Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 18

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Blaðsíða 18
7. tafla. Breytingar á fóöurgildi heysins frá slætti til hirðingar FE/kg þe. Allir liðir Óknosað Knosað Við slátt 0,73 0,73 0,73 Eftir 4-5 klst 0,70 0,72 0,70 Við hirðingu eftir 29-52 klst 0,70 0,71 0,69 Hráprótein, g/kg þe. Við slátt 178 178 178 Eftir 4-5 klst 171 176 171 Við hirðingu eftir 29-52 klst 169 172 168 Þótt munur á knosuðu heyi og óknosuðu sé ekki marktækur er samræmi á breytingum orkugildis og próteinmagns. Hafa verður í huga að knosaða heyið var jafnan þurrara og öllu lengra komið í verkun en það óknosaða. Vera má að meira molnunartap úr knosaða heyinu skýri muninn á fóðurgildi heysins sem lesa má úr tölunum. Þær sýna annars að við hraða forþurrkun heys á velli verða óverulegar breytingar á fóðurgildi þess. Hins vegar þarf að rannsaka nánar hvað gerist í plöntunum fyrstu stundimar eftir sláttinn. d) Stráskemmdir af völdum sláttuvélanna. Gerð var athugun á heyinu í tilraun III í því skyni að kanna hvort mismikið sæi á stráunum eftir því hvaða sláttuvél hafði verið beitt. Sýni voru tekin úr heyinu tæpum sólarhring eftir slátt en þá var þurrefni heyins um og yfir 50%. Úr hveijum reit var tekið sýni með því að grípa ofan í flekkinn þremur fingrum og draga varlega upp dálitla visk. Hvert strá viskarinnar var síðan athugað og flokkað eftir þessum einkennum: 1. Alheil og óbrotin strá (blöð og stönglar); 2. Strá með léttum áverkum, krumpum og brotum, en óslitin; 3. Stráhlutar, sýfðir í báða enda, og stubbar styttri en 1,5 cm. Að lokinni 14 klst þurrkun við stofuhita var heyið vigtað og flokkahlutfall stráa í hverju sýni fundið. Niðurstöður mælingarinnar eru sýndar á 3. mynd á næstu blaðsíðu. Súluritið sýnir hlutföll 1. og 3. flokks (heilt og brytjað). Marktækur munur reyndist vera á hlutfalli alheilla og óbrotinna stráa á milli óknosaðs heys (PZ) annars vegar og knosaða heysins hins vegar (P<0,05). Á milli knosaranna, Krone og Deutz-Fahr, reyndist hins vegar ekki vera marktækur mismunur. Sjá mátti nokkum mismun á flekkgerðinni eftir vélum: eftir Deutz-Fahr var heyið öllu meira krampað og í því meiri salli en eftir Krone-knosarann. Ferilhraði tinda í Deutz-Fahr knosaranum er meiri en í Krone (24,9 m/s samanborið við 21,0 m/s, sjá skýrslur Bútæknideildar nr.636 og 638/1993). Eftir PZ-sláttuþyrluna var heyið allt annarrar gerðar: það var tuggóttara en knosaða heyið og hélt sinni eiginlegu stráagerð. 13

x

Rit Búvísindadeildar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.