Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Blaðsíða 68
ÍSL. LANDBÚN.
j. agr. res. icel. 1976 8, 1-2: 66-85
Fóðurkál og áhrif þess á sláturlömb
SlGURJÓN JÓNSSON BlÁFELD,
Búnaðarfélag lslands.
YFIRLIT
Á tilraunabúi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins að Hesti yar haustiS 1968 gerð tilraun um áhrif
kálbeitar á vöxt og þrif lamba.
Kannað var:
1. uppskerumagn, efnasamsetning og meltanleiki fóðurkálsins,
2. áhrif kálsins á þunga lamba á fæti, fallþunga, kjötprósentu og gæðamat þeirra, stærð lifra og
skjaldkirtla og bragðgæði lifra,
3. innihald blóðsins af hemóglóbíni, hematókríti, bílírúbíni, alkalískum fosfór og málmunum Ca,
P, K, Na og storknunarhraði þess.
í tilrauninni voru 26 tvílembingshrútar, sem skipt var í fjóra flokka, I, II, III og IV, eftir þunga
á fæti, vaxtarhraða, aldri og afurðum mæðra. Lömbum í I. fl. var fargað til samanburðar, er til-
raunin hófst, í II. fl. gengu lömbin móðurlaus í úthaga til förgunardags, 28/10, í III. fl. móður-
laus á fóðurkáli til 28/10 og í IV. fl. móðurlaus á fóðurkáli til 21/10, en þá tekin í tún til 28/10.
Landið, sem fóðurkálslömbunum var beitt á, var afmarkað á uppþurrkaðri mýri, 0,4 ha að
flatarmáli.
Sáð var í landið 31. maí 4,6 kg/ha af fóðurmergkáli og repju til helminga. Borið var á landið
550 kg af kjarna (185 kg N/ha), 370 kg þrífosfat (73 kg P/ha), 370 kg kalí (185 kg K/ha) og 23
kg af bóraxi á hektara.
Úthaginn, sem samanburðarlömbin gengu í, var óbitin, uppþurrkuð mýri, 1,1 ha að flatarmáli.
Helztu niðurstöður voru þessar:
1. Uppskera fóðurkálsins var 7850 FE. af hektara og fóðurupptaka lamba 1,86 FE. á dag að
meðaltali.
2. Þurrefni kálsins fór vaxandi eftir því, sem leið á haustið, og voru blöðin um 20% þurrefnisrík-
ari en stönglarnir.
3. Meltanleiki kálsins var einhver hinn mesti, sem mældur hefur verið í íslenzkum nytjaplöntum,
og próteínmagn þess um 20—40% meira en er í skandinavísku fóðurkáli.
4. Mikið nítratköfnunarefni (NOa-N) var í fóðurkálinu í upphafi tilraunar, allt að 27 % N03-N,
en það minnkaði ört eftir því, sem leið á haustið. Fóðurmergkálið reyndist hafa töluvert
meira nítratmagn en repjan, hvort sem var í blöðum eða stönglum.
5. Koparmagn kálsins var nokkru meira en almennt gerist í fóðurkáli á Norðurlöndum, 6—7
ppm í stað 0,7—0,8 í Skandinavíu.