Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 36
34 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
Kai'lm.min/1 (nettó) , (y)
3. mynd: Samhengi milli vinnu á kú og vinnumagns á mjólkurmagn við mjaltir.
Fig. 3. Relationship hetween labour requirements per cow and labour requirements per unit of milk
yield (lit re).
mjaltabása fara um 21% tímans (1,9 mín/
kú) í undirbúning og frágang (a-lið). Sá
vinnumunur, er þarna kemur fram á rör-
mjaltakerfum og mjaltabásum, stafar aðal-
lega af vinnu við hreinsun mjaltabásanna.
Eins og áður var getið, eru afköstin einnig
mæld í mjólkurmagni á tímaeiningu (1/mín
nettó). Þetta kemur einnig fram á 2. mynd.
Og eins og sjá má, er munurinn mikill, frá
því um 1,1 1/mín. við vélfötukerfi og upp í
um 4,2 1/mín. við mjaltir á mjaltabásum. Sé
meðaltalið athugað við hin einstöku kerfi,
kemur í ljós, að við vélfötur er það um 1,4,
við rörmjaltakerfi um 1,9, og við mjaltabása
um 2,3 1/mín. Þessar tölur túlka þó engan
veginn einhlítt afkastagetu kerfanna, einkum
vegna þess, að breytileikinn er mikill innan
þeirra, og svo er hér um nettó tíma að ræða,
en hlutfallið brúttó/nettó er breytilegt eftir
kerfum. Tölurnar gefa því aðeins .vísbend-
ingu um afkastagetuna, sem ástæða væri til
að rannsaka nánar.
Af súluritinu (2. mynd) kemur nokkuð
glöggt í Ijós, að neikvætt samband er á milli
mjaltatíma (mín/kú) og afkasta (1/mín), og
er það í sjálfu sér eðlilegt. Með því að um-
reikna afköstin, mæld í 1/mín., yfir í mín/1
(y) fæst samhengi við mjaltatímann mín/kú
/dag (x), eins og sést á 3. mynd og í eftir-
farandi líkingu:
y = -í- 0,03 + 0,10x.
Nú er það svo, að ýmsir bændur hvorki
geta né vilja eyða nema ákveðnum hluta af
vinnudeginum í mjaltir. Einnig hafa ýmsir
ákveðnar skoðanir á því, hve mikla mjólk-
urframleiðslu þeir vilja hafa með tilliti til