Fréttablaðið - 19.11.2020, Blaðsíða 18
Tjáskipti telj ast til grundvallarmann réttinda eins og kemur fram í grein 19 í Mannrétt
indasáttmála Sam einuðu þjóðanna
frá 1948. Þessi grein tekur ekki bara
til þess að eiga samskipti við aðra og
skiptast á skoðunum og hugmynd
um heldur einnig til þess að búa yfir
hæfni og getu til tjáskipta.
Ég hef í áratugi rannsakað mál
töku barna. Leikskólaárin leggja
grunn að færni barna í tungumál
inu. Við tökum því sem gefnu að
við upphaf grunnskólagöngu séu
öll börn með góðan málþroska.
En orðaforði er mismunandi milli
barna og einnig leikni við að orða
hugsun, þarfir og langanir. Sum
fjögurra ára börn geta verið með
sambærilegan orðaforða og sex ára
börn, meðan önnur eru með orða
forða á við tveggja ára börn.
En af hverju er þessi breytileiki?
Rannsóknir síðustu ára hafa leitt í
ljós að umhverfi barna hefur mikil
áhrif á færni þeirra í tungumálinu.
Börn sem er talað mikið við hafa
almennt meiri orðaforða og betri tök
á tungumálinu en þau sem er minna
talað við. Ísland er ekki frábrugðið
öðrum löndum í þessu efni og hafa
rannsóknir sýnt að félagsleg staða
og menntun foreldra hefur mælan
leg áhrif á færni barna í tungumál
inu. Börn menntaðra foreldra búa
almennt yfir meiri og fjölbreyttari
orðaforða. Það sama á við um börn
sem eiga foreldra í sambúð en marg
ar rannsóknir hafa leitt í ljós að börn
einstæðra foreldra sýna að meðaltali
slakari færni í tungumálinu en börn
foreldra sem eru í sambúð.
Hins vegar sýna rannsóknir
ekki að munur sé á milli kynja á
leikskólaárunum. Stúlkur reynast
ekki vera með betri málþroska en
drengir, ólíkt því sem oft hefur verið
haldið fram. Búseta hefur hins vegar
áhrif. Í ákveðnum landshlutum
sýna börn að meðaltali meiri færni
en í öðrum. Innan Reykjavíkur er
mikill munur á milli hverfa og jafn
vel á milli einstakra leikskóla innan
sama hverfis. Erlendar rannsóknir
hafa sýnt að með markvissri örvun
í leikskóla er hægt að hafa áhrif á
færni barnanna í tungumálinu.
Mikilvægi málörvunar í leikskóla er
óumdeilt og ætti að jafna möguleika
barna og gefa öllum tækifæri til að
ná góðum tökum á íslenskunni.
Fjöltyngdir nemendur
Á nýlegri ráðstefnu um menntun
f jöltyngdra nemenda var lögð
áhersla á að koma til móts við nem
endur út frá þeirra þörfum, óháð
kyni og uppruna, og að allir hafi
jöfn tækifæri til menntunar. Það
er mikill misskilningur að börn á
leikskólaaldri nái tökum á mörgum
tungumálum áreynslulaust. Við
vitum að til að læra nýtt tungumál
þurfa börn að heyra tungumálið í að
minnsta kosti einn þriðja af vöku
tíma þeirra. Þar skiptir ekki máli
hvort um er að ræða móðurmálið
eða tungumál umhverfisins. Það
sem skiptir meginmáli er hversu
mikið þau heyra, gæði málörvunar
og að þau fái ríkuleg tækifæri til að
tjá sig á tungumálinu.
Flest börn dvelja í leikskólum á
Íslandi átta tíma á dag, fimm daga
vikunnar eða megnið af vökutím
anum. Nú hefur verið sýnt fram á
að fjöltyngd börn á Íslandi ná að
meðaltali ekki nægilega góðri færni
í íslensku, þrátt fyrir að vera fædd
á Íslandi og hafa gengið í leikskóla
í þrjú til fjögur ár. Orðaforðinn
er fábreytilegur og þau gera mun
fleiri villur í málfræði en íslenskir
jafnaldrar þeirra. Jafnframt sýndi
ein rannsókn að leikskólabörn sem
höfðu pólsku að móðurmáli voru
með sama orðaforða í pólsku og
jafnaldrar í Póllandi, en höfðu mun
fátæklegri orðaforða á íslensku en
íslenskir jafnaldrar. Rannsóknir
frá Belgíu og Bretlandi benda til
hins gagnstæða. Þar er tungumál
umhverfisins ríkjandi mál fjöl
tyngdra barna.
