Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 39

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 39
SAKAMÁL S usan Cox Powell var gift tveggja barna móðir, fædd árið 1981. Sumarið 2008 tók hún upp hrollvekjandi myndband þar sem hún lýsti skemmdum á heimili sínu sem hún sagði að eiginmaður sinn hefði valdið. Hún sagði að hjóna- bandið væri stormasamt og ef eitthvað kæmi fyrir hana skyldi fólk reikna með að henni hefði verið gert mein. Susan var gift manni að nafni Joshua Powell sem fæddur var árið 1976 og áttu þau tvo unga syni. Þau kynnt- ust árið 2001 og hófu sambúð upp úr því. Eins og margt ungt fólk höfðu þau ekki mik- il auraráð og fengu að búa hjá föður Joshua, Steven Powell, í Portland í Oregon. Steven Powell, sem þá var miðaldra, var sérkennilegur maður með óþægilegar fýsnir. Hann var skilinn við móður Joshua og hafði sýnt af sér óeðlilega hegðun í hjónabandinu og eftir það. Hann skiptist á klámblöðum við syni sína, Joshua og bróð- ur hans Michael. Hann hafði þá áráttu að njósna um kon- ur, safna upplýsingum um þær og taka myndir af þeim í óþökk þeirra. Þegar unga parið bjó hjá Steven sýndi hann tengda- dóttur sinni óeðlilegan og ónáttúrulegan áhuga. Hann varð hugfanginn af henni og tók upp mörg myndbönd þar sem hann tjáði sig um þrá sína í garð hennar. Hann lét sig dreyma um að þeir feðg- arnir gætu með einhverjum hætti deilt henni sem ást- konu. Hann njósnaði um Susan, tók myndir af henni í óleyfi og stal nærfötunum hennar. Stormasamt hjónaband Þegar Steven játaði ást sína fyrir Susan brást hún ókvæða við, sem vonlegt var. Þetta varð til þess að þau Jos- hua gátu ekki lengur búið hjá tengdaföðurnum og fluttu til Utah. Þar eignuðust þau tvo drengi. Eins og myndbönd Susan Ágúst Borgþór Sverrisson agustb@dv.is bera með sér var hjónabandið stormasamt. Steven var sagð- ur vera stjórnsamur og skap- stór. Þá sakaði Susan hann um óhóflega peningaeyðslu og hjónin deildu oft um pen- ingamálin. Þann 5. desember árið 2009 fór Susan með syni sína tvo í kirkju. Trúfélagið á staðnum var eitt af ágreiningsefnum hjónanna en Joshua hafði sagt sig úr því og hataðist við kirkjuna. Susan var hins vegar trúrækin. Síðdegis sama dag heim- sótti nágranni Susan og það var í síðasta skipti sem ein- hver sá hana á lífi, svo vitað sé. Þann 7. desember til- kynntu ættingjar um hvarf fjölskyldunnar. Susan hafði ekki skilað sér í vinnu og drengirnir höfðu ekki mætt í leikskólann á mánudeginum. Síðar kom í ljós að það var aðeins Susan sem var horfin. Grunur fellur á eiginmanninn Joshua og synirnir tveir komu fram seint á mánudeg- inum. Sagðist Joshua hafa farið með drengina í útilegu. Þetta þótti grunsamlegt. Hvers vegna tilkynnti hann ekki í leikskólann að dreng- ina myndi vanta á mánu- deginum? Hann sagðist hafa farið dagavillt og talið vera sunnudag. Ekkert kom fram sem renndi stoðum undir þá full- yrðingu að feðgarnir hefðu í raun farið í útilegu. Þá þótti það vera sérkennilegt til- tæki að fara með ung börn í útilegu í svo miklum kulda. Joshua sagðist hafa hringt margsinnis í Susan en ávallt lent á talhólfi. Hann hefði því ákveðið að segja henni bara frá þessu þegar þeir kæmu til baka. En lögreglan fann síma Susan í bílnum hans. Hann gat ekki gefið skýringu á því hvers vegna síminn var þar. Þá kom í ljós að Joshua hafði dagana fyrir hvarfið leyst út peninga í nafni Sus- an, líftryggingu hennar og innistæðu á banka. Það varð ekki til að minnka grunsemd- ir gagnvart honum. Allir dánir sem gætu vitað eitthvað Rannsóknin á hvarfi Susan þróaðist með undarlegum hætti. Í fyrstu benti allt til þess að lögreglan væri með sekan eiginmann í haldi. En það gekk illa að sanna glæp á hann með óyggjandi hætti. Lögreglan vann út frá þeirri kenningu að Joshua hefði myrt Susan og flutt lík hennar í bíl bróður hans, Mic- hael. Michael hafði selt bíl sinn í brotajárn á bílaparta- sölu í Oregon tveimur vikum eftir hvarf Susan. Þetta þótti lögreglu mjög grunsamlegt. Sporhundar greindu lykt af líki í bílnum en DNA-grein- ing leiddi ekkert óyggjandi í ljós. Joshua sagði einu sinni við vini sína að auðvelt væri að fela lík í námugöngum í Utah. Margir telja að lík Susan sé að finna á slíkum stað, en það hefur ekki fundist. Árið 2012 var enn ekki búið að leysa málið. Þá gerðist hræðilegur atburður, er Josh lagði eld að heimili sínu, þar sem hann bjó með sonum sín- um tveimur. Rannsókn leiddi í ljós áverka á sonum hans. Dánarorsök allra þriggja var reykeitrun. Hinn sérkennilegi tengda- faðir Susan, Steven, var rann- sakaður, en ekki var hægt að tengja hann með neinum hætti við hvarf Susan. Hann var hins vegar dæmdur fyrir persónuverndarbrot gegn ungum konum, en hann njósnaði og myndaði konur í laumi til að svala fýsnum sín- um. Einnig var hann fundinn sekur um vörslu barnakláms. Fékk hann nokkuð þungan fangelsisdóm fyrir þessi af- brot. Lögregla taldi lengi vel að Steven hefði upplýsingar um hvarf Susan, þó að hann væri ekki sjálfur grunaður um að hafa myrt hana. En hann var ekki samvinnufús við lög- regluna. Michael, bróðir Joshua, framdi sjálfsvíg árið 2013, er hann fleygði sér fram af húsþaki. Steven, faðir þeirra, dó árið 2018 vegna sjúkdóms. Allir sem lágu undir grun varðandi hvarf Susan eru því látnir. Lögregla hefur hætt rannsókn málsins og ekkert bendir til þess að þessi gáta muni nokkurn tíma leysast. Lögregla gengur hins vegar út frá því Joshua hafi myrt Susan og komið líki hennar fyrir á ókunnum stað. n Síðdegis sama dag heimsótti nágranni Susan og það var í síðasta skipti sem einhver sá hana á lífi, svo vitað sé. Horfin eiginkona, skapstór eigin- maður og afbrigðilegur tengdafaðir Susan varaði við því að eitthvað gæti komið fyrir hana. Einu og hálfu ári síðar var hún horfin. Fimm manneskjur sem tengdust henni náið létust á næstu árum. Susan Powell hvarf árið 2009. SKJÁSKOT/ YOUTUBE Joshua Powell lést í bruna árið 2012. Steven Powell hafði óeðlilegan áhuga á Susan. FÓKUS 27DV 20. NÓVEMBER 2020

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.