Fréttablaðið - 06.10.2020, Síða 18

Fréttablaðið - 06.10.2020, Síða 18
6 BÍLAR 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R Maxus-merkið var kynnt til sögunnar fyrir Evrópumarkað í Noregi í júní síðastliðnum en fyrsti bíllinn til að koma á markað var Maxus e-Deliver 3. Í fyrstu sendingu komu 328 bílar til Noregs en alls höfðu yfir 1.000 pantanir komið í þennan rafdrifna sendibíl. Fyrsti bíllinn er mættur í Skeifuna og við próf- uðum hann á dögunum. Maxus e-Deliver 3 er fáanlegur í langri og stuttri útgáfu og var það sú stutta sem við höfðum til prófunar. Bíllinn er búinn 35 kWst raf- hlöðu með drægi upp á 235 km en einnig er hægt að fá hann með stærri 52 kWst rafhlöðu sem hefur 340 km drægi samkvæmt WLTP- staðlinum. Báðar útgáfurnar eru 122 hestöfl sem gera hann snarpan í bæjarakstri en aflið er minna á ferðinni. Hámarkshraðinn er ekki nema 120 km á klst. sem kemur sér vel í landi með aðeins 90 km hámarkshraða. Bíllinn er lipur í snúningum enda leggja raf bílar almennt betur á stýri en aðrir bílar. Vel búinn búnaði Um ágætlega búinn bíl er að ræða í e-Deiliver 3 og má þar meðal annars nefna upplýsingaskjá með bakkmyndavél, aðgerðastýri, blá tannarbúnað fyrir farsíma og regnskynjara. Það er eitthvað skrýtið með kín- verska bíla og útihitamæla sem er ekki til staðar í þessum bíl, en ein- mitt prófunardaginn var smávægis hálka um morguninn. Sætin eru stór og þægileg og eru með arm- hvílum og þar að auki upphituð. Að vísu er bíllinn aðeins tveggja manna fyrir vikið. Gott pláss er í margs konar hólfum, bæði milli sæta og í mælaborði, en ekkert þeirra er lokað. Útsýni aftur með bílnum er ansi takmarkað og koma þar nokkrir hlutir til. Enginn baksýnisspegill er í bílnum enda hvorki rúða yfir í f lutningsrými né á afturhurðum bílsins. Hliðarrúður eru litlar og nær bitinn fyrir aftan þær það langt fram að það verður talsvert blint svæði til hliðanna. Stórir hliðarspeglar gera lítið til að bæta ástandið. Verðið samkeppnishæft Flutningsrými bílsins er aðgengi- legt þar sem það er góð opnun á afturhurðum en hliðarhurð mætti vera stærri. Festingar eru í gólfi aftast en vantar fremst í f lutningsrýmið. Í minni útgáfunni tekur hann tvær pallettur, og getur sú aftari verið bæði þversum eða langsum. Lengri útgáfan getur tekið þrjár pallettur þversum. Helsti samkeppnisaðili e-Deliver 3 á markaði hér- lendis er Nissan E-NV200 en hann kostar ívið meira eða frá 5.390.000 krónum. Nýr keppinautur rafsendibíla Maxus e- Deliver 3 er annar rafdrifni sendibíllinn sem í boði er hérlendis í þessum flokki. MYNDIR/NJÁLL GUNNLAUGSSON Plássið er gott í framsætum sem eru með armhvílum og upplýsingaskjár með bakkmyndavél og blátannarbúnaði er staðalbúnaður. 4.800 lítra flutningsrýmið tekur tvær pallettur og 1.000 kíló. KOSTIR OG GALLAR Maxus e-Deliver 3 KOSTIR GALLAR n Verð n Ágætis búnaður Reynsluakstur Njáll Gunnlaugsson njall@frettabladid.is Grunnverð: 5.280.000 kr. Hestöfl: 122 Tog/Nm: 255 Hámarkshraði/km: 120 Eyðsla/kWst: 13,84 Drægi/km: 235 Rafhlaða/kWst: 35 Flutningsrými/l: 4.800 Flutningsgeta/kg: 1.000 L/B/H/mm: 4.555/1.780/1.900 n Útsýni aftur n Enginn útihita- mælir

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.