Brottfall úr framhaldsskóla
Við sýndum fram á með HLJÓM
rannsóknum að færni barna við
fimm ára aldur í hljóðkerfisvitund
og almennum málþroska spáir
sterkt fyrir um námsgengi þeirra
í grunnskólanum, bæði í íslensku
og í stærðfræði. Lestur byggist á
umskráningu á bókstöfum í hljóð
og orð og skilningi á þeim orðum
sem við erum að lesa. Góð færni í
tungumáli skólans er lykillinn að
velgengni og líðan í skóla. Öll börn
eiga rétt á því að læra íslensku óháð
menntun, stöðu foreldra og upp
runa. Brottfall úr framhaldsskóla
byggir á grunnfærni sem er lögð
í leikskóla. Ef lum málfærni leik
skólabarna og stöndum vörð um
rétt barna til að læra tungumál
skólans, íslenskuna.
Réttur barna
til að læra íslensku
Loftslagsváin er stærsta áskorun samtímans og það hvernig heimsbyggðin tekst á við lofts
lagsmálin mun skipta sköpum fyrir
komandi kynslóðir. Loftslagsmálin
snerta líka f lest svið samfélagsins.
Þau eru þverlæg í stjórnkerfinu og
úrlausnarefnin heyra undir f lest
ráðuneyti og fjölda stofnana, svo
ekki sé minnst á hlutverk sveitar
stjórnarstigsins, atvinnulífsins og
almennings. Loftslagsmálin eru
því ekki eingöngu viðfangsefni
umhverfis og auðlindaráðuneyt
isins. Loftslagsmál eru ekki síður
efnahagsmál, jafnréttismál, sam
göngumál eða menntamál. Vegna
þess hversu víðfeðmt viðfangsefni
loftslagsmálin eru, er mikilvægt að
stjórnsýsla loftslagsmála sé skilvirk
og samþætt.
Ráðherranefnd og samstarfs-
nefnd ráðuneytisstjóra
Ríkisstjórnin ákvað að koma á
fót sérstakri ráðherranefnd til að
fjalla um loftslagsmál og kom hún
nýlega saman í fyrsta sinn, sem
markaði tímamót í eflingu stjórn
sýslu loftslagsmála. Nefndin er
skipuð átta ráðherrum og er henni
ætlað að styrkja yfirsýn og sam
þættingu loftslagsmála og vera
vettvangur fyrir pólitíska stefnu
mótun og umræður um aðgerðir á
sviði loftslagsmála. Ríkisstjórnin
samþykkti jafnframt í síðustu viku
að komið yrði á fót samstarfshópi
ráðuneytisstjóra þeirra ráðuneyta
sem fara með verkefni á sviði lofts
lagsmála. Markmiðið er að auka
samráð og samþættingu innan
Stjórnarráðsins, tryggja sem besta
eftirfylgni áætlana stjórnvalda í
loftslagsmálum þvert á ráðuneyti
og samhæfa vinnu stofnana hins
opinbera á sviði loftslagsmála.
Loftslagsráð og
Loftslagssjóður stofnuð
Árið 2018 var Loftslagsráð sett á
fót, sem var gríðarlega mikilvægt
skref til að ef la aðhald og ráðgjöf
til stjórnvalda í loftslagsmálum en
Loftslagsráð er sjálfstætt í störfum
sínum. Ári síðar var Loftslagssjóður
stofnaður og hefur hann nú þegar
styrkt tugi verkefna sem snúa að
fræðslu og nýsköpun í loftslags
málum.
Úttekt á stjórnsýslu
loftslagsmála
Eitt af þeim verkefnum sem ég fól
Loftslagsráði þegar það var sett á
fót árið 2018, var að vinna úttekt á
stjórnsýslu loftslagsmála hérlendis.
Í sumar kom svo út skýrsla Lofts
lagsráðs sem unnin var af Capacent,
þar sem lagðar voru fram ýmsar
góðar ábendingar og tillögur að
úrbótum. Unnið hefur verið að fjöl
mörgum verkefnum allt frá því að
ég tók við sem ráðherra umhverfis
mála, í því skyni að efla starf stjórn
valda á sviði loftslagsmála.
Með breytingum á loftslagslögum
árið 2019 var öllum ríkisstofnunum,
sveitarfélögum og fyrirtækjum í
meirihlutaeigu ríkisins gert skylt
að setja sér loftslagsstefnu og útbúa
áætlun um samdrátt í losun. Það er
gríðarlega mikilvægt framfaraskref.
