Fjölrit RALA - 10.04.1992, Side 63

Fjölrit RALA - 10.04.1992, Side 63
55 Korpa 1991 Gregori Litur í meðallagi, harðar og seigar, lítið sætar, sérkennilegar á bragðið með stingandi eftirbragði. Eftir suðu eru þær mjúkar með góða áferð, í meðallagi sætar, bragðsterkar og mjög góðar. Henta vel til suðu. Mocum Frekar dökkar á lit, mjög stökkar og meyrar, lítið sætar og bragðmildar. Vottur af vatnsbragði. Eftir suðu eru þær mjög fallega appelsínugular á litinn, mjúkar með góða áferð, sætar en frekar rammar og með aukabragði. Clarion Dökkar á lit, harðar, í meðallagi sætar en vondar á bragðið með aukabragði (sápubragði). Eftir suðuna eru þær fallega appelsínugular, harðar eins og þær séu ekki fullsoðnar, lítið sætar, bragðlausar og vondar. Það var samdóma álit að þetta væru bragðverstu gulræturnar, bæði hráar og soðnar. Amsterd. Finc. Ljósar á lit, meyrar og mjúkar, frekar lítið sætar, með smávegis stingandi eftirbragð. Eftir suðu eru þær fallegar á litinn, mjúkar en bragðdaufar, eingöngu sykurbragð. Að dómi smökkunarhópsins eru Nobles og Nantes Forto bragðbestar hráar og Nantes Nanthya litlu síðri. Af hráu gulrótunum þóttu Clarion verstar. Soðnar þóttu Nantes Topscore bestar og Panter og Gregori einnig mjög góðar. Clarion þóttu líka verstar soðnar.

x

Fjölrit RALA

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölrit RALA
https://timarit.is/publication/1497

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.