Fréttablaðið - 19.11.2020, Side 36

Fréttablaðið - 19.11.2020, Side 36
Fjarvera þín er myrkur er ný skáldsaga eftir Jón Kalman Stefánsson, löng og mikil bók með stóru persónugalleríi. Fyrsta spurning til höfundarins er hvernig gengið hafi að halda utan um allar þessar persónur, gerði hann kannski skrá yfir þær? „Ég hef ekki ennþá rekist á þann höfund sem er með alla þræði í hendi sér þegar hann byrjar á nýrri skáldsögu. Enda væri það skrítið, skáldskapur er jú list hins óvænta, þess sem ekki er hægt að sjá fyrir; og hvar er hið óvænta ef þú hefur strax í byrjun alla þræði í hendi? Þannig að, nei, ég gerði enga skrá yfir per- sónur, og geri það aldrei,“ segir Jón. „Ég var, þegar ég byrjaði að vinna bókina, svolítið eins og sögumaður- inn sem vaknar upp minnislaus á kirkjubekk í blá- byrjun frásagnar; vissi ekki hvað beið mín. Að skrifa skáld- sögu er svolítið eins og að leggja af stað í langt ferða- lag; ég hef í besta falli óljósan grun um hvað bíður mín eða hvar ég enda. Og ég vil hafa það þannig. En flestar persónur virðast koma nær fullmót- aðar til mín. Eins og ég hafi þekkt þær lengi. Samt ná þær stöðugt að koma mér á óvart.“ Stór hluti lífs er fortíð Segðu mér frá sögumanninum sem virðist hafa tapað minninu. „Hann er samtímis miðja frá- sagnarinnar og fullkomið aukaat- riði. Allt fer á einn eða annan hátt í gegnum hann, og þótt hann eigi ekki að skipta ekki máli, þá er flest hugsanlega á einn eða annan hátt litað af honum. Ég reyni stöðugt að finna nýjar leiðir til að segja sögur, til að skrifa skáldsögur. Finnst ég verða að gera það, til að staðna ekki, og eins til að leita eftir nýjum víddum í skáldsögunni sjálfri. Þessi sögumaður er líklega ein tilraunin til þess. Hann er kannski líka að ein- hverju leyti viðbragð við ótal sjálfs- ævisögulegum skáldsögum, eða skáldævisögum eins og Guðbergur kallaði þær, sem hafa verið áberandi hér sem erlendis síðustu 20 árin eða svo. Í sumum þeirra virðist persóna höfundar orðin eitt mikilvægasta viðfangsefnið. Það er kannski ekki alltaf heppilegt.“ Fortíðin er þér hugleikin, heldurðu að hún fylgi okkur alltaf og það sé ómögulegt að losna undan áhrifum hennar? „Stór hluti alls lífs er fortíð. Það sem er liðið er alls ekki liðið, heldur lif ir áfram á einn eða annan hátt í minningum okkar, vitund, draumum, og hefur þar með stöðug á hr i f á líðandi stund. Það er hvorki hægt að skilja manneskju né þjóð án þess að þekkja til for- tíðar hennar, og við eigum alls ekki að reyna að losna undan áhrifum hennar. Eða væri það ekki eiginlega hið sama og að afneita sjálfum sér eða lífinu? Sá sem reynir af einhverj- u m á s t æ ð u m að losna undan henni, losna við ha na , g ley ma henni, er að reyna að stytta sér leið fram hjá sjálfum sér. Það endar yfir- leitt í óhamingju og ójafnvægi.“ Ástin sem leikstjóri Ástin og dauðinn eru alltaf áberandi í bókum þínum. Er ástin að þínu mati sterkasta afl sem til er? Og er dauð- inn ógnvekjandi eða kannski bara sjálfsagður? „Ég held að það sé erfitt að and- mæla því að ástin sé eitt máttugasta, fallegasta og hættulegasta afl sem við þekkjum. Það er engin tilviljun að langflestir söngtextar allra tíma hverfast á einn eða annan hátt um hana; og varla sú skáldsaga skrifuð þar sem ástin leikur ekki stórt hlut- verk. Og hún getur verið eyðandi og græðandi í senn. Ef lífið væri kvikmynd þá væri ástin líklega leikstjórinn. En fullkomlega óút- reiknanlegur leikstjóri, því ástin er guð og djöfullinn, draumurinn og martröðin, huggunin og harmurinn – við hljótum því að skrifa um hana. Og dauðinn? Ég skrifa sumpart til þess að komast að því hvort dauðinn sé dyrnar að engu eða öllu; að svart- holi eða nýjum alheimi. Enn hef ég ekki fundið svarið, og skrifa því áfram.