Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 5

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Page 5
Formáli Heyið er mikilvœgasti fóðurþáttur búfjárframleiðslunnar. Tækni við verkun þess hefur breyst ört á undanfömum árum. Um margar aldir var þurrkun einráð verkunaraðferð. Nú hafa aðrar aðferðir komið til viðbótar svo sem verkun heys í rúlluböggum. Rannsóknir og reynsla hafa sýnt að hagkvœmt er að þurrka heyið nokkuð á velli áður en það er bundið í bagga og hjúpað plasti til vamar ágengni súrefhis. Enn er þurrkunin því mikilvcegur liður í verkun heysins. Sífellt er unnið að endurbótum á tœkni við meðferð heys á velli, meðal annars tækni til þess aðflýta þurrkun þess. í ritinu er sagtfrá tilraunum með það sem nefnt hefur verið knosun - en það er sérstök meðferð á grasinu við sláttinn sem stytta á þurrkunartíma þess á velli. Það hvemig verkum er hagað við heyskapinn rœður því einnig hve hratt heyið þomar og hver gœði þess verða er að hirðingu kemur. Til dœmis hafa menn velt þvífyrir sér hvort það skipti máli hvenær sólarhringsins slegið er. I ritinu er sagtfrá niðurstöðum tveggja tilrauna um það efni. Frumuppgjör þeirra annaðist Ásdís Helga Bjamadóttir á Hvanneryri. Var það liður í námi hennar við Búvísindadeild. Loks er í ritinu sagtfrá athugunum á dœgursveiflum í ejhamagni og meltanleika nokkurra grastegunda sem gerðar voru til þess að varpa Ijósi á hugsanleg áhrif sláttutíma innan sólarhrings á gæði heysins við hirðingu. Áformað er að vinna áfram að rannsóknum á þeim viðfangsefnum sem hér er sagt frá enda um að ræða umfangsmikinn þátt í hefðbundnum búrekstri sem miklu veldur um gæði fóðurframleiðslunnar og kostnað við hana. Hvanneyri, 31. ágúst 1995 Bjarni Guðmundsson

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.