Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Qupperneq 28

Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Qupperneq 28
mátt vænta og því var þetta atriði rannsakað nánar í annarri athugun (Bjami Guðmundsson 1995). 2. mynd. Breytingar á meltanleika heysins frá slætti til hirðingar. Eins og fram hefur komið í fyrri tilraunum varð fall meltanleika þurrefnis þegar á fyrstu stundum þurrkunarinnar, sbr. eftirfarandi hlutfallstölur meltanleika: Tilraun I Tilraim II liður a c a c viðslátt 1,00 1,00 1,00 1,00 eftir 3 klst 0,97 0,96 0,99 0,96 Með því að koma heyinu strax í þurrkinn (a) hefur mátt draga ögn úr rýmun meltanleika þess samanborið við það að hrófla ekki við heyinu í sláttumúgunum fyrr en eftir 6 klst (c). Rýmun meltanleikans varð heldur hraðari í tilraun I, en þar var heyið bæði blautara við sláttinn og þurrkur heldur daufari en í tilraun n. í sýnum sem tekin vom á ýmsum tímum forþurrkunar reyndist marktæk fylgni vera á milli þurrefnis heysins (x, %) og meltanleika þess (y, %): Tilr. I y = 86,1 - 0,063 x r2 = 0,28 P < 0,01 Tilr. II y = 71,7 -0,049 x r2 = 0,22 P< 0,05 Meðalfallandinn svarar til þess að við forþurrkunina hafi meltanleiki þurrefnis lækkað um 0,5-0,6 prósentustig við hver 10%-stig þe. sem heyið þomaði um. 3.3 Sykrunar í heyinu. Við öndun plöntufrumanna sem heldur áfram að loknum slætti má vænta þess að nokkuð gangi á sykmmagn heysins, mismikið eftir hraða þurrkunarinnar. Mælingar á sykmnum þremur, glúkósa, frúktósa og súkrósa, sýndu að sáralitlar breytingar urðu á sykrumagninu við forþurrkun heysins. Á 3. mynd er sykrumagn heysins að lokinni forþurrkun gefið til kynna sem hlutfall af sykmmagninu við slátt a-c liða með sama hætti og gert var með meltanleika heysins, sjá 2. mynd og er því vísað til skýringa með henni. 23

x

Rit Búvísindadeildar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Rit Búvísindadeildar
https://timarit.is/publication/1498

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.