Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 43

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Side 43
VINNURANNSÓKNIR í FJÓSUM 4l Vinnumagn, karlm.m/dag (y) 9. mynd: Vinna viS mjólkurgjöf smákálfa háS fjöida þeirra. Fig. 9. Labour requirements for feeding young calves with milk, in relation to their number. Kjarnfóður. Kjarnfóður er ýmist gefið á mjaltabás eða á fóðurgang. Sé kjarnfóðrið gefið á mjaltabás, er að jafnaði komið upp þar til gerðum búnaði, sem vinnur nær sjálfvirkt. Kjarn- fóðurgjöfin fer þá fram, meðan mjólkað er, og mjaltamaðurinn skammtar kjarnfóðrið á hverja einstaka kú. Vinna við slíka kjarn- fóðurgjöf er mjög lítil og vart mælanleg. Kjarnfóðurgjöf á fóðurgang er nokkru vinnufrekari. Miðað við heildarvinnuna í fjósinu tekur hún þó stuttan tíma, um 2— 6% heildartímans. Attunda mynd sýnir niðurstöður mæling- anna, þ.e. heildarvinnuna sem fall af kjarn- fóðurmagni. I nær öllum mælingunum er fóðrinu ekið um og dreift úr hjólbörum með handskóflum, sem taka þekkt magn. Af nið- urstöðunum má sjá, að allmikill munur er á vinnu milli mælinga, og stafar það bæði af því, hve menn vanda dreifinguna, og eins, hvort börunum er ýtt stöðugt á undan sér eða þær eru lagðar frá sér milli skammta. Svo virðist sem það taki um 1 mín. að dreifa 10 kg (100 mín/tonn) af kjarnfóðri úr bör- um á fóðurgang við algengar bústærðir. Sennilega mætti minnka þessa vinnu verulega með því að nota fóðurvagna, sem eru sér- smíðaðir undir kjarnfóður. Vinna við mjólkurkálfa og geldneyti. Vinna við smákálfa er eins og fram kemur á 9- mynd, en hún sýnir vinnu við mjólkurgjöf kálfanna, háða fjölda þeirra. Oftast nær var kálfunum gefið mjólkurduft, og stafar sá munur, er fram kemur á myndinni, að mestu af því, hve mikill tími fer í blöndun mjólk- urduftsins, því að mjög er misjafnt, hvaða aðferðum er beitt. Mun meiri vinna fer í nýborna kálfa, á meðan þeir kunna ekki að drekka, og er sú vinna oft um 5—10 mín.

x

Íslenskar landbúnaðarrannsóknir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Íslenskar landbúnaðarrannsóknir
https://timarit.is/publication/1499

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.