Fjölrit RALA - 15.01.1980, Page 21

Fjölrit RALA - 15.01.1980, Page 21
17 c. Mjaltaferillinn Nytin vex fyrst eftir burð og er i hámarki á 4.-6. viku, en fer siðan nokkuð jafnt fallandi þar til geldstaða hefst. Upphaf mjaltaskeiðsins var einfaldað með þvi að gera ráð fyrir jafnri nyt i 9 vikur i upphafi þess. Siðan fari hún jafnt fallandi næstu 37 vikurnar. Þá hefjist geldstaðan, sem varir þá i 43 daga. Mesta nyt samkvæmt þessum ferli er hér á eftir nefnd hámarksnyt, þótt raunverulegt hámark geti verið um 10% hærra. Það svarar til þess, að hámjaltaskeiðið sé i rauninni nokkrum dögum (3 - 4) skemmra en 9 vikur og geldstaða lengist sem þvi nemur. Hið raunverulega hámark krefst einnig meiri fóðrunar en átgeta kýrinnar leyfir. Gert er ráð fyrir þvi, að það náist með þvi að kýrin nýti umframfóðrun i lok geldstöðu til þeirrar mjólkur- myndunar. Hámarksnyt er misjöfn eftir gripaflokkum, sjá sióar, og stundum heygæðum. Nythæó i lok mjaltaskeiðs er hámarks- 43 nyt x -3Q2' sem svarar til þess, að kýrin þornar aó fullu upp með jöfnum hraða á einu ári, ef hún væri ekki sett í geldstöðu. Með þvi að tengja saman þennan mjaltaferil og fóðurþörf samkvæmt næstu grein hér á undan, fæst 3. mynd. Nokkrar niðurstöður um hámarksfóðrun og -nyt og fleira, samkvamt þessum forsendum, þegar eiginleikar kýrinnar takmarka ekki nythæó, koma fram i 2. töflu. Hámarksnyt, sem unnt væri að ná án kjarnfóðurnotkunar er 3466 litrar vió SL - 0 og 1893 litrar við SL = 15.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.