Fréttablaðið - 06.10.2020, Page 36
Mercedes-Benz ætlar sér stóra
hluti í framleiðslu á rafknúnum
vörubílum á næstu árum.
Framleiðsla mun hefjast á eActros-
vöruflutningabílnum árið 2021
en eActros verður með vel yfir 200
km drægi og er hann er hugsaður í
vörudreifingu og þjónustu innan
borgarmarka. Þá mun Mercedes-
Benz stefna að því að framleiðsla
hefjist árið 2024 á eActros Long-
Haul sem verður langdrægari
vöruflutningabíll sem knúinn er
alfarið áfram af rafmagni með
drægi nálægt 500 km.
Mercedes-Benz hefur einnig
kynnt hugmyndabíl sem nefndur
hefur verið Mercedes-Benz
GenH2. Um er að ræða vörubíl
með 40 tonna heildarþyngd og allt
að 25 tonna burðargetu. GenH2-
vörubíllinn gengur fyrir vetni og
á að geta ekið allt að þúsund km
á einni áfyllingu. Vetnisknúnir
bílar eru í raun raf bílar þar sem
vetnið er eldsneytið fyrir raf-
hlöðuna (fuel-cell) sem síðan knýr
rafmótorana. Vetnið er geymt í
f ljótandi formi við -253°C á tanki
sem er inni í öðrum tanki með
lofttæmt rými milli tanka. Sam-
kvæmt upplýsingum frá Daimler,
eiganda Mercedes-Benz, er stefnt
að því að reynsluakstur og próf-
anir viðskiptavina geti hafist á
GenH2-vörubílnum árið 2023 og
að fjöldaframleiðsla mun hefjast á
síðari hluta áratugarins.
12 BÍLAR 6 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 Þ R I ÐJ U DAG U R
Mercedes-Benz kynnir áætlun um
rafvæðingu vörubifreiða
Mercedes-Benz hefur þegar komið fram með minni rafknúna atvinnubíla sem ganga fyrir hreinni raforku.
Mercedes eCitaoro G-rafstrætis-
vagninn hefur verið heimsfrum-
sýndur og státar meðal annars
af 220 km drægi. Það mun þykja
gott fyrir strætisvagn og er það
fastformsraf hlaða eða Solid State,
sem gerir það meðal annars kleift.
Reyndar verður vagninn búinn
tvenns konar rahlöðum, annars
vegar hefðbundinni 396 kWst
lithium-raf hlöðu eða 441 kWst
fastformsraf hlöðu.
Einn af kostum fastforms-
raf hlaða á að vera hraðari
hleðslutími en að sögn tækni-
manna Mercedes er það ekki
tilfellið með eCitaoro, heldur er
verið að horfa til meiri drægis
með raf hlöðunni og að hún henti
betur þar sem hlaðið er yfir nótt.
Ef hlaðið er reglulega yfir daginn á
stoppustöðvum mun lithium-raf-
hlaðan henta betur.
Vagninn er búinn einum raf-
mótor á hvorum öxli og skila
þeir 125 kW hvor, og er togið 485
newtonmetar fyrir hvorn um
sig. Búast má við vetnisknúinni
útgáfu árið 2022 sem mun auka
drægi vagnsins til muna.
Mercedes eCitaoro með nýrri rafhlöðu
Að óbreyttu mun virðisauka-
skattsívilnun fyrir tengiltvinnbíla
lækka úr 960.000 krónum niður í
600.000 krónur um næstu áramót,
segir í fréttatilkynningu frá Bíl-
greinasambandinu. Þetta helgast
af lögum sem voru samþykkt í lok
árs í fyrra og kveða á um lækkun
ívilnana í þrepum á næstu árum.
Að mati Bílgreinasambandsins
er augljóst að þetta muni leiða til
beinna verðhækkana á þessum
tegundum bíla.
Bílgreinasambandið telur
ýmis rök vera til staðar um að
fresta beri þrepalækkunum og
að ívilnun vegna tengiltvinnbíla
verði haldið óbreyttri í eitt ár til
viðbótar. Hefur sú tillaga verið
lögð fyrir bæði efnahags- og við-
skiptanefnd Alþingis og umhverf-
isráðherra.
Ívilnanir vegna tengiltvinnbíla
Rafhlöðurnar eru á þaki vagnsins.
HLEÐSLU-
STÖÐVAR
Eigum úrval hleðslustöðva
fyrir heimili, húsfélög og
fyrirtæki. Hagstætt verð,
gæði og falleg hönnun.
Ískraft - sérfræðingar í hleðslustöðvum. Smiðjuvegur 5 / 200 Kópavogur www.iskraft.is / Sími 535 1200
EO hleðslustöðvarnar eru frábær lausn
fyrir rafbílaeigendur. Þessar hleðslustöðvar
sameina gæði og hagstætt verð í fallegri
hönnun sem vakið hefur verðskuldaða
athygli í Evrópu.