Fjölrit RALA - 15.01.1980, Page 42

Fjölrit RALA - 15.01.1980, Page 42
38 Seinkun á sláttutíma gefur meiri uppskeru af flatareiningu, en sparnaður vegna minni áburóarkaupa vegur litió á móti þeim kostum, sem fylgir framleióslu á mjólk af heyi. Aukin heygæði vega hlutfallslega þungt, því aö auk fleiri fóöur- eininga i kg heys fylgir meiri heygæöum aukin átgeta kýrinnar. Þegar 9. mynd er metin,er rétt aó hafa i huga aó framleiöslan er 90 þús. lítrar, en viómiðunarframleiöslan var um 110 þús. litrar og gripafjöldi um 30 árskýr. Vió forsendur "A" er kjarnfóóurnotkun litil eóa engin vió sláttutima núll (skrið), þ.e. öll mjólkin er framleidd á heyjum og beitargróðri. Þetta er alls ekki óhugsandi, þvi að hey eru hér afar góó og meöalársnyt. aðeins 3345 litrar. Á mynd 9.B verður þetta einnig viö kjarnfóðurveró 300 kr/kg, en áburðarnotkun er meiri vegna uppskeruminni túna. Á 9. mynd A og B sést hve mikil áhrif breyting á uppskeru- fallinu hefur á gripafjöldann, sem likanið notar til fram- leiðslunnar, þegar kjarnfóðurverð fer hækkandi.. Fækkun á gripum frá þvi ,sem likanið telur hagkvæmast, dregur úr áburðarnotkun, en eykur þó kjarnfóðurnotkun og um leið kostnað aðeins óverulega, sbr. 7. töflu. 10. mynd sýnir enn .frekar hin miklu áhrif sláttutimans eóa heygæðanna á hagkvæmni framleiðslunnar. Breytilegur kostnaður fer ört vaxandi með lakari heygæóum, einkum við sláttutima meira en 15 dögum eftir skrið. d. Framlegð búsins við samdrátt i framleiðslu Hvaóa tök hefur bóndi á að halda framlegð búsins litið skertri, þegar framleiðsla dregst saman? Eins og áður er bent á, hafa heygæði, sem i likaninu stjórnast af sláttutima, veruleg áhrif á, hve hagkvæm mjólkurframleiðsla búsins er. A 11. mynd A og B eru teknar saman niðurstöður likansins um framlegð sýnibúsins við mismunandi framleiðslukvóta og kjarn- fóðurverð, eins og framlegðin breytist með heygæðum.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.