“ Sterkt samband við tónlist Tónlist kemur við sögu í bókinni og þú birtir það sem þú kallar laga- lista dauðans. Er þetta tónlist sem þú heldur upp á eða var hún valin af öðrum ástæðum? „Tónlist hefur alltaf verið mikil- væg í lífi mínu. Ég efast eiginlega um að ég hafi lifað dag án þess að hlusta á músík. Tónlistin er líka mikil- vægur þáttur í mannkynssögunni, ekki síst síðustu 50-60 árin, þar sem hún hefur verið mótandi afl í sam- félögum heimsins. Hún er að auki mjög persónuleg; við eigum f lest í sterku, persónulegu sambandi við ákveðin lög sem bera með sér minningar eða stemningar úr fortíð okkar. Ég hef oft notað tónlist í skáldsögum mínum, en vildi nú ganga skrefi lengri og gera hana að ... ja, einu af meginöflum sögunnar. Órjúfanlegum þætti af landslagi hennar. Flest lögin á listanum hafa fylgt mér og verið hluti af dögum mínum, mislengi kannski, en hafa haft áhrif á mig, hafa litað mína daga. Þau tengjast líka persónum sögunnar, atburðarásinni, stemningunni. En svo eru þarna lög sem ég neita að setja á listann, vil ekki gera dauð- anum þann óleik. Það er hins vegar önnur saga.“ EF LÍFIÐ VÆRI KVIKMYND ÞÁ VÆRI ÁSTIN LÍKLEGA LEIKSTJÓRINN. Stöðugt að finna nýjar leiðir til að segja sögur Ný skáldsaga Jóns Kalmans Stefánssonar er Fjarvera þín er myrkur. Hann segir að það að skrifa skáld- sögu sé eins og að leggja af stað í langt ferðalag. Flestar persónurnar koma til hans nær fullmótaðar. Það sem er liðið er alls ekki liðið, segir Jón Kalman. FRÉTTABLAÐIÐ/ SIGTRYGGUR ARI Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is Tolli Morthens sýnir vatnslita-verk sín í Þulu við Laugaveg. Sýningin stendur til 6. des- ember. Um myndirnar segir Tolli: „Mynd- irnar eru málaðar yfir sumar og haust á Íslandi 2020. Vatnið í myndirnar kemur úr lækjum, ám eða vötnum og tjörnum sem liggja næst viðfangs- efninu. Birtan og skuggar árstíðanna er sú áskorun sem ég tekst á við. Það er gaman að læra á samspil pappírs- ins og vatnsins við gerð myndanna.“ Þula er opin miðvikudaga til sunnudaga frá 14.00-18.00. Vatnslitamyndir Tolla í Þulu Vatnslitamynd eftir Tolla á sýningunni sem stendur yfir í Þulu. Snerting eftir Ólaf Jóhann Ólafs-son er í fyrsta sæti á metsölu-lista Eymundsson og Þagnar- múr eftir Arnald Indriðason er í öðru sæti. Ný bók Yrsu Sigurðar- dóttur, Bráðin, kom út í vikunni og rauk beint í þriðja sætið. Í fjórða sæti er Kóngsríkið eftir Jo Nesbø og í því fimmta er Gata mæðranna eftir Kristínu Mörju Baldursdóttur. Í sjötta sæti er Orri óstöðvandi eftir Bjarna Fritzson. Listinn er byggður á sölu í versl- unum Pennans Eymundsson dag- ana 11. til 17. nóvember. Ólafur Jóhann á toppnum Ólafur Jóhann Ólafsson er á toppnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 1 9 . N Ó V E M B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R28 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.