Fréttablaðið


Fréttablaðið - 19.11.2020, Qupperneq 6

Fréttablaðið - 19.11.2020, Qupperneq 6
Ísland hefur aldrei verið undanskilið njósnum og þessar stóru leyniþjónustur njósna um alla. Andrés Ingi Jónsson, óháður þingmaður HAFNIR Tilboði belgíska fyrirtækis- ins Jan De Nul í dýpkun við Sunda- bakka í Reykjavík hefur verið tekið af stjórn Faxaflóahafna. Að því er kemur fram í fundargerð stjórnar- innar nemur tilboð belgíska fyrir- tækisins 24 prósentum af kostnað- aráætlun. Fjarlægja á um 300 þúsund rúm- metra af efni af sjávarbotni úti fyrir Sundahöfn til að greiða fyrir siglingum stærri skipa. Í lok júlí í sumar komst Skipulagsstofnun að þeirri niðurstöðu að ekki væri lík- legt að losun dýpkunarefnis í hafið muni hafa neikvæð áhrif á vist- kerfi sjávar. Samkvæmt rannsókn á botndýralífi í Kollafirði, þar sem losa eigi efnið sem fært verður til, sé fjölbreytni lífríkisins lítil. „Tegundirnar sem fundust eru útbreiddar allt í kringum landið og verndargildi þeirra talið lítið. Ekki er útilokað að dýpkunarfram- kvæmdir við Sundabakka geti haft áhrif á göngu laxa í og úr Elliðaám. Líkur á því eru þó ekki miklar þar sem fjarlægð að ósum Elliðaáa er talsverð og fyrir liggur að fram- kvæmdir verða ekki á göngutíma seiða,“ bendir Skipulagsstofnun á. Verkefnið þurfi því ekki að fara í umhverfismat. Dýpkað verður á hafnarsvæði á Viðeyjarsundi, utan Vatnagarða og nýs Sundabakka. Í umfjöllun Skipulagsstofnunar segir að áður hafi verið dýpkað á stærstum hluta svæðisins og náttúrulegum botni verið raskað. Verkið felist að lang- mestu leyti í því að fjarlægja laust efni en að búast megi við klöpp í jaðri dýpkunarsvæðisins. „Að öllum líkindum verður notuð grafa á pramma til dýpkunar en þó gæti verið að dæluskip yrði notað sem losar efni í einum klumpi eins og um pramma væri að ræða, en það veldur minni gruggmyndun en þegar efni er dælt úr skipi. Klöppin verður f leyguð eða sprengd,“ segir Skipulagsstofnun. Dýpkunarefnið verður losað í aflagða efnisnámu á hafsbotni suð- austur af Engey en þar hefur verið losað efni síðan árið 2005. „Alls hafa þegar verið haugsettir rúmlega 1.000.000 rúmmetrar af dýpkunar- efni í þessa námu sem hætt var að nýta til efnistöku fyrir meira en 20 árum,“ segir áfram í umsögn Skipu- lagsstofnunar. Þá segir að þótt dýpkunarvæðið skarist ekki við svæði þar sem Björgun ehf. er með efnistöku úr námu við Engey bendi Orkustofnun á að ætlunin sé að varpa dýpkunar- efni í hafið innan svæðis þar sem stofnunin hafi í júní síðastliðnum veitt Björgun leyfi til efnistöku til næstu tíu ára. „Orkustofnun fall- ist ekki á að Faxaf lóahafnir varpi dýpkunarefni á umrædd svæði enda takmarki það möguleika Björgunar til lögmætrar nýtingar efnis,“ undirstrikar Skipulags- stofnun. Áætlað er að verkið hefjist fyrir nóvemberlok og að því ljúki á tólf dögum. gar@frettabladid.is Belgískt félag bauð best og annast dýpkun við Sundahöfn Fjarlægja á um 300 þúsund rúmmetra af efni af sjávarbotni við Sundabakka til að greiða fyrir siglingum stórra skipa. Efninu verður síðan varpað í sjóinn austan og sunnan við Engey. Skipulagsstofnun taldi ekki þörf á að setja framkvæmdina í umhverfismat. Verkið á að hefjast í lok mánaðarins og taka tólf daga. Hér sést hvernig efni verður fært af sjávarbotni úti fyrir Sundahöfn og komið fyrir á Viðeyjarsundi út af Engey. Tegundirnar sem fundust eru út- breiddar allt í kringum landið og verndargildi þeirra talið lítið. Úr umsögn Skipulagsstofnunar SIR ARNAR GAUTI L Í F S T Í L S Þ Á T T U R SIR ARNAR GAUTI Lifandi og skemmtilegur lífsstílsþáttur með Arnari Gauta á Hringbraut, á fimmtudögum kl. 21:30. LÍFSSTÍLSÞÁTTUR ALLA FIMMTUDAGA KL. 21:30 COVID-19 „Í mínum huga er þetta ekki endilega rétta röðin,“ sagði Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskr- ar erfðagreiningar, í þættinum 21 á Hringbraut í gærkvöldi um for- gangshópa við bólusetningu gegn COVID-19. Væntanleg forgangsröð- un stjórnvalda við bólusetningar á næsta ári er að setja heilbrigðis- starfsfólk í fremsta flokk. „Þegar við skoðuðum mótefni í Íslendingum þá leituðum við sér- staklega eftir mótefnum hjá starfs- mönnum Landspítalans og Heilsu- gæslunnar á höfuðborgarsvæðinu og komumst að raun um að það var nákvæmlega sami hundraðshluti af heilbrigðisstarfsmönnum og Íslendingum almennt sem höfðu sýkst sem bendir til þess að heil- brigðisstarfsmenn