Fréttablaðið - 19.11.2020, Side 4

Fréttablaðið - 19.11.2020, Side 4
Skipstjóri sagðist hafa átt erfitt með að stjórna skipinu vegna veðurs. jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 35” BREYTTUR 33” BREYTTUR ÓBREYTTUR JEEP® GRAND CHEROKEE TRAILHAWK – VERÐ FRÁ: 11.690.000 KR. • 3.0 V6 250 HÖ. DÍSEL, 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • 570 NM TOG • HÁTT OG LÁGT DRIF • RAFDRIFIN LÆSING Í AFTURDRIFI • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN AÐ FRAMAN OG AFTAN • HLÍFÐARPLÖTUR UNDIR VÉL, KÖSSUM OG SKIPTINGU • BI-XENON LED FRAMLJÓS MEÐ ÞVOTTAKERFI • RAFDRIFIN OPNUN Á AFTURHLERA ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF JEEP® GRAND CHEROKEE BREYTTIR OG ÓBREYTTIR • ÍSLENSKT LEIÐSÖGUKERFI • BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ • FJARLÆGÐASKYNJARAR AÐ FRAMAN OG AFTAN • BLINDHORNSVÖRN ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND FANGELSISMÁL Afplánunarfangi í fangelsinu á Hólms heiði var f luttur á Land spítalann í byrjun mánaðar- ins og liggur þar þungt haldinn. Aðstandendur mannsins telja hann ekki hafa fengið læknishjálp eins fljótt og hann þurfti á að halda. Formaður félags fanga vill að málið verði rannsakað. „Já, með mikilli sorg get ég stað- fest að það liggur einstaklingur sem afplánar dóm á gjörgæsludeild. Hann hefur verið í öndunarvél í á aðra viku og ástandið er alvarlegt,“ segir Guðmundur Ingi Þóroddsson, formaður Afstöðu, félags fanga. Guðmundur segist ekki geta tjáð sig um hvað nákvæmlega gerðist en að fanginn hafi veikst mikið stuttu eftir að hann kom í fangelsið. Ekki mun þó vera um COVID-19 að ræða. „Það er alveg ljóst í mínum huga að rannsókn verður að fara fram og við reyndar báðum Fangelsismála- stofnun um það strax daginn eftir að þetta mál kom upp,“ segir Guð- mundur og bætir við: „Aðstandendur mannsins telja að ekki hafi verið brugðist við með réttum hætti og strax kallað eftir lækni þegar maðurinn bað um það.“ Hann segir að á endanum hafi fangavörður á vakt hringt á sjúkra- bíl, en þá hafi ástand mannsins verið orðið mjög alvarlegt. Páll Winkel fangelsis mála stjóri sagðist ekki geta tjáð sig um mál- efni ein stakra fanga þegar Frétta- blaðið hafði sam band, en sagði hins vegar að Fangelsis mála- stofnun færi alltaf yfir verk ferla þegar upp kæmu al var leg mál og kannaði hvort bregðast þyrfti við. – aá, mhj Afplánunarfangi liggur þungt haldinn á Landspítala Guðmundur Ingi Þóroddsson, for- maður Afstöðu, félags fanga VE S TURL AND Stykkishólmsbær hefur stefnt Sæferðum ehf. vegna áreksturs ferjunnar Baldurs á bryggjuna í nóvember árið 2016. Sæferðir, sem eru í eigu Eimskips og njóta styrkja frá Vegagerðinni til að halda úti ferjusiglingum yfir Breiða- fjörð, telja kröfuna fyrnda. Baldur sigldi á ferjubryggjuna, eða svokallaða Baldursbryggju, þann 13. nóvember árið 2016. „Á ferjunni er kragandi festing fyrir landgang sem krækist í fendernum og reif hann, skipið braut einnig klæðningu og bita sem fenderinn er festur við,“ segir í minnisblaði Vegagerðarinnar um áreksturinn. Hafi ferjan í nokkur önnur skipti rekist í bryggjuna og nú sé fenderinn ónýtur og burðarbitar aftan við hann einnig. „Ótvírætt er að það hefur verið stórkostlegt gáleysi að sigla á bryggj- una þar sem veðrið var ekki vont,“ segir í stefnunni. En samkvæmt Veðurstofunni var vindur 12 metrar á sekúndu og 18 í kviðum þann dag sem áreksturinn varð. Í skýrslu lögreglunnar kemur fram að skipstjóri Baldurs hafi átt erfitt með að stjórna ferjunni í sterkri suðvestanátt. Ferjan hafi komið full harkalega að bryggjunni með þeim afleiðingum að festi fyrir landgang á bakborðssíðu hafi lent í fendernum og brotið hann. Eins og áður segir hefur málið tekið nokkurn tíma og viðgerðir hafa enn ekki verið gerðar á bryggjunni. Sæferðir hafa hins vegar látið