Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 17

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 17
Tölumar gefa aðeins til kynna virkan þurrkunartíma. Því þarf að bœta við tölumar þeim tíma sem heyið kann að þurfa að liggja á velli yfir nótt hafi æskilegu hixðingarstigi ekki verið náð á tímabilinu kl. 9 - kl. 21. c) Breytingar á fóðurglldi heysins. Kannaðar voru breytingar á mældu orkugildi heysins (FE/kg þe.) og hrápróteinmagni við þurrkunina með því að tengja þessar mælistærðir þurrkstigi heysins. Má gera ráð fyrir að fóðurefni eyðist eftir því sem líður á þurrkunina og þeim mun meira sem hún gengur hægar. 6. tafla. Fylgni þurrkstigs og orkugildis heysins Tilraun Óknosað Knosað I r2 = 0,005 r2 = 0,206* *) P<0,10; Q r2 = 0,235* r2 = 0,005 m r2 = 0,503* r2 = 0,155 hallastuðull, b** - 7,2 10-4 - 5,9 10-4 **) meðaltal aQra tilraunanna; í ljós kom að mældar breytingar voru sáralitlar og var hvergi um marktækan mun að ræða á milli tilraunaliða. Veikar bendingar mátti þó greina. Reiknað orkugildi heysins féll með þurrkstigi þess eins og tölumar í 6. töflu sýna. í tveimur seinni tilraununum (II og ni) mældust engar breytingar á orkugildi knosaða heysins en hneigðar gætti til orkurýmunar í því óknosaða. Þær lentu báðar í hlýviðri (sjá 1. töflu). Það kynni að skýra muninn - á þann veg að í óknosaða heyinu, sem þomaði hægar, hafi öndunin orðið lítið eitt umfangsmeiri en í hinu sem knosað var. í fyrstu tilrauninni virðist reglan vera önnur. Þar lá heyið lengur á velli en I tilraun n og III og því var í heild snúið oftar en I hinum tilraununum. Þar reyndist óknosaða heyið halda betur á hrápróteinmagni sínu en knosaða heyið (186 g/kg þe. samanborið við 177 g/kg þe. við hirðingu) sem bendir til þess að molnunartap hafi orðið eilítið minna I óknosaða heyinu en í því sem knosað var. Þar var líka um snemmslegið og mjög blaðríkt hey að ræða. Þessar breytingar gætu því bent til þess að varlega þyrfti að snúa í knosuðu heyi ef það þarf að liggja einhvem tíma á velli. í öllum tilraununum virtust breytingar á fóðurgildi heysins, sem á annað borð gætti, einkum verða á fyrstu 4-5 klst eftir sláttinn, sbr. 7. töflu, en hún sýnir meðaltöl allra tilraunanna. 12

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.