séu ekkert meira útsettir fyrir smiti heldur en aðrir,“ segir Kári. Þróun bóluefna tveggja lyfja- fyrirtækja, Pfizer með BioNtech og Moderna, gegn COVID-19 er langt á veg komin. Bóluefnaþróunin hefur orðið á „örskammri stundu“, segir Kári, hún taki vanalega fimm til tíu sinnum lengri tíma og nú sjáist að lyfjaiðnaðurinn geti unnið margfalt hraðar. „Það er búið að prófa þessi bólu- efni á mjög stórum hópi manna,“ segir Kári, eða á 74 þúsund manns, og ekkert hefur gefið til kynna að það sé ekki öruggt. „Það skiptir mestu máli að bæði bóluefnin verja í kringum 95 pró- sent þeirra sem eru útsettir fyrir smiti. Það er ekkert sem bendir til þess að af þeim hljótist alvarlegar aukaverkanir,“ fullyrðir Kári. Efnið virðist ekki beina ónæmiskerfinu að manninum sjálfum heldur ein- göngu að veirunni. Þáttinn 21 með viðtalinu má finna á hringbraut.is. – lb Telur að heilbrigðisstarfsfólk ætti ekki endilega að vera í forgangi Í mínum huga er þetta ekki endilega rétta röðin. Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar UTANRÍKISMÁL Óháði þingmaður- inn Andrés Ingi Jónsson hefur lagt inn fyrirspurnir til forsætisráð- herra, utanríkisráðherra og sam- gönguráðherra um athugun á og viðbrögð við hugsanlegum njósn- um Bandaríkjamanna í gegnum ljósleiðara. Eftir að upp komst að leyniþjón- usta danska hersins hafði gefið bandarísku leyniþjónustunni, CIA, aðgang að ljósleiðarakerfi hafi Bandaríkjamenn nýtt sér það til að njósna bæði í Danmörku og öðrum löndum. Til að mynda í Sví- þjóð, Frakklandi og Hollandi. Andr- és telur miklar líkur á að Ísland sé þarna með þar sem öll netumferð fari í gegnum danskt yfirráðasvæði. „Ísland hefur aldrei verið undan- skilið njósnum og þessar stóru leyniþjónustur njósna um alla,“ segir hann. Áhugi Bandaríkja- manna á Íslandi hefur aukist vegna umsvifa Rússa og Kínverja á norð- urslóðum. Andrés segir allt undir í þessu máli, ríkisleyndarmál, viðskipta- upplýsingar og persónulegar upp- lýsingar almennings. „Í Danmörku hefur sérstaklega verið njósnað um ráðuneyti og fyrirtæki sem tengjast varnarmálum,“ segir hann. „En það fer allt í gegnum þessa kapla.“ Gerir Andrés ekki ráð fyrir öðru en að staðan verði könnuð og að ráðherrar standi í lappirnar gagn- vart þessum bandalagsþjóðum okkar. Í ljósi danskra frétta býst hann ekki við að samband Íslands og Danmerkur veikist vegna máls- ins. „Fyrstu fréttir benda til þess að Danir hafi ekki gert ráð fyrir að Bandaríkjamenn myndu njósna um þá sjálfa heldur hafi ætlað að fá aðstoð til að geta sjálfir stundað njósnir,“ segir Andrés. „Þetta hafi þá komið í bakið á þeim.“ Telur Andrés hér frekar um gáleysi Dana að ræða frekar en illan ásetning. „Það er mjög mikið gáleysi að hleypa utanaðkomandi aðila inn í svo mikilvæga innviði,“ segir hann. – khg Krefur ráðherra um svör vegna njósna FJÖLMIÐLAR Þremur fréttamönnum RÚV var sagt upp störfum sem hluta af víðtækum niðurskurði. Þá hefur stöðugildum fréttamanna verið fækkað um þrjú til viðbótar í gegnum starfsmannaveltu og með skerðingu á starfshlutfalli. Meðal þeirra sem misstu vinnuna voru Jóhann Hlíðar Harðarson, fréttaritari RÚV á Spáni, og Úlla Árdal, fréttamaður RÚV á Norður- landi. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að Pálma Jónassyni, einum þáttarstjórnanda Spegilsins, hafi sömuleiðis verið sagt upp störfum í gær. Þá var fækkað í framleiðslu- teymi fréttaskýringaþáttarins Kveiks. Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri RÚV, segir að aðgerðirnar séu hluti af stórvægilegum sparnaðarað- gerðum sem hafi þurft að ráðast í þar sem fréttastofan standi frammi fyrir hátt í tíu prósenta niðurskurði á rekstrarfé sínu á næsta ári. Hluti af aðgerðunum felst í því að föstum stjórnendum í Kastljósi og Speglinum verður fækkað um einn, auk þess sem fækkað er um pródú- sent í framleiðsluteymi Kveiks. Þá verða fréttamenn á starfsstöð RÚV á Akureyri tveir í stað þriggja. Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur áður greint frá því að 600 milljónir króna vanti í rekstur RÚV á næsta ári. Til að mynda hafa stjórnendur stofnunarinnar þurft að horfa upp á skerðingu á auglýs- ingatekjum á þessu ári vegna áhrifa heimsfaraldursins. – eþá Uppsagnir hjá RÚV Nýtt fréttastúdíó kostaði hundruð milljóna. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR 1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.