Fjölrit RALA - 15.01.1980, Side 51

Fjölrit RALA - 15.01.1980, Side 51
47 10% eöa meir yfir eða undir meöallagi. Likindadreifingu gras- sprettunnar ætti aö mega þrengja, þ.e. minnka óvissuna, meö sprettuspá, sem byggist t.d. á upplýsingum um veðurfar liðins vetrar, en tæki einnig til greina atriói eins og snjóalög, klaka, beit og slátt áriö áður eöa önnur atriði, sem þykja skipta máli. Likindadreifingu heygæðanna má fyrst og fremst þrengja með auknu öryggi i heyverkun. Hendingarlikanið myndi leiöa til ólinulegrar bestunar. Meö þeim búnaði, sem var til umráða, reyndist það örðugt til úrlausnar. Meðólinulegri bestun yrði jafnframt unnt að taka fóörunarlikanið betur til greina en gert hefur verið, sjá 3. mynd. Ýmis önnur atriði fóðuröflunarinnar þyrfti og að taka til greina, svo sem beitarþörf og beitargæði á ýmsum timum sumars svo og grænfóóurræktun. Varðandi beitarþörf skiptir máli, hvort kýrnar eru snemmbærar eóa síðbærar. Fóðurþörf vegna endurnýjunar á kúa- stofni þarf að vera með i myndinni. Nú er endurnýjun aðeins talin til kostnaðar, likt og um aðkeyptar kýr væri að ræða. Pau atriði, sem hér hafa verið talin, væri eðlilegast að taka fyrir í sérstöku fóðuröflunarlíkani, sem siðan mætti tengja hvort heldur er fram- leiðslu nautgripa- eða sauófjárafurða. Á vorin er fyrir hendi önnur óvissa en sú, sem snýr að náttúrufari. Veróforsendur næsta vetrar eru ekki að fullu kunnar og óvíst er, hvort ákvörðun um framleiðslukvóta verði tekin svo snemma árs. Or þessu mætti bæta með þvi að gefa út að vorinu spá um kjarn- fóðurverð, skilyrta bæði með tilliti til markaðsverðs á kjarn- fóðri og kjarnfóðurskatts. Að haustinu, þegar ákvörðun er tekin um ásetning, eru allir fram- leiðsluþættir betur þekktir. Mat á heymagni og heygæðum þyrfti þó e.t.v. að vera fyrr á ferðinni en nú mun vera algengt. Lengd innifóórunartimans fram eftir vorinu er þó óviss.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.