Fréttablaðið - 06.10.2020, Page 14
DEKKJAÞJÓNUSTA TÍMAPANTANIR Í SÍMA 540 4900
Arctic Trucks Ísland ehf Kletthálsi 3 110 Reykjavík
Sími: 540 4900 Netfang: info@arctictrucks.is www.arctictrucks.is
Vönduð amerísk jeppadekk sem henta
frábærlega fyrir íslenskar aðstæður.
Stærðir 29 - 44”.
KANNAÐU ÚRVALIÐ! VERSLUN.ARCTICTRUCKS.IS Umsjón blaðsins
Njáll Gunnlaugsson
njall@frettabladid.isBílar
Auglýsingar: Atli Bergmann atli@frettabladid.is | Sími 550 5657
Útgáfufélag: Torg ehf. | Kalkofnsvegur 2 | 101 Reykjavík | Sími 550 5000
Samkvæmt Facebook-síðunni
Bensínlaus bættust 498 rafmagns-
bílar við flota landsmanna í
september. Stór hluti þessara bíla
er frá Tesla eða 313 talsins en einn-
ig kom stór sending 42 ID.3- bíla
frá Volkswagen í mánuðinum.
Alls voru 1.015 nýir bílar skráðir
í september og eru því 49% inn-
flutningsins 100% rafmagnsbílar.
Til viðbótar við þessar tölur
voru rúm 15% innfluttra bíla í
september tengiltvinnbílar svo
að rafdrifnir bílar í þeim mánuði
eru alls 64,14% innflutningsins.
Þann 1. október eru 5.539 raf bílar
skráðir í landinu sem gerir 2,5%
allra skráðra bíla í landinu.
Rafbílar helmingur
innflutningsins
Alls voru 289 stykki af Tesla Model
3 afhent í septembermánuði.
Það er aðeins tæplega hálft ár
síðan Polestar frumsýndi tölvu-
gerða útgáfu Precept-tilrauna-
bílsins. Nú hefur framleiðandinn
svo ákveðið að bíllinn fari í fram-
leiðslu og mun hann keppa við bíla
eins og Porsche Taycan, Lucid Air
og Tesla Model S.
Bíllinn er stór á velli enda 4,7
metrar að lengd með hjólhaf sem
er hvorki meira né minna en 3,1
metri. Hann verður líka byggður
á SPA2-undirvagninum sem er
næsta kynslóð undirvagna fyrir
stærri bíla Volvo.
Precept verður flaggskip raf-
bílamerkisins og verður notað
mikið af endurvinnanlegum og
náttúrulegum efnum í hann.
Polestar hefur einnig gefið út að
Precept verði framleiddur í nýrri
verksmiðju í Kína sem verður með
kolefnis jöfnun frá a-ö. Precept
fær þó líklegast ekki að halda
nafninu en þeir tveir bílar sem
komið hafa frá Polestar hingað til
heita einfaldlega 1 og 2. Um 2.000
framleiðslueintök Polestar 2 voru
reyndar innkölluð á dögunum
vegna galla í hugbúnaði sem leitt
gat til þess að bíllinn hætti skyndi-
lega akstri.
Bíll 3 er væntanlegur innan
skamms og verður það rafjepp-
lingur en hvort Polestar Precept
fái nafnið 4 er enn ekki staðfest.
Búast má við að bíllinn verði
kynntur seint á árinu 2022 og komi
á markað snemma árs 2023.
Polestar Precept fer í framleiðslu
Polestar Precept er líklegur til að hafa allavega 500 km drægi.
Polestar Precept
verður byggður á
SPA2-undirvagninum
sem er næsta kynslóð
undirvagna fyrir stærri
rafdrifna bíla Volvo.
Raf bílar og tengil-
tvinnbílar voru alls
64,14% innflutnings í
september.
Með ört vaxandi samkeppni á
rafbílamarkaði er viðbúið að
ný bílamerki líti dagsins ljós á
markaði í Evrópu og reyndar
víðar. Eitt af þessum merkjum er
Maxus sem er undir hatti SAIC-
framleiðslurisans frá Kína.
Suzuki hefur hafið innflutning á
Maxus-merkinu og þá raf bílahluta
þess, en fyrsti bíllinn til að mæta
í Skeifuna er e-Deliver 3 sendibíll-
inn sem er til umfjöllunar seinna í
blaðinu. Hann er fyrsti Kínafram-
leiddi sendibíllinn sem kemur á
markað í Evrópu og fyrsta landið
sem hafið hefur sölu á honum er
Noregur, sem fékk fyrstu bílana í
apríl á þessu ári. Næstur í röðinni
er Euniq MPV sem er sjö manna
fjölskyldubíll.
Að sögn Sonju G. Ólafsdóttur,
markaðsstjóra Suzuki, verður
Euniq eini sjö manna rafmagns-
bíllinn á Íslandi þegar hann kemur
í desember. Bíllinn er byggður á
G50 sem kynntur var fyrir Kína-
markað í fyrra en hann er með 1,5
lítra bensínvél. Euniq var frum-
sýndur á bílasýningunni í Sjanghæ
í fyrra og er búinn 116 hestafla
rafmótor.
Jepplingur í kortunum
Fleiri spennandi valkostir eru í
boði hjá Maxus, sem er undir hatti
SAIC sem einnig framleiðir MG-
raf bílana.
Er þar helst að telja Maxus
Euniq 6 sem er rafdrifinn jepp-
lingur byggður á nýju MERA-botn-
plötunni og hefur verið kynntur
í Kína. Sá bíll er með einum, 170
hestafla rafmótor sem skilar 310
newtonmetra togi, en það sem er
meira um vert er að hann er sagður
hafa allt að 600 km drægi sam-
kvæmt NEDC-staðlinum.
Það eru því spennandi tímar
fram undan hjá Suzuki í Skeifunni
undir merkjum Maxus, sem
fengið hefur salinn við hliðina á
Domino’s þar sem mótorhjólin
voru áður.
Maxus-rafbílamerkið í Skeifuna
Maxus Euniq 6
er 170 hestafla
jepplingur með
allt að 600 km
drægi.
Maxus Euniq MPV verður eini sjö manna rafbíllinn þegar hann kemur á markað hér í desember.
2 BÍLAR 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R