Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 15
Á ÞINGPÖLLUM Björn Jón Bragason eyjan@eyjan.is s íðasta ár fjölgaði starfs-mönnum hins opinbera um liðlega 4,2% eða um tæplega 2.300 manns, sam- kvæmt tölum Hagstofunnar, en á sama ári fækkaði störf- um á einkamarkaði um 2,6% eða um tæplega 3.900 manns. Þetta ætti að teljast alvarlegt umhugsunarefni núna, þegar skatttekjur hafa hríðfallið vegna efnahagsástandsins, en lítið hefur farið fyrir umræðu um hagræðingu í opinberum rekstri undanfarið – hagræð- ingu sem þó er óhjákvæmileg. Eftirlitskerfið þenst út Einn er sá útgjaldaliður hins opinbera sem vaxið hefur gríðarlega á síðustu árum, en það er kostnaður vegna hvers kyns eftirlits. Milli áranna 2010 og 2018 jukust útgjöld til 21 eftirlitsstofnunar ríkisins um rúm 57%, svo dæmi sé tekið. Þessi mál voru til tals- verðrar umræðu í tíð ríkis- stjórnar Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, 2013–2016, en þá var að störfum hag- ræðingarhópur á vegum stjórnarinnar. Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður þess hóps, sagði í samtali við Fréttablaðið í september 2013 að fyrri ríkisstjórn hefði for- gangsraðað í þágu eftirlits- iðnaðarins. Nú þyrfti að vinna að hagræðingu og gagnrýndi hann sérstaklega framlög til fjölmiðlanefndar, sem hefðu hækkað úr 17,5 milljónum árið 2008 í 38,5 milljónir 2012. Þessar tölur er athyglis- vert að skoða í ljósi fjárlaga næsta árs, þar sem gert er ráð fyrir 92 milljónum til fjöl- miðlanefndar. Lítill áhugi til staðar Sumarið 2014 skipaði Sig- mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra vinnuhóp til að fara yfir lög og reglur er varða eftirlitsstofnanir. Í áfangaskýrslu sem hópurinn sendi frá sér þá um haust- ið, var lagt til að fram færi heildarendurskoðun á eftir- litsstofnunum, verkefni þeirra yrðu greind og stofnanir að því búnu sameinaðar og sam- þættar. Þingnefnd yrði falið eftirlit með stofnununum og fjárveitingar skyldu grund- vallast á árangursmati. Formaður starfshópsins var Skúli Sveinsson lögmað- ur. Hann sagði í samtali við Fréttablaðið nokkrum árum síðar, að vinna hópsins hefði runnið út í sandinn: „Það virtist ekki vera áhugi hjá stjórnvöldum á að halda starfi hópsins áfram, eftir að ég skil- aði skýrslunni heyrði ég ekki meira af þessu.“ Ýmsar tillögur að úrbótum Starfshópurinn lagði til að umfram allt yrði hugað að þjónustuhlutverki viðkom- andi stofnana, þar sem hag- kvæmni og skilvirkni yrðu í hávegum og að stofnanirnar yrðu eingöngu fjármagn- aðar úr ríkissjóði. Hópurinn benti á að sértekjur eftir- litsaðila, þar með talin gjöld vegna framkvæmdar eftirlits, kynnu að skapa óæskilega hvata fyrir eftirlitsstofnun til að herða eftirlit, til þess eins að auka tekjur. Í þessu sam- bandi er rétt að huga að því að sektir eru í eðli sínu viðurlög við afbrotum og ekki hugs- aðar sem tæki til tekjuöfl- unar hins opinbera. Þá hefur það ítrekað hent að gjaldtaka opinberra aðila sé ekki í sam- ræmi við lög. Dæmi um það var þegar íslenska ríkinu var gert að greiða Banönum ehf. 40 milljónir króna vegna ólögmætrar álagningar eftir- litsgjalds, en að mati dómsins voru ekki tengsl milli fjár- hæðar gjaldsins og þeirrar þjónustu sem fyrirtækið fékk. Til að einfalda framkvæmd eftirlits hefur verið bent á mikilvægi þess að sameina stofnanir, en oft er talsverð skörun á verkefnum þeirra, til að mynda Póst- og fjar- skiptastofnunar annars vegar og Samkeppniseftirlitsins og Neytendastofu hins vegar. Í Finnlandi og Danmörku hafa stofnanir samsvarandi Sam- keppniseftirlitinu og Neyt- endastofu verið sameinaðar, svo dæmi sé tekið. Lítið dæmi af eftirliti Neytendastofa gerði könnun á sölustöðum og vefsíðum ís- búða í júní síðastliðnum til að rannsaka verðmerkingar. En samkvæmt athugun Neyt- endastofu á fésbókarsíðum og vefsíðunum kom í ljós að þar vantaði upplýsingar um „kennitölu, virðisaukaskatts- númer, opinbera skrá og leyfi þjónustuveitenda“, eins og það er orðað í áliti stofnunarinnar sem brást við með því að leggja 20 þúsund króna dag- sekt á hverja og eina ísbúð yrði þessu ekki kippt í liðinn á innan við hálfum mánuði. Hér má velta því upp hvort ekki sé of langt gengið í eftir- liti, enda stunda fæstar um- ræddra ísbúða rafræn við- skipti. Upplýsingarnar á vefsíðunum eru umfram allt til að koma á framfæri upp- lýsingum um afgreiðslutíma, vöruúrval og fleira því um líkt. Hvaða máli skiptir það neytandann hvort virðisauka- skattsnúmer og kennitala komi fram á fésbókarsíðu ís- búða? Snýst um samkeppnishæfni Ísland á í alþjóðlegri sam- keppni um fólk og fyrirtæki. Mikilvægur þáttur í því að auka samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs er að ein- falda regluverk og eftirlit – að það verði framkvæmt með sem allra hagkvæmustum hætti. Sér í lagi er þetta mikil- vægt nú um stundir þegar kreppir að í atvinnulífinu og ekki úr vegi að dusta rykið af tillögum starfshópsins sem stungið var ofan í skúffu haustið 2014. n Sú hugmynd hefur komið upp að sameina Póst- og fjarskiptastofnun, Samkeppniseftirlitið og Neytendastofu. MYND/VILHELM SKOÐANAPISTILL MIKIL TÆKIFÆRI TIL HAGRÆÐINGAR Í REKSTRI EFTIRLITSSTOFNANA Opinbert eftirlit gríðarlega umfangsmikið. Skýrslu vinnuhóps um málaflokkinn stung ið ofan í skúffu. Ítrekað hent að gjaldtaka vegna eftirlits sé ekki í samræmi við lög. Mikilvægur þáttur í því að auka sam- keppnishæfni ís- lensks atvinnulífs er að einfalda reglu- verk og eftirlit. EYJAN 15DV 20. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.