Fjölrit RALA - 10.09.1978, Síða 55

Fjölrit RALA - 10.09.1978, Síða 55
51. Þegar tekið var til í geymslunni á Rala 12. og 13. janúar 1978 voru sýni Hestvistar frá 1975 og 76 skoðuð. Þá kom í ljós, að lokin á dósunum eru það óþétt, að mikið hafði gufað upp af geymsluvökvanum úr dósunum. Höfðu sumar þeirra tæmst alveg. Þetta á örugglega eftir að setja strik í reikninginn. Ekkert sýni hefur verið greint enn og ekki er útlit fyrir að svo verði á næstunni. 3.2 Fuglar. Fuglaathugun var með sama hætti sumarið er um fugla sem áttu hreiður á svæði I og II í næsta nágrenni. Skráð er samkvæmt dagbók. 3.2.1. Varpfuglar, svæði I. Stelkur: 17.6. Hreiður fannst á þúfnakolli í E-15 og í því voru 4 egg. 19.6. Fylgst var með stelk, sem ætla má að eigi hreiður á suðaustur- hluta svæðis I. Ekkert hreiður fannst við leit. 28.6. Ungarnir voru komnir hjá stelknum í E-15, en þeir sluppu ómerktir. 5.7. Stelkurinn var mikið á svæði I. Jaðrakan: 6.7. Jaðrakanshreiður fannst í K-2 og í því voru 4 egg. 7.7. Jaðrakaninn í K-2 situr sem fastast þótt athugunarmaður standi við hreiðrið. 11.7. Jaðrakaninn situr alltaf á hreiðrinu þótt hann sé skoðaður í bak og fyrir. Athugunarmaður hefur ekki viljað taka hann af hreiðrinu og veit því ekki hvernig útungun gengur. 3.2.2. Varpfuglar, svæði II. Lóuþræll: \ 27.6. Hreiður fannst suðvestast á svæði II. í því voru 3 egg. 11.7. Hreiðrið hafði verið yfirgefið. í því voru eggin 3 köld og blaut. Athugunarmaður opnaði eitt eggið, ekkert fóstur hafði 1977 og áður, þ.e. getið og einnig er rætt um fugla

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.