.
Allar upplýsingar um þjónustuna okkar er að finna á arionbanki.is.
Við munum kappkosta að svara öllum erindum hratt og örugglega til að þetta
raski þjónustu okkar sem minnst. Þá vonum við að með sameiginlegu átaki okkar
allra megi lágmarka þann tíma sem tekur að komast í gegnum þessa áskorun.
Við tökumst á við þetta saman!
Fjarþjónusta í
ljósi aðstæðna
– sinnum bankaviðskiptum heima í stofu
arionbanki.is
Í miðvikudagsblaði Fréttablaðs-ins ritar Aðalheiður Ámunda-dóttir leiðara blaðsins – skoðun
blaðsins. Þar fjallar hún um ágrein-
ing á milli núverandi forystu verka-
lýðshreyfingarinnar og fráfarandi
forseta ASÍ, Gylfa Arnbjörnssonar.
Aðalheiður lýsir sögu íslenskrar
verkalýðshreyfingar á þennan veg:
„Lengst af hefur íslensk verkalýðs-
hreyfing liðið fyrir þrásetu rogg-
inna karla á valdastóli.“ Hún lætur
vera að nefna nokkurn þessara
„roggnu karla“ með nafni en segir þá
sitja „áratugum saman á formanns-
stóli félaga sinna og sitji þar jafnvel
enn“. Enga undantekningu gerir
leiðarahöfundur þar enda telur hún
að margir „roggnir karlar“ sitji enn á
formannsstóli í mörgum félaganna.
Gæti vel nefnt suma, sem þessi orð
Aðalheiðar hljóta að eiga við – en
læt það vera. Hennar en ekki mitt
að skýra ummælin.
Hrúturinn Gylfi
Um ummæli Gylfa Arnbjörns-
sonar, fyrrverandi forseta ASÍ, um
ágreining í tjáningu skoðana, segir
leiðarahöfundurinn: „Með útspili
sínu hefur hann ekki aðeins fallið í
gryfju hrútsins, sem telur endalausa
eftirspurn eftir sinni laf hræddu
speki, heldur einnig af hjúpað sig
sem úlf í sauðargæru.“ Leiðara sinn
kallar svo Aðalheiður „Hrútinn“ og
liggur ljóst fyrir við hvern hún á.
… með grænsápu
Nú veit ég afskaplega lítið, nánast
ekki neitt, um sálarlíf hrúta. Hef
ekki lagt mig eftir því í neitt álíka
ríkum mæli og Aðalheiður hefur
sjáanlega gert. Jafn lítið veit ég um
sálarlíf rollunnar. Get því hreint
ómögulega svarað henni með til-
vísun í sálarlíf rollunnar, viðbrögð
rollunnar né speki. Er því alger-
lega fyrirmunað að geta sett saman
greiningu á speki Aðalheiðar undir
heitinu „Rollan“. Kemur heldur
ekki til hugar að láta slíkt sjást. Mér
þykir hins vegar löngu kominn
tími til þess að fólki verði kennd
almenn kurteisi í garð viðmælenda.
Leiðarahöfundar tileinki sér ekki
vinnubrögð kommentakerfanna
með illmælgi, níði og lastmælgi
um náungann. Amma mín sagði
stundum, að því fólki, sem þann-
ig munnsöfnuð notaði, þyrfti að
þvo um munninn með grænsápu.
Nú mæla leiðarahöfundar ekki af
munni fram heldur skrifa ummæli
sín á rittölvu með puttunum. Þykir
ekki aðstandendum Fréttablaðsins
rétt orðið að Aðalheiður Ámunda-
dóttir þvoi sér rækilega um putt-
ana? Með grænsápu – myndi hún
amma mín sagt hafa.
Um roggna
karla og
hrædda hrúta
Sighvatur
Björgvinsson
fyrrverandi
ritstjóri
Borgarstjórn mun í dag ræða ferðamálastef nu Reyk ja-víkur til næstu fimm ára. Það
er kannski ekki mikið um ferða-
menn í borginni í dag en þegar
fólk fer aftur á stjá, þarf Reykjavík
að vera tilbúin. Við vitum hversu
mikilvæg ferðaþjónustan er fyrir
borgina. Hún hefur skilað miklum
tekjum til fyrirtækja, einstaklinga
og hins opinbera. Hún hefur ýtt
undir margvíslega grósku og gætt
borgina lífi. Við sjáum það best í
dag þegar ferðamennina vantar.
Auðvitað hefur sú mikla gróska
sem hefur verið í ferðaþjónustu á
undanförnum árum reynt á innviði
borgarinnar og þolinmæði borgar-
búa, ekki síst miðsvæðis. Mikil
fjölgun ferðamanna hefur líka kall-
að á kostnaðarsamar fjárfestingar
og aukin útgjöld. Við þurfum að
taka tillit til þess í næstu skrefum,
að endurkoma ferðamannanna
verði í sem mestri sátt við íbúa.
Því er eitt leiðarstefið í ferðamála-
stefnunni að eiga í reglulegu sam-
tali við íbúa og hagsmunaaðila og
að markaðssetning muni líka snúa
að borgarbúum, svo þeir fari ekki
á mis við allt það skemmtilega sem
hér er hægt að gera og við kynnum
fyrir erlendum gestum okkar.
Ferðamálastefnan á að vera
leiðarljós okkar í því hvernig
borgin þróast sem áfangastaður
ferðamanna. Reykjavík á að mæta
þörfum bæði ferðaþjónustu og íbúa
og hún á að vera borg sem laðar að
sér fólk og auðgar líf íbúa, jafnt
sem innlendra og erlendra gesta.
Langflestir gestir Íslands koma til
Reykjavíkur. En Reykjavík hefur
ekki endilega verið áfangastaður
þessara gesta, heldur nýta þeir
þjónustuna sem borgin hefur upp
á að bjóða, á leið sinni til annarra
staða á Íslandi. Reykjavíkurborg
er því að vinna, samhliða ferða-
málastefnunni, að áfangastaða-
stofu fyrir allt höfuðborgarsvæðið
í samstarfi við Ferðamálastofu og
nágrannasveitarfélög.
Þegar ferðaþjónustan byrjar
aftur ætlar borgin vera tilbúin
með atvinnugreininni í markaðs-
setningu og sýna lifandi og fram-
sækna mannlífsborg sem gaman
er að heimsækja og þar sem gott er
að búa.
Við verðum tilbúin
Þórdís Lóa
Þórhallsdóttir
oddviti Við-
reisnar og
formaður
borgarráðs
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9Þ R I Ð J U D A G U R 6 . O K T Ó B E R 2 0 2 0