Rit Búvísindadeildar - 20.11.1995, Side 39
og heyþurrkunarlilrauna á Hvanneyri benda tii þess að í hagfelldri heyskapartíð rýrni
meltanleiki kvöldslegins heys minna við forþurrkun heys á velli en meltanleiki heys sem
slegið er að morgni (Bjarni Guðmundsson og Ásdís Helga Bjarnadóttir 1995). Með
hliðsjón af niðurstöðum þessarar athugunar gæti því verið rétt að leggja áherslu á
kvöldslátt, a.m.k. ef sólfar hefur ríkt og horfur eru á þurrki að morgni. Athugunin bendir
til að þannig megi vænta 2-3% meira fóðurs en ef slegið er að morgni. Rétt væri að
rannsaka þctta atriði nánar og kanna þá hvort bendingar um grastegundamun f þessu efni
séu á rökum reistar.
Nokkur mismunur kom fram á eiginleikum þeirra grasa, sem athuguð voru, með
hliðsjón af hæfni þeirra til votheysgerðar. Vallarfoxgrasið hafði hóflegt próteinmagn,
fremur hátt þurrefnishlutfall og reyndist einkum auðugt af glúkósa, sem er aðalhráefni
mjólkursýrugerjunar. Hlutfall sykra og vatnsmagns í því var hátt, en allt þetta eykur líkur
á því að verka megi gott votliey úr grasinu. í flestu fylgdi beringspunturinn þétt á eftir
vallarfoxgrasinu, en hlutfall glúkósa í honum var þó lágt og sveiflukennt (2. tafla). Gæti
það skýrt fremur slæma reynslu af votverkun hans í rúlluböggum (Bændaskólinn á
Hvanneyri 1990). Grófleiki beringpuntsins kann líka að valda vanda við þjöppun hans í
votheysgeymslu, nema gripið sé til söxunar heysins. í meltanleika þurrefnis slóð
beringspunturinn töluvert að baki hinum grösunum tveimur. Vallarsveifgrasið tók
beringspunti og vallarfoxgrasi fram að metnu fóðurgildi, en með hliðsjón af votheysgerð
var efnamagn þess óhagstæðara en hinna grasanna, einkum vegna þess hve sykrumagnið
var takmarkað í hlutfalli við vatns- og hrápróteinmagn þess. Með notkun hjálparefna fyrir
gerjunina og hæfilegri forþurrkun ætti þó að mega ráða bót á þessum annmörkum.
Vallarsveifgrasið (Fylking) er hins vegar afai blaðríkt og á því að vera auðvelt að þjappa
því saman til súrsunar og geymslu.
5. ÞAKKIR
Grassýni til þessarar athugunar voru tekin úr tilraunuin á Hvanneyri sem Rfkharö
Bynjólfsson hefur skipulagt og annast. Allar efnagreiningar annaðist starfsfólk rannsókna-
stofu Hvanneyrarskóla undir stjórn Bjöms Þorsteinssonar deildarstjóra sem einnig veitti
þarfar ábendingar um úrvinnslu efnis. Þeim öllum er þökkuð aðstoðin.
6. HEIMILDIR
Bjami Guðmundsson 1970. Törking av höy og muligheter for denne meUxlen under islandske
væiforhold. Lisensiat-avhandling, NLH, 130 bls.
Bjami Guðmundsson og Ásdís Hclga Bjamadóttir 1995. Forþurrkun heys á velli - þurrkunarhraði
og efnabreytingar. Sjd bls. 18-27 í þessu riti.
Bjöm Jóhannesson og Kristfn Kristjánsdóttir 1954. Efnasamsetning grass á ýmsum aldursstigum
og hæfni þess lil vothcysgerðar. Ril Landbúnaðardeildar, Atv.d. Háskólans, B-fl. nr. 6,
bls. 20-37.
Butler, G.W. og R.W. Bailcy 1973 (eds.). Chemistry and Biochemistry ofHerbage. Vol. 1-11,
34