Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 41
VINNURANNSÓKNIR í FJÓSUM 39
Kai'Xm,min/]O0 kg
12t
2-
□ Losun úr geymslu
□ Heildarvinna
V\ VA
15
14
10
17
1 Maeling nr.
Niðurgrafin Turn gryfj a Flatgryfj a Geymsluform
Handkvísl Lyftari Tr.hnífur Tækni við losun
Handvagn Hj ólkvísl Traktor Handvagn Lyftari Traktor Flutningatajkni
Handkvísl Hjálkvísl Handkvísl Tækni við dreifingu
7. mynd: Vinna við votheysfóðíun við mismunandi geymsluform og tækni við meðhöndlun heysins.
Vig. 7. Labour requirements for feeding silage from a deep silage pit, tower silos and bunker silos,
applying different feeding techniques. (The first column refers to the deep silage pit).
irnir standa báðum megin fóðurgangs, en sé
svo ekki, virðist sú aðferð nokkuð tímafrek
(3. mæling). Dreifingartíminn er stuttur, sé
heyið borið í föngum inn á fóðurgang (13.
mæling), og einnig, sé því ekið á hjólkvísl
(9. mæling).
Lengstan tíma tekur dreifingin í 2. mæl-
ingu, en þar er mjög óhentug aðstaða til
geldneytafóðrunar. Sama er að segja um 19-
mælingu. I 15. mælingu eru fóðurgangar
mjög þröngir og erfitt að athafna sig.
V otheysfóðrun.
Alls var votheysfóðrun mæld á átta bæjum.
Niðurstöður þeirra mælinga eru í stórum
dráttum sýndar á 7. mynd. Eru mælingarnar
flokkaðar þar eftir geymsluformi. Þessum
mælingum er á sama veg háttað og mæling-
um mjalta og þurrheysfóðrunar, að ekki er
með neinu öryggi unnt að draga af þeim á-
lyktanir vegna þess, hve mælingarnar eru
fáar miðað við fjölda breytiþátta.
Niðurstöðurnar virðast þó staðfesta það,
sem vitað var fyrir, að niðurgrafnar votheys-
gryfjur eru mjög vinnufrekar miðað við nú-
tíma-geymsluaðferðir. Ef dæma má af 1.
mælingu, tekur um 7 mín. á hver 100 kg
votheys að losa úr gryfjum, þegar moka þarf
um 1,5 m upp fyrir sig. Ur turnum tekur
losun um 2 mín/100 kg, þegar tveir menn
vinna saman (8. og 13. mæling), og um 3
mín/100 kg, þegar einn maður er að verki.
Losun úr flatgryfju virðist taka um 1,2 mín
/100 kg, sé handafli beitt. Þessi munur á
losun úr flatgryfju og turni gæti stafað af því,
að iðulega þarf að tvímoka heyinu úr mrn-