Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.11.2020, Blaðsíða 46
34 SPORT 433 Hörður Snævar Jónsson hoddi@433.is Hamrén og Freyr á góðri stundu, tveggja ára samstarf þeirra með landsliðið er á enda. MYND/GETTY Erik Hamrén steig sinn síðasta dans sem landsliðs- þjálfari Íslands í knattspyrnu karla í liðinni viku þegar liðið heimsótti England, leikið var í Mekka fótboltans á Wembley. Hamrén hefur því lokið starfi rúmum tveimur árum eftir að hann tók við stjórnartaumum liðsins. Þessi 63 ára gamli Svíi var fimm mínútum frá því að koma íslenska landsliðinu inn á sitt þriðja stórmót í röð. For- verar hans í starfi sem komið höfðu liðinu á stórmót, höfðu heilsuhraust lið til að velja úr. Eftir að Hamrén tók við hafa lykilmenn liðsins verið mikið frá vegna meiðsla og hefur það spilað stórt hlutverk í úrslitum og árangri liðsins. Árangur liðsins í leikjum sem skiptu máli var hins vegar með miklum ágætum, liðið fékk 19 stig í undankeppni Evrópumótsins, sem alla jafna hefði dugað til að komast upp úr riðlinum. Liðið var svo með 9 tær inn á Evrópumótið, þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma í Ungverjalandi, en endalokin þekkja flestir. Hamrén ákvað sjálfur að stíga til hliðar eftir sjóferðina í Búdapest. Frábær í samskiptum Eftir að Hamrén tók þessa ákvörðun hafa leikmenn liðs- ins stigið fram og sagt hann frábæran í starfi og í sama streng tekur aðstoðarmaður hans, Freyr Alexandersson. „Það hefur fyrst og fremst verið virkilega gott að vinna með honum. Fyrir mig, sem hafði verið í kringum Lars Lagerbäck og Heimi, og í starfi mínu sem landsliðs- þjálfari kvenna, þá voru það viðbrigði að venjast nýjum manni og hans aðferðum. Hann er, eins og fólk hefur tekið eftir, ekkert sérstak- lega öruggur í enskri tungu og leggur áherslu á mál sitt á skrýtnum stöðum. Það tók smá tíma fyrir alla að venjast því, mjög fljótlega áttuðum við okkur samt á því hversu frábær manneskja hann er. Hann er frábær í mannlegum samskiptum, margir halda þegar slíkt er sagt að hann sé linur við leikmennina. Það snýst ekkert um það, það snýst um virðingu. Heiðarleiki er það orð sem ég myndi nota til að lýsa honum. Gagnvart leikmönnum og þjálfurum, þá sagði hann alltaf nákvæm- lega það sem honum fannst, en hann var sanngjarn. Hann hrósar þegar það á við og gagnrýnir þegar það á við,“ sagði Freyr um samstarf þeirra þessi rúmu tvö ár. Bar virðingu fyrir skoðunum Hamrén tók við eftir magnað starf Lars Lagerbäck og Heimis Hallgrímssonar, hann reyndi að setja sig inn í þá hluti sem höfðu virkað og bar virðingu fyrir skoð- unum leikmanna. „Hann er mjög klókur og les leikinn vel, hann les manneskjur vel. Ég hef lært helling af honum af því sem hann hefur upplifað í gegnum sín ár, þegar við þjálf- arateymið erum saman þá er hann mjög skýr og öruggari með sig á enskunni. Ef það er eitthvað þá talar hann sænsku og það er bara fótboltatungu- mál. Kostur í hans fari er að hann bar virðingu fyrir því sem hafði áður verið gert hér, hann var ekki að breyta að óþörfu. Það voru hlutir í tak- tík sem hann ræddi við leik- mennina um að breyta, en sá að leikmenn vildu hafa þetta á ákveðinn hátt og hann var klár í þann slag. Hann lét leik- mennina virka, það hefði verið auðvelt fyrir hann að breyta öllu til að sýna hvað hann væri klár. Þar kom reynsla hans og styrkur,“ sagði Freyr. Aldrei elskaður af þjóðinni Lageräck og Heimir voru elsk- aðir af þjóðinni fyrir árangur sinn, en slæm byrjun Hamrén í starfi í Þjóðadeildinni, varð til þess að hann átti á bratt- ann að sækja. Hamrén virtist aldrei takast að fá áhangend- ur á sitt band, þrátt fyrir að hafa unnið jafnmarga leiki í undankeppni Evrópumótsins og Lagerbäck og Heimir höfðu gert til að koma Íslandi inn á Evrópumótið í Frakklandi. „Mér finnst það leiðinlegt, hann finnur ekki fyrir því per- sónulega, en mér finnst það leiðinlegt fyrir íslenskt knatt- spyrnuáhugafólk og þjóðina, að hafa ekki fengið að sjá hans rétta karakter. Þetta er svo flott manneskja, ég er á því að það hafi aldrei náð að skína í gegn. Það er ýmislegt búið að ganga á bak við tjöldin sem kemur kannski fram seinna, sem sýnir ótrúlega sterkan karakter og leiðtoga. Þú ert dæmdur af úrslitum og fólk er kannski fljótt að gleyma því að við erum að eiga við hitt og þetta, en á sama tíma að spila við bestu þjóðir í heimi.“ Leikmenn svekktir Nokkrir lykilmenn liðsins hafa stigið fram og farið fögrum orðum um Hamrén og eru svekktir að sjá hann fara. „Ég held að það lýsi því langbest, viðbrögð leikmanna. Svekkelsi að við séum ekki að fara að halda áfram. Lykil- menn hafa sagt það við hann persónulega og í fjölmiðlum. Það er mjög sjaldgæft í 30 leikmanna kjarna, að engum líki illa við þjálfarann. Það eru yfirleitt einhverjir sem eru ósáttir, þetta sýnir þessa leiðtogahæfileika.“ Freyr er einn af þeim sem er orðaður við starfið, en hann veit ekki hvað framtíðin ber í skauti sér. „Þetta er íslenska landsliðið og það er erfitt að segja nei við því, staðan er þannig að ég vil bara liðinu allt það besta. Ef stjórnin vill fara aðra leið en að vera með mig þá styð ég það 100 pró- sent, ég vil að þetta verði í lagi fyrir liðið frá og með næstu undankeppni. Ég ætla ekki að loka neinum dyrum, en eins og staðan er í dag þá er ég hættur,” sagði Freyr, sem er aðstoðarþjálfari Al-Arabi í Katar með Heimi Hallgríms- syni. n Heiðarleiki er það orð sem ég myndi nota til að lýsa honum. HEIÐARLEGI SVÍINN SEM ALDREI VAR ELSKAÐUR Eftir tvö ár í starfi landsliðsþjálfara ákvað Erik Hamrén að stíga til hliðar eftir að hafa mistekist að koma karlalandsliðinu í knattspyrnu inn á stórmót. Hann steig síðustu sporin gegn Englandi á Wembley. 20. NÓVEMBER 2020 DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.