Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.03.1970, Page 121
COLOUR INHERITANCE IN ICELANDIC SHEEP 119
ÍSLENZKT YFIRLIT
LITAERFÐIR í ÍSLENZKU SAUÐFÉ
Stefán Aðalsteinsson
Rannsóknastofnun landbúnaðarins
Ritgerð þessi fjallar um erfðir á litum í íslenzku sauðfé og sambandið á milli
lita og frjósemi.
Rannsóknirnar á erfðunum hófust árið 1957. Megintilgangur rannsóknanna
var sá að finna reglur fyrir erfðum gráa litarins, þar eð gráar lambsgærur voru
þá í háu verði, en árangurinn af hreinræktun á fé með eftirsóttustu gerð af
gráum lit varð mun lakari en vonir stóðu til.
Eftir því sem á leið, kom í ljós, að erfðir gráa litarins voru aðeins einn þáttur
stærra kerfis, og því var ákveðið að rannsaka litaerfðir á breiðum grundvelli
til þess að fá eins gott yfirlit og hægt var yfir alla mögulega liti.
Fyrstu tilraunirnar á þessu sviði voru framkvæmdar á tilraunabúi Búnaðar-
deildar Atvinnudeildar Háskólans á Hesti í Borgarfirði. Árið 1959 voru auk
þess keypt á vegum Búnaðardeildar mislit lömb að Skeiðháholti í Árnessýslu.
Þar að auki voru margar tilraunir gerðar hjá einstökum bændum, og miklar
upplýsingar fengnar til viðbótar úr ærbókum einstakra búa.
Allar upplýsingar í sambandi við tilraunirnar og önnur gögn, sem safnað var
í þessu sambandi, voru gataðar í spjöld.
Fullnaðarúrvinnsla úr gögnunum fór frarn við Tölfræðideild Edinborgar-
háskóla (Department of Statistics, University of Fdinburgh) á tímabilinu októ-
ber 1966—ágúst 1968.
Öllum þeim aðilum, sem stuðluðu á einn eða annan hátt að því, að hægt
reyndist að framkvæma verk þetta, færi ég mínar beztu þakkir. Nöfn þessara
aðila er að finna í enska texta þakkarorðanna.
Hér á eftir verður gerð grein fyrir aðaleíni hvers kafla ritgerðarinnar um sig.
I. kafli. ÍSLENZKT SAUÐFÉ OG SAUÐFJÁRRÆKT
I þessum kafla er lýst uppruna íslenzka fjárkynsins og íslenzkri sauðfjárrækt
gerð skil í stórum dráttum. Þar er m. a. greint frá því, hvernig störf á fengitíma
eru almennt unnin með sérstakri hliðsjón af því, á hvaða stigum skekkjur á
faðerni lamba geta slæðzt inn. Þá er lýst merkingu lamba og minnzt á þá hættu,
sem stundum er fyrir hendi, að ær steli lömbum hver frá annarri, þannig að
bæði faðerni og móðerni lamba verði skakkt skráð.
II. kafli. LÝSING Á SAUÐFJÁRLITUM
í þessum kafla er lýst, hvaða einkenni voru lögð til grundvallar litalýsingu, og
þau einkenni voru síðan notuð á eftirfarandi hátt til að ákvarða lit á einstök-
um kindum.