Á sama tíma var einnig fært í lög að
gerðar skyldu vísindaskýrslur um
áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi
með reglulegu millibili. Þá var sú
skylda lögð á herðar stjórnvöldum
að vinna að áætlun um aðlögun
samfélagsins að loftslagsbreyting
um, en á sama tíma og við róum að
því öllum árum að hægja á og draga
úr áhrifum loftslagsbreytinga þá
þarf líka að undirbúa samfélagið
undir þær breytingar sem óhjá
kvæmilega munu verða á næstu
árum og áratugum. Vinna við gerð
stefnu um aðlögun íslensks sam
félags hefst á þessu ári í starfshópi
undir forystu umhverfis og auð
lindaráðuneytis.
Skipulagsbreytingar
og aukinn mannafli
Gerðar hafa verið breytingar á
skipulagi umhverfis og auðlinda
ráðuneytisins í því skyni að ef la
starf ráðuneytisins á sviði loftslags
og alþjóðamála. Sérstök skrifstofa
fer með loftslagsmál og ný skrifstofa
fer með alþjóðamál og samþættingu
umhverfismála, ekki síst loftslags
mála, við aðra málaflokka eins og
hringrásarhagkerfi, landgræðslu,
skógrækt og sjálf bæra nýtingu
auðlinda. Starfsfólki sem vinnur að
loftslagsmálum í ráðuneytinu hefur
því verið fjölgað til að takast á við
aukin verkefni og aukna ábyrgð.
Stofnanir ráðuneytisins hafa líka
fengið aukið fjármagn til þess að
sinna verkefnum sínum á sviði lofts
lagsmála í tíð þessarar ríkisstjórnar.
Þannig hafa Umhverfisstofnun,
Landgræðslan, Skógræktin, Veður
stofa Íslands og Hafrannsókna
stofnunin verið styrktar til þess að
takast á við rannsóknir, losunar
bókhald og beinar aðgerðir í þágu
loftslagsmála.
Aldrei meiri metnaður –
aldrei meira fjármagn
Til þess að ná árangri í loftslags
málum er lykilatriði að aðgerðum
og áætlunum fylgi fjármagn, en
sú hefur ekki alltaf verið raunin.
Núverandi ríkisstjórn hefur hins
vegar lagt á þetta áherslu og stað
reyndin er sú að aldrei hefur meira
fjármagn runnið til umhverfismála
en í tíð þessarar ríkisstjórnar. Fjár
heimildir hafa aukist um 47% frá
árinu 2017 til 2021. Ef við horfum
til loftslagsmálanna einna þá munu
fjármunir til þeirra hafa aukist um
samtals 13,9 milljarða króna frá
2017 til 2025, að meðtalinni þeirri 3
milljarða króna aukningu sem fram
er sett í fjármálaáætlun ríkisstjórn
arinnar sem nú liggur fyrir Alþingi.
Þá eru ekki taldar með aðgerðir sem
heyra undir aðra málaf lokka en
umhverfisráðuneytið, eins og sam
göngumál eða fjárhagslega hvata,
sem eru á forræði fjármála og efna
hagsráðuneytis.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobs
dóttur hefur sýnt meiri metnað í
loftslagsmálum en nokkur önnur
ríkisstjórn hingað til. Stjórnarsátt
máli setur skýrar áherslur um lofts
lagsmál og markið sett á kolefnis
hlutleysi Íslands fyrir árið 2040. Á
fyrsta starfsári ríkisstjórnarinnar
var fyrsta fjármagnaða aðgerða
áætlunin í loftslagsmálum gefin
út og nú í sumar var hún uppfærð
með fjölda nýrra aðgerða. Saman
lagt eiga þær að skila okkur meiri
samdrætti í losun gróðurhúsaloft
tegunda en núverandi alþjóðlegar
skuldbindingar segja til um og við
erum auðvitað hvergi nærri hætt.
Stjórnvöld efla stjórnsýslu loftslagsmála
Guðmundur
Ingi
Guðbrandsson
umhverfis- og
auðlinda-
ráðherra
Á fyrsta starfsári ríkis-
stjórnarinnar var fyrsta fjár-
magnaða aðgerðaáætlunin
í loftslagsmálum gefin út og
nú í sumar var hún uppfærð
með fjölda nýrra aðgerða.
