Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 14
14 EYJAN Erla Dóra Magnúsdóttir erladora@dv.is Karen á landsfundi. Það hjálpaði til að hugsa um fundinn meira sem útsendingu heldur en fjarfund. MYND/HARI 20. NÓVEMBER 2020 DV LANDSFUNDUR Í COVID Samfylkingin hélt nýlega þúsund manna landsfund í tíu manna sam- komutakmörkun. Framkvæmdastjóri flokksins segir fundinn hafa gengið vonum framar og að ýmislegt sé hægt að læra af honum. Þ að stóð til að halda landsfund núna í haust. Fyrir svona viðburði hjá öllum flokkum eru dag- setningar ákveðnar ár fram í tímann hið minnsta. Þetta er bæði pólitískur viðburður þar sem fólk er að skiptast á skoðunum en líka vettvangur til að gera sér glaðan dag og hitta aðra,“ segir Karen Kjart- ansdóttir, framkvæmdastjóri Samfylkingarinnar. Rafrænn landsfundur flokksins hefur vakið nokkra athygli fyrir hversu vel hann gekk, en hann var sendur út á rafrænu formi vegna sam- komutakmarkana. Ákvörð- unin var nokkuð djörf enda ýmislegt sem getur farið úr- skeiðis þegar tæknin er ann- ars vegar. Sjálfstæðisflokk- urinn ákvað að fara þá leið að fresta fundi sínum fram á næsta ár, en Samfylkingunni þótti mikilvægt að halda sig við setta dagsetningu og end- urnýja umboð forystunnar. 200 manna samkomutakmörkun „Þegar við komum saman eftir sumarfrí og hittum framkvæmdastjórnina þá var 200 manna samkomutak- mörkun í gildi. Þá fórum við að skoða hólfaskiptingu og hvort við gætum verið með nokkur rými í gangi og hópinn skiptan niður og sjónvarpað á milli. Þannig þetta var svolítið flókið í framkvæmd.“ Karen segir að þegar þetta hafi átt sér stað hafi vonir manna staðið til að faraldur- inn væri genginn niður á land- inu og jafnvel engin þörf á að hafa landsfund með breyttu sniði. „Margir voru bjartsýnir á að það yrðu engar samkomu- takmarkanir og héldu að það væri óþarfa umstang að ætla að skipuleggja þetta eftir ein- hverjum sóttvarnahólfum. En svo kom annað á daginn og við enduðum á að halda landsfundinn í tíu manna sam- komutakmörkun.“ Fundurinn varð sjónvarpsútsending Fyrst stóð til að halda fund- inn með aðstoð fjarfunda- forritsins Zoom, en fljótlega gerðu menn sér ljóst að það væri önnur lausn sem væri líklegri til árangurs. Fundur- inn var því skipulagður sem sjónvarps útsending. Karen segir að það hafi þó verið ýmsar áskoranir sem þurfti að takast á við, svo sem hvernig hægt væri að tryggja að aðeins tíu einstaklingar væru í hverju skilgreindu rými á Hilton hótelinu í Reykjavík þar sem fundurinn var haldinn. „Við vorum stöð- ugt að telja hverjir voru inni í salnum og rákum fólk út. Þá þurftum við líka að nýta krafta hvers og eins til hins ýtrasta.“ „Sem betur fer þá tókst þetta snurðulaust og við höf- um fengið mikið hrós fyrir,“ segir Karen. Hún segir að í kjölfarið hafi margir haft samband við Samfylkinguna og óskað eftir góðum ráðum til að hafa í huga við skipu- lag á svona stórum rafrænum fundum. „Ég held að einn þáttur í því hversu vel gekk hafi verið hversu mikil reynsla er innan Samfylkingarinnar á rafræn- um kosningum, en flokkurinn hefur kosið rafrænt frá 2005. Þannig að flokksfólkið kann þetta ofboðslega vel.“ Mikilvægt að bjóða aðstoð Mikil áhersla var lögð á að bjóða fólki upp á aðstoð við tæknina, enda er fólk mislæst á tölvur. Því var starfrækt símavakt sem flokksfélagar gátu hringt til og óskað eftir leiðbeiningum og eins var hægt að hafa samband með tölvupósti. Félagsmenn fengu einnig sms-áminningu fyrir hverja einustu kosningu. Á fundinum fóru einnig fram almennar umræður, líkt og hefðir landsfunda gera ráð fyrir, en þá var stuðst við fjarfundaforritið Zoom. Karen segir að sá þáttur landsfundar hafi einnig gengið vonum framar. Kostir við rafræna fundi Nefnir Karen að þó svo það sé áskorun að halda rafrænan landsfund af þessari stærð, og þó mörgum þyki miður að missa af því að hitta flokks- félaga sína, þá séu ákveðnir kostir við slíka fundi. „Við höfum fengið mikið af skilaboðum frá fólki víða frá, fólki sem býr úti á landi, eldra fólki og fólki sem er við nám erlendis, og það hefur lýst þakklæti sínu og fannst það eiga meiri hlutdeild í þessum fundi heldur en í hefðbundn- um landsfundi.“ Skilaði þetta sér í því að fleiri frá landsbyggðinni gáfu kost á sér í framkvæmda- stjórn sem Karen segir ánægjulegt og gefa fullt til- efni til að skoða það að veita rafrænum fundum varanlegan sess í starfi flokksins, svo sem fundum framkvæmdastjórnar sem Karen telur að muni mik- ið færast yfir í fjarfundaform. Eins var þátttaka í kosn- ingum sérlega góð en um 950 flokksfélagar greiddu lands- fundargjald og landsfundar- fulltrúar voru rúmlega þús- und talsins. Á forsendum skjásins Karen segir að við skipulagn- inguna hafi verið horf til ann- arra stórra rafrænna funda. „Ég vil ekki nefna nein dæmi en stundum er eins og fólk gleymi að vanda sig og láti tæknina alveg ráða. Fái einhverja tæknimenn til að koma og hjálpa við tækni- legu atriðin en gleymi því að það þarf meira til. Að hugsa um útlitið á forsendum tölvu- skjásins. Svo náttúrulega virkaði allt eins og vel smurð vél. Kjör- nefndin okkar var skipuð mjög hæfu fólki og landsfund- arnefndin frábær og starfs- fólkið afskaplega samstillt.“ Spurð út í hvaða ráð hún geti gefið öðrum varðandi framkvæmd á stórum raf- rænum fundum segir Karen að það sé mikilvægt að bjóða upp á tæknilega aðstoð. Einn- ig þarf að skipuleggja fund- ina út frá því formi sem þeir birtast félagsmönnum. Eins að muna eftir þeim kostum sem felast í þessu fundar- formi. „Þarna eru margir þættir sem ber að fagna. Það geta fleiri en ella tekið þátt og fundist þeir eiga rödd á fund- inum. Eldra fólk og fólk sem býr erlendis, eða út á landi og þarf að fara um langan veg – það getur líka verið með. Þetta auðveldar mörgum lífið. Þegar lífið fer í sinn vana- gang þá á maður að passa upp á þetta og finna leið til að láta taka þessa kosti og samræma þá við eldri hefðirnar.“ n Gæta þurfti vel að sóttvörnum á fundinum og passa að ekki væru fleiri en tíu í sama rými á hverjum tíma. MYND/HARI

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.