útbúa fendera, eða svokallaðar þybbur, og komu tvær þeirra til Stykkishólms í desember í fyrra. Ágreiningurinn kom hins vegar upp síðastliðið vor. Í maí sendi bærinn fyrirspurn á Sæferðir um hvernig fyrirtækið vildi fá reikninginn. Samkvæmt minnisblaði Vegagerðar innar hljóða viðgerðirnar upp á að minnsta kosti 4,28 milljónir króna. Endanleg fjárhæð liggi þó ekki fyrir þar sem viðgerðir þurfa að gerast undir sjávarmáli og óvissuþættir spili inn í. Sæferðir svöruðu samdægurs og töldu sig hafa bætt tjónið með þybbunum. Aldrei hefði fyrirtækið séð greinargerð Vegagerðarinnar. Í október sendi Stykkishólmur inn- heimtuaðvörun á Sæferðir sem höfnuðu bótaskyldunni í kjölfarið og töldu málið fyrnt á grundvelli ákvæða siglingalaga um þriggja ára fyrningarfrest. Stykkishólmur telur kröfuna hins vegar ekki fyrnda. Fyrningar- frestur skaðabóta sé fjögur ár og reiknist frá minnisblaðinu. Með því að af henda þybburnar hafi Sæferðir viðurkennt bótaábyrgð sína og fyrningunni þar með verið slitið. Hafi bærinn talið að Sæferðir myndu greiða fyrir viðgerðirnar en að Sæferðir hafi „umpólast í afstöðu sinni“ í vor. Árekstur Baldurs er ekki sá eini sem Stykkishólmur hefur þurft að kljást við á undanförnum árum. Sumarið 2018 klessti erlent skemmtiferðaskip á hafskipa- bryggjuna og var tjónið þar metið á 17 milljónir króna. Samkvæmt Pétri Kristinssyni, lögmanni bæjarins, hefur náðst sátt um það mál en hann vildi ekki tjá sig um málin að öðru leyti. kristinnhaukur@frettabladid.is Stykkishólmsbær krefst bóta frá Sæferðum vegna áreksturs Stykkishólmsbær telur Sæferðir ehf. bótaskyldar vegna áreksturs ferjunnar Baldurs á bryggju bæjarins fyrir fjórum árum. Um stórkostlegt gáleysi hafi verið að ræða. Milljónatjón hlaust af en Sæferðir telja málið fyrnt. Náðst hefur samkomulag vegna tjóns sem skemmtiferðaskip olli á bryggjunni árið 2018. Breiðafjarðarferjan Baldur olli tjóni á bryggjunni í Stykkishólmshöfn í nóvember árið 2016. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN HEILBRIGÐISMÁL Sjálfsbjargarheim- ilið í Hátúni hefur tekið í notkun 4G-bjöllukerfi fyrir skjólstæðinga sína. Samkvæmt Alvican, sem flytur hnappana inn, er þetta í fyrsta sinn sem slíkt kerfi er innleitt fyrir slíka starfsemi hér á landi. Alda Ásgeirs- dóttir, sviðsstjóri hjúkrunar, segir mikla ánægju vera með hnappana. Þeir veiti íbúunum meira öryggi og séu þægilegir fyrir starfsfólk. „Hægt er að hringja í hnappana og heyra í íbúunum okkar, hvar sem er. Einnig er staðsetningarbúnaður sem getur gert okkur kleift að fylgj- ast með íbúa ef þess er þörf og leyfi hefur verið gefið fyrir því,“ segir Alda. Hnappar af þessu tagi geta einnig sagt til um ef einhver dettur. „Varðandi fall þá hefur ekki reynt á það hjá okkur, en það er ekki spurn- ing að ef viðkomandi dettur myndi hnappurinn hringja og einnig getur íbúinn hringt á okkur hvar sem hann er staddur, úti eða inni.“ – ab Íbúar ánægðir með 4G-hnappa 4G bjöllukerfi er nú notað í Hátúni. HEILBRIGÐISMÁL Í október 2020 voru 107 börn á biðlista eftir þjónustu barna- og unglingageðdeildar Land- spítalans (BUGL). Meðalbiðtíminn var þá um 6,6 mánuðir. Þetta kemur fram í svari Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra við fyrirspurn þingmannsins Ólafs Ísleifssonar. Í svarinu kemur einnig fram að 845 börn fengu þjónustu hjá göngu- deild BUGL í fyrra og alls voru komur á deildina 8.193. Á göngu- deild BUGL starfar bráðateymi sem sinnir bráðaþjónustu. Teymið metur hvort mál krefjist tafarlausrar íhlutunar og hvort þörf sé á bráða- innlögn á legudeild. Pláss er fyrir 17 börn að hámarki á legudeildinni. Meðallegutími barna á legudeild BUGL í janúar til júní 2020 var 19 dagar. – aá Rúmlega hálfs árs bið á BUGL Svandís Svavars- dóttir, heil- brigðisráðherra 1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.