Fjölrit RALA - 10.09.1978, Síða 58

Fjölrit RALA - 10.09.1978, Síða 58
b4. punktarnir þéttastir á svæði, sem tilheyrir rakri mýri. Þótti því fróðlegt að athuga hvað væri svona sérstakt við reiti M5-M9, J12, F8 og Ml. Gróðurgreining þessara reita fylgir hér með. Oddamælingar úr hverjum reit eru 64 eða 640 oddar og út frá þeim er % hverrar tegundar reiknuð. (Tafla 5 bls. 61-66) Athugun sem þessi verður mun auðveldari þegar búið er að ganga frá gögnum í tölvuvinnslu og hægt að fá útprent- anir fyrir hverja tegund af öllu svæðinu. Skoðum fyrst reit M8. Þar er 19 sinnum skráð beit. Mýrastör er 33.91 % af heild, síðan kemur gulstör með 21.72 %. Þegar reiturinn var skoðaður var gulstörin alltaf snöggt bitin og má því fullyrða að féð var að sækjast eftir henni í þessum reit. Næst mest er bitið f reit Mh, 11 skráningar. Þar hefur gulstcr n mestan þéttleika, hún er 38.28 % ar oddamælingum. Gulstörin er mikið bitin x þessum reit og ama má segja um hana á öðrum stöðum. Tíu skráningar eru í J12. Af eítirsóttum jurtum er helst að nefna sauðvingul með 7.97 %, hálmgresi 4.84 % og túnvingul með 2.66 %. Mýrastör og klófífa hafa mestan þétt- leika en voru ekkert bitnar. M9 hefur 8 skráningar, þar er mýrastör 49.38 %, hálmgresi 6.88 %, túnvingull 4.84 % og gulstör 2.50 %. M5 hefur 7 skráningar. Skriðlíngresi er 2.03 % og gulsrör er 2.50 %. I þessum reit er það fyrst og fremst gulstörin, sem féð sækist eftir. Hún ti’ á bletti næst reit M6 og hefur þar nærri 100 % þekju. í reit F8 eru b skráningar og það eftirsóknarverðasta um gróðurfar, að þar er 4.84 % túnvingull, sauðvingull 2.97 % og tjarnastör 1.25 %. Tjarnastör virðist vera vinsæl beitarplanta og er yfirleitt bitin, undantekning er að finna heila plöntu í mýrinni. M1 hefur einnig 6 skráningar. í reitn um er mýrarstarar-mýrelftingarsamfélag með helstu beitarplöntum túnvingl 3.28 %, tjarnarstör 4.38 % og skriðlíngresi 2.19 %. Kort það sem birtist í Hestvist 1976 bls. 82 fellur engan veginn saman við kortið frá sumrinu '77. 1976 var skráð einu sinni á sólar- hring og enginn greinarmunur gerðxir á hvort féð lá, rásaði eða beit. Kort það gefur því verulega takmarkaðar upplýsingar. Fjöldi punkta eða skráninga sumarið 77 var aðeins 370, sem ekki er mikið. Ekki er hægt að athuga beit í Hestvistarmýrinni nema í júní og ágúst vegna þess að rekið er á fjall í byrjun júli og féð fer ekki að koma aftur í mýrina fyrr en í ágúst. Athugun sú sem hér hefur verið greint frá var framkvæmd 18., 20., 22., 24., 25. og 28. júni og 6. júlí en þá var smalað.

x

Fjölrit RALA

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.