Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 28
10 AÐVENTAN 20. NÓVEMBER 2020 DV JÓLABJÓRSSMAKK DV Bentu á þann sem að þér þykir bestur Blaðamenn og sérlegir ráðgjafar þeirra fórnuðu sér í heljarinnar jólabjórssmakk til að gefa lesendum innsýn í frumskóg jólabjórsins, sem er vissulega nokkuð þéttur í ár. Alls voru smakkaðir 49 jóla- bjórar en þá gaf úthaldið sig – í heild eru yfir 80 jólabjórar til sölu í Vínbúðum.* NAFN TEGUND FRAMLEIÐANDI ÁFENGIS% EINKUNN LÝSING TUTTUGASTI OG FJÓRÐI Barley Wine Ölvisholt 10,0% 8,9 Ótrúlegur bjór. Bourbon-lyktin sendir mann beinustu leið til Kentucky í pílagrímaferð. Ölvisholt slær, enn og aftur, í gegn. HURÐASKELLIR Imperial Porter Borg 11,5% 8,5 Mjúkur á tungu, en skilur eftir spark í bragðskynið sem þú gleymir ekki. Þennan verða allir að smakka. JÓLA JÓRA Imperial Stout Ölvisholt 9,2% 8,2 Ölvisholt hefur fyrir löngu stimplað sig inn sem eitt áhugaverðasta brugghús landsins. Þessi bjór er m.a. ástæðan. JÓLAKALDI Súkkulaði Porter Kaldi 6,5% 7,4 Prýðisbjór sem kominn er með reynslu. Kaldi fær lof fyrir íhaldssemina. HEL Porter Ölvisholt 7,0% 7,4 Alvöru vetrarbjór. Þungur en rennur vel niður. Nauðsynlegt að eiga einn svona í ísskápnum á hverri stundu. HEILÖG EILÍFÐ Stout Ægir brugghús 10,0% 7,1 Viskíbragðið leynir sér ekki. Alvöru stout sem allir alvöru stout-menn þurfa að smakka. GILJAGAUR Barley Wine Borg 10,0% 7,0 Djúpur og góður, en nokkuð dæmigerður barley wine bjór EINSTÖK WINTER ALE Kryddbjór Einstök 8,0% 6,7 Krafmikill og jólalegur. Kannski ögn þungur ofan á jólamatinn, en frábær ef þarf að skapa jólastemningu með einu glasi. EINSTÖK DOPPEL- BOCK Doppel- bock Einstök 6,7% 6,3 Skiptar skoðanir um þennan. Hann skoraði hátt og lágt og endar því með miðlungs meðaleinkunn. HNETUBRJÓTUR Hazelnut Milk Stout Malbygg 5,6% 6,1 Fullkominn súkkulaði eftirréttur um jólin. Ef stout er fyrir þig, þá er þessi fyrir þig. SVARTÁLFUR Potato Porter Álfur 6,4% 5,6 Þungur og bragðmikill bjór, en allir sammála um að eitthvað vantaði þarna. Skildi ekki mikið eftir , en áhuga- verð tilraun. HÁTÍÐAR PÚKI Stout Dokkan 4,5% 5,2 Jólalegur sakleysingi að vestan. Alveg hægt að drekka þennan, enda hress og líflegur bjór. JÓLABJÓR Reyktur Bock Ölvisholt 7,2% 4,7 Ölvisholt tekur hér stóran séns en tekst ekki nægilega vel til. Reykt kjöt um jólin segja dómarar, ekki reyktan bjór. FLOKKUR 3: PORTER / STOUT / BARLEY WINE / KRYDDBJÓR SKYRJARMUR TUTTUGASTI OG FJÓRÐI EINKUNN 8,9 EINKUNN 8,4

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.