Fjölrit RALA - 15.01.1980, Page 50

Fjölrit RALA - 15.01.1980, Page 50
46 Æskilegt er að geta veitt sem skýrastar upplýsingar um, hvaóa áhrif tiltekin frávik frá hagkvæmustu lausn hafi á breytilegan kostnað. Gera þyrfti töluverða útreikninga til viðbótar þeim, sem hér birtast, til að sjá, hvað áhrif breytingar á stuólum hafa mikið að segja, og nota til þess fleiri bú. Niðurstöður útreikninganna væru góð leiðbeining um, hvar leggja beri aukna áherslu á úrvinnslu á rannsóknaniðurstöðum eða geró nýrra rannsókna. Einkvim er mikilvægt, ef unnt væri aó velja stuðla i gróffóðuröflunarlikanió með tilliti til upplýsinga um legu og eiginleika túna á búinu. Likan af þvi tagi, sem hér hefur verið lýst, ætti fyrst og fremst aó geta komið að notum við að taka ákvarðanir um búskaparaðgerðir hjá einstökum bændum, en niðurstöður útreikninga af þvi tagi, sem gerðar voru á sýnidæminu, geta einnig komið að notum við val á aðferðum til stjórnunar á landbúnaðarframleiðslunni. Þegar tillögur um breytingar á búskap eru gerðar eftir niður- stöðum útreikninga með likaninu, ber að hafa i huga, að öryggi niðurstöðunnar minnkar eftir þvi sem hún felur i sér meiri breytingu. Á einstöku búi yrði likanið notað tvisvar á ári, á vorin, þegar ákvörðun er tekin um gróffóðuröflun og áburðarkaup, og á haustin, þegar ákvörðun er tekin um ásetning og kjarnfóðurkaup. Þessi tviþætta notkun likansins gefur visbendingu um, hvernig vinna beri að endurbótum á þvi. Á vorin er fyrirsjáanlegt, hve miklar fyrningar munu verða til næsta vetrar, og túnstærð er þekkt. Hins vegar rikir óvissa um, hve vel muni spretta og hvernig hey muni nýtast. Verið er að taka ákvörðun við aóstæður óvissu. Til þess að ákvörðunin verði sem réttust, þarf að nota hendingarlikan (stókastiskt likan), þar sem gefið er, hvaða likindadreifingu grasspretta sumarsins og þeir þættir, sem ráða gæðum heyjanna, fylgi. Með þessu er átt við, að grasspretta sumarsins er ekki þekkt að vorinu. Hins vegar getur verið unnt að meta likurnar á þvi, að hún verði t.d.

x

Fjölrit RALA

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.