Eldvarnaátak Landssambands slökkviliðs og sjúkraflutningamanna fer fram um allt land
um þessar mundir eins og mörg und
anfarin ár, en nú í skugga tíðra elds
voða á heimilum og óvenjumargra
banaslysa það sem af er ári. Þegar
þetta er skrifað hafa sex látið lífið í
eldsvoðum á árinu, langt umfram
það sem almennt gerist. Það er því
brýnt að fólk hugi að nauðsynlegum
eldvörnum á heimilinu, ekki síst nú í
aðdraganda hátíðanna. Könnun sem
Gallup gerði nýverið fyrir Eldvarna
bandalagið sýnir reyndar að heimil
in auka eldvarnir sínar jafnt og þétt
en betur má ef duga skal. Könnunin
sýnir að ákveðnir hópar eru enn allt
of berskjaldaðir gagnvart eldsvoðum
vegna skorts á reykskynjurum og
öðrum eldvarnabúnaði.
Gallup gerði könnunina fyrir Eld
varnabandalagið 30. september til
7. október síðastliðinn. Góðu frétt
irnar eru þær að könnunin sýnir,
eins og fyrri kannanir, að heimilin
auka eldvarnir sínar jafnt og þétt. Æ
færri hafa engan eða bara einn reyk
skynjara en að sama skapi fjölgar
þeim sem hafa þrjá eða fleiri. Mun
algengara er nú en fyrir tíu árum að
slökkvitæki og eldvarnateppi séu á
heimilum.
Frávikin frá þessu eru þó óþægi
lega mikil og mörg. Þannig er fólk á
aldrinum 2534 ára mun ólíklegra
en aðrir til að hafa eldvarnateppi
og slökkvitæki á heimilinu. Eld
varnateppi eru að meðaltali á 64,3
prósentum heimila, en aðeins hjá
48 prósentum í umræddum aldurs
hópi. Þá er áberandi hve heimili í
Reykjavík eru að jafnaði mun verr
búin eldvarnabúnaði en heimili í
nágrannasveitarfélögum og þó sér
staklega miðað við sveitarfélög utan
höfuðborgarsvæðisins.
Könnunin leiðir í ljós að eld
varnir í fjölbýlishúsum eru lakari
en almennt gerist og þá sérstak
lega í stærri fjölbýlishúsum. Íbúar
í leiguhúsnæði eru sem fyrr mun
verr búnir undir eldsvoða en aðrir.
Könnun Gallup leiðir í ljós að í 45
prósentum íbúða í leiguhúsnæði er
enginn eða aðeins einn reykskynjari.
Sambærilegt hlutfall á landsvísu er
28 prósent.
Til öryggis
Landssambandið hefur um langt
árabil lagt áherslu á forvarnarstarf
og hefur haldið Eldvarnaátakinu úti
með dyggum stuðningi fjölmargra
aðila í rúma tvo áratugi. Slökkviliðs
menn beina fræðslu um eldvarnir að
nemendum í 3. bekk grunnskóla og
fjölskyldum þeirra.
Efling eldvarna er liður í því að
auka öryggi jafnt barna sem full
orðinna á heimilinu. Þegar börnin
koma heim úr skólanum eftir að
hafa fengið fræðslu um eldvarnir er
því upplagt að foreldrar setjist niður
með barninu sínu, kynni sér fræðslu
efnið og fari skipulega yfir eldvarnir
heimilisins.
Um leið og við hvetjum fólk til að
hafa nauðsynlegan eldvarnabúnað
á heimilinu leggjum við ekki síður
áherslu á mikilvægi þess að fara var
lega í daglegri umgengni á heimilinu.
Á næstu vikum ríður sérstaklega á að
fara varlega með opinn eld, kertaljós
og þvíumlíkt. Og munið að slaka
ekki á klónni þótt jólahátíðinni ljúki
og nýtt ár gangi í garð, því reynslan
sýnir að eldsvoðar á heimilum eru
ekki síður algengir á fyrstu vikum
ársins en á aðventu og um jól.
Aukum eldvarnir –
það er svo mikið í húfi
Hermann
Sigurðsson
framkvæmda-
stjóri Lands-
sambands
slökkviliðs- og
sjúkraflutninga-
manna
Garðar H.
Guðjónsson
framkvæmda-
stjóri Eldvarna-
bandalagsins og
verkefnastjóri
Eldvarnaátaks-
ins
Dr. Jóhanna
Thelma
Einarsdóttir
talmeina-
fræðingur Við vitum að til að læra
nýtt tungumál þurfa börn
að heyra tungumálið í að
minnsta kosti einn þriðja
af vökutíma þeirra. Þar
skiptir ekki máli hvort um
er að ræða móðurmálið eða
tungumál umhverfisins.
Það sem skiptir meginmáli
er hversu mikið þau heyra,
gæði málörvunar og að þau
fái ríkuleg tækifæri til að tjá
sig á tungumálinu.
1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R18 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð