Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Side 24
1. INNGANGUR
Við forþurrkun heys á velli er nauðsynlegt að haga verkum þannig að heyið þomi sem
hraðast og að þurrktími þess verði sem stystur. Þannig má auka afköst við öflun heysins
og draga úr hættu af heyskemmdum vegna ótryggrar veðráttu. Þegar að slætti loknum fara
næringarefni grasanna að brotna niður. Við góð skilyrði verða ekki miklar breytingar á
fóðurgildi heysins við forþurrkun á velli. Athuganir hafa hins vegar bent til að þessar
breytingar verði einkum á fyrstu stundum þurrkunarinnar (Bjami Guðmundsson 1991).
Eftir að rúllubaggatæknin kom til sögunnar miðast forþurrkun heys ekki síst við þarfir
votheysgerðar. Árangur gerjunarinnar ræðst m.a. af efnamagni grasanna, bufferhæfni
þeirra og örvemflóm (McDonald ofl. 1991). Sóst er eftir þurrlegu og sykruríku hráefni
með takmarkaða bufferhæfni. Þessir þættir eru háðir vaxtarskilyrðum grasanna og
meðferð heysins. Þurrefni og sykmmagn fylgja líka dægursveiflum (Podkówka og
Potkanski 1991).
Sumarið 1992 voru gerðar tvær tilraunir á Hvanneyri í því skyni að kanna
þurrkunarhraða heys og efnabreytingar í því fyrstu stundimar eftir sláttinn (Ásdís Helga
Bjamadóttir 1993). Til þess að athuga áhrif meðferðar heysins á þessa þætti var sláttar-
og snúningstíma heysins mismunað. Þess var vænst að bendingar fengjust um hagstæðan
tíma sólarhrings til sláttar svo og hæfilega meðferð heysins fyrst eftir sláttinn.
2. EFNI OG AÐFERÐ
Tilraunimar vom skipulagðar í eftirtöldum liðum:
a. slegið kl. 10 árdegis, snúið strax eftir slátt;
b. slegið kl. 10 árdegis, snúið 3 klst eftir slátt;
c. slegið kl. 10 árdegis, snúið 6 klst eftir slátt;
d. slegið kl. 21, snúið strax eftir slátt;
e. slegið kl. 21, snúið árdegis næsta morgunn (kl.9-10).
Með liðunum a-c skyldi kanna áhrif snúningstfma á þurrkunarhraða og efnamagn heys
sem slegið er að morgni, en d- og e-liðir áttu að gefa hugmynd um þörf á heysnúningi,
þegar slegið er seint að kvöldi. Síðar á þurrkunarskeiði skyldi snúa heyinu á hveijum lið
jafn oft og þá á öllum liðum samtímis.
Hafður var einn reitur, 10 x 17 m2, fyrir hvem lið tilraunarinnar. Hefðbundnum
heyvinnutækjum var beitt við alla meðferð heysins. Við sýnatöku var hverjum reit skipt í
tvennt að endilöngu og sitt sýnið tekið úr hvomm hluta. Sýni vom tekin með grasbor
þannig að gengin var homalína hvers sýnatökureits. Sýnum var komið í frysti strax að
töku lokinni. Þau vom geymd þar í tæpan sólarhring áður en kom að þurrkun þeirra og
mölun.
Þurrefni í heysýnum var mælt með þurrkun þeirra við 60°C í 24 klst. Meltanleiki
þurrefnis í heysýnum var mældur með sellulasa-aðferð. Vatnsleysanlegar sykrur í heyinu
vom mældar, þ.e. glúkósi, frúktósi og súkrósi. Sykmmar vom mældar með hvataaðferð.
Þá var bufferhæfnin mæld í fersku grasi og heyi sem jafngildi lúts (mE) er þurfti til þess
að breyta sýmstigi 100 g af þurrefni heysins úr pH 4,0 í pH 6,0.
19