Fjölrit RALA - 10.02.1984, Side 28
-18-
Reykhólar 1983
C,__GRASTEGUHDIR OG STOFNAR.
Tilraun nr. 415-80. Athugun á grasstofnum,.Gufudal. RL 69
Slétta sú, er tilraunin er á, varð fyrir miklura kalskemmdum á
s.l. vetri, en tilraunin sjálf slapp að langmestu leyti við kal.
Bóndinn hefur borið á tilraunina á undanförnum árum um leið og
hann bar á sléttuna. Núna bar hann ekkert á sléttuna og ekki heldur
tilraunina, en lét ekki tilraunastjórann vita, svo að ekkert var
borið á.
GrÓðurfar var athugað 20. júll.
% sáðgresi 20.7.
Umsögn
1. 07 vsvg. 90 Góð þekja og lltið kalið.
2. 020 n 90 Góð þekja og lltið kalið.
3. Fylking n 85 Dálitið af kalskellum, þekja ekki góð.
4. Holt n 95 Nær engin innblöndun. Þekja heldur gó?
5. Arina Dasas n 90 Dálítið gisin og kalskellur til.
6. Korpa vfoxg. 95 Dálltið gisin og kalskellur til.
7. Topas Ötofte n 5 Mikið blandaður, gisinn og kalskellur
8. Isl. túnv. 15 Mikið blandaður og mikið um kalskellui
9. Echo Dæhnfeldt n 8 Mikið blandaður, gisinn og kalskellur
10. Háliðagras 80 Gisinn og talsvert um kalskellur.
11. Snarrót 97 Jöfn og góð þekja, ekki til skellur.
12. Beringspuntur 90 Heldur gisið og kalskellur til.
Tilraun nr. 583- 8i, , Samnorrænar stofnaprófanir I vallarfoxgrasi og
vallarsveifgrasi. RL 69.
Sáð var til beggja þessara tilrauna á framræstri svarðarmýri
austan við gamla Reykhólatúnið. Mýrin var upphaflega ræst fram I
kringum 1955, en þá var langt á milli skurða svo að hún þornaði
heldur lítið. Árið 1980 var bætt við skurði I mið eldri stykkin og
eldri skurðir hreinsaðir. Landið virðist vera vel þurrt núna.
Vinnsla. Landið var jafnað og kýft 1982 og teknir niður
skurðbakkar. Flnvinnsla með jarðtætara. Fyrst var landið tætt um
mánaðamót mal og júnl I vor en þá voru um 10-15 cm á klaka. Reynt
var að fullvinna landið bæði um 10. og um 20. júnl, en frá varð að
hverfa vegna þess, hve blautt það var og grunnt á klaka. Loks 28.
júnl var hægt að ljúka jarðvinnslu, tætingu og jöfnun, en þó var
austari hlutinn full blautur og erfitt að komast um hann.
30. júní var sáð I tilraunirnar. Af vallarsveifgrasi eru 15
stofnar og 10 stofnar af vallarfoxgrasi. Sláttutímar eiga að verða
2 með 3 samreitum eða alls 150 reitir. Dýpt á klaka við sáningu var
um 25 cm. Borið var á 8. júll, en ekki var hægt að valta vegna
bleytu fyrr en 19. júll.
Fræið virtist spira jafnt og vel I tilrauninni, en spretta var
afar lítil og hefur það sennilega stjórnast annars vegar af köldum
jarðvegi og hins vegar köldu og stuttu sumri. Þó spratt svolltið I
september, en ekki neitt nálægt þvl, að það yrði slægt. Slðari
hluta ágúst og september fór að bera á þvl I vestanverðri
tilrauninni, að grasið sölnaði, og sennilega er hluti þess dauður.
Par sem frekar spratt, bitu gæsir.