Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Side 23
Forþurrkun heys á velli
- þurrkunarhraði og efnabreytingar
Bjarni Guðmundsson og Ásdís Helga Bjarnadóttir
YFIRLIT
í tveimur tilraunum sumarið 1992 voru rannsökuð áhrif tíma sláttar og fyrsta
snúnings heys á þurrkunarhraða þess, svo og breytingar á meltanleika heysins,
sykrumagni þess og bujferhcefni með hliðsjón afvotheysgerð í rúlluböggum. Borinn
var saman sláttur árdegis (kl. 10-11) og að kvöldi (kl. 21-22). Snúningstímim var 0,
3, 6 og 12 klst eftir slátt. Niðurstöðumar má draga saman þannig:
• Meginhluti þurrkunar heysins varð á tímabilinu kl. 9 til kl. 21, þegar eimhungur
loftsins var mest. Þurrkuninni mátti lýsa með jöfnunni y = a + bx, þar sem y er
þurrefni heysins (%) ogx eimhungurssumma (kPa-klst) á virkum þurrkunartíma (kl.
9-21). Hallastuðlar (b) kvöldslœgju reyndust hœrri en hallastuðlar morgunslœgju. Þá
reyndust hallastuðlarnir þeim mun hærri sem skemmra leið frá slcetti til fyrsta
snúnings heysins;
• Bufferhœfni grassins við slátt mœldist lítil: 18-33 m.E/100 g þe. Hún var 9% minni
í kvöldslægju en morgunslægju. Bufferhœjhi morgunslægju féll við þurrkun upp að
40-45% þe. en steig síðan. Bufferhœfni kvöldslegna heysins tók hins vegar að aukast
strax eftir slátt. Við algengt hirðingarstig ( - 45% þe.) reyndist bufferhœfni
kvöldslegna heysins vera liðlega helmingi meiri (> 45 mE/100 g þe.) en heys sem
slegið var að morgni;
• Sáralitlar breytingar urðu á sykrumagni heysins við forþurrkun að 45% þe. og
meltanleiki þurrefnis lækkaði aðeins um 2%, væri heyinu snúið strax að slætti
loknum. Niðurstöður tilraunanna, sem gerðar voru viðfremur hagstæð veðurskityrði,
benda lil þess að með því að sláað kvöldi megi nýta virkan þurrktíma heysins betur
ogfá öllu auðmeltara og sykruríkara hey en með því aðsláað morgni.
18