Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Síða 40

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Síða 40
S æl. Ég þekki til fólks sem hefur gengið með skilnað í maganum eða jafnvel verið búið að ákveða að skilja og beðið með það fram yfir jólahátíðina. Við konan mín erum komin alveg út í horn, en ég viðurkenni að jólin og þessir veirutímar eru að hafa áhrif á ákvörðunina. Hver er þín nálgun á þetta? Bestu kveðjur, einn í vanda. Engin skyndiákvörðun Blessaður. Takk fyrir góða spurningu. Eins og með svo margt í lífinu þá er mikilvægt að líta á skilnað sem heilan kafla í bók um lífið sitt. Það skilur enginn klukkan þrjú á þriðjudegi heldur hefur það aðdraganda og eftirmála, oft eru tekin tvö skref fram og svo eitt aftur og það þurfa flestir að ganga í gegnum nokkur stig, stig skilnaðar- ferlisins. Líkja má þessum stigum við sorgarferli en því geta fylgt margs konar beygjur sem nauðsynlegt er að fara í gegnum til þess að finna á endanum ró og sátt. Fyrstu stig skilnaðarferlis- ins geta litast af ákvörðun- inni um skilnað. Afar margir í sambandi lýsa því að þeim hafi dottið skilnaður í hug og jafnvel hótað honum á erfiðum tímum, en það merkir ekki að skilnaður sé yfirvofandi. Sú ákvörðun er yfirleitt ekki tekin í skyndi og þarf fólk að máta sig við hugmyndina áður en það svo mikið sem þorir að ræða hana upphátt við maka eða aðra nákomna. Meta stöðuna Þú nefnir að árstíminn og veirutímarnir séu að hafa áhrif á ákvörðun þína og við þurfum að líta örlítið betur á hvað það merkir. Mig grunar að það geti verið hjálplegt fyrir þig að skoða hvort a: þú sért búinn að taka ákvörðun, en vitir ekki hvort þú eigir að fylgja henni eftir núna eða eftir jól. Eða b: ertu efins um ákvörðunina og hvort þú viljir yfirhöfuð skilja? Þarna á milli er grundvallarmunur sem þú þarft að taka afstöðu til. Algengustu ástæður þess að fólk leitar til mín í hjóna- bandsráðgjöf eru þrjár, þ.e. 1. Parið vill bæta sambandið í parameðferð. 2. Parið veit ekki hvar það stendur, hvort það vill laga sambandið eða skilja. 3. Parið fær stuðning við að skilja eins vel og mögulegt er. Stundum þurfa mínir skjól- stæðingar að ganga í gegnum öll þrjú skrefin. Ein mikil- vægasta forsenda þess að parameðferð geti skilað ár- angri er að báðir aðilar hafi trú og vilja til þess að bæta sambandið. Ef fólk er hikandi þá er óumflýjanlegt að staldra við þar, leyfa sér að melta og sitja í óvissunni. Stundum þarf fólk að líta ofan í gjána sem heitir „skilnaður“, meta kosti og galla til þess að vita hvað það vill. Á hvaða stigi myndir þú meta þig? Togstreita skaðleg Ef þið eruð komin á skilnað, en jólin og veiran eru að hafa áhrif á hvenær fram- kvæmdin skuli ganga í gegn, veltur það á aðstæðum ykkar og samheldni. Er ákvörðunin tekin í sátt? Eru börn í spil- inu og mun skilnaður bitna á þeirra jólahátíð? Hverjir eru kostirnir við skilnaðinn? Mun andrúmsloftið á heim- ilinu léttast og jólin geta orðið afslappaðri en ella eftir skilnað? Nú þarft þú að setja þig í spor Þórólfs sóttvarna- læknis og meta skaða versus ávinning. Það er til að mynda skað- legt fyrir börn að búa við tog- streitu í sambandi foreldra sinna. Rannsóknir sýna að börn sem upplifa skilnað eigi í erfiðleikum fyrstu tvö árin, en langtímaáhrifin eru ekki marktæk ef vellíðan skilnað- arbarna í framtíðinni er bor- in saman við vellíðan barna sem alist hafa upp við ham- ingjusamt samband foreldra. Ef þú sem sóttvarnalæknir ættir að meta hvort börnin þín verði fyrir meiri skaða eða ávinningi við að upplifa togstreitu yfir hátíðina með báðum foreldrum sínum eða jólin í nýjum og óþekktum að- stæðum sem skilnaðarbarn, hver er þá niðurstaða þín? Nýtt upphaf Það er rétt hjá þér að margir velja janúar og september til þess að sækja um skilnað. Fyrir því geta legið margar ástæður en þær skýrast ekki alltaf af jólahátíðinni. Stundum ræður þar för nýtt upphaf, ný önn eða jafnvel áramótaheit. Þá geta opn- unartímar hjá sýslumanni og munur á umsókn um skilnað annars vegar og skilnaður að borði og sæng hins vegar, skekkt tölurnar. Sem dæmi má nefna að í Bretlandi er hægt að sækja um skilnað í gegnum internetið, alla daga, allan sólarhringinn. Þangað hafa borist tugir umsókna á aðfangadag, jóladag og gaml- árskvöld, líkt og aðra daga. Ég tel þó að það sé heillavæn- legra að taka ákvörðun um skilnað á forsendum ykkar aðstæðna, fremur en það sem fólk kýs almennt að gera. Fyrst þú spyrð um mína nálgun þá get ég sagt þér að lokum að ég ráðlegg alltaf fólki að anda vel inn í ákvörðun um skilnað og fara vandlega í gegnum hvert stig. Skilnaður getur kallað á mörg tækifæri, nýja reynslu og lærdóm sem þú munt búa að alla ævi. Hvers vegna ekki að njóta þess líkt og við gerum með svo mörg önnur tímamót sem lífið býður upp á? Gangi ykkur vel! n Við hvetjum lesendur til að senda spurningar og vangaveltur sínar til Kristínar í tölvupósti á: hjonabandssaela@gmail.com. Spurningunum verður svo svarað hér í Fjölskylduhorninu, að sjálf- sögðu nafnlaust og í fullum trúnaði. 28 FÓKUS Fjölskylduhornið Kristín Tómasdóttir hjónabandsráðgjafi svarar spurningum lesenda um málefni er varða fjölskylduna, börnin og ástina í Fjölskylduhorni DV. Að þessu sinni svarar Kristín spurningu lesanda sem vill skilnað. Margir velja janúar og sept- ember til þess að sækja um skilnað. Sérfræðingur svarar MYND/GETTY 20. NÓVEMBER 2020 DV BÍÐA MEÐ SKILNAÐ FRAM YFIR JÓL?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.