Íslenskar landbúnaðarrannsóknir - 01.09.1976, Page 70
68 ÍSLENZKAR LANDBÚNAÐARRANNSÓKNIR
burðargjöf, bólusetningu lamba og daglegt
eftirlit. Sérfræðingarnir dr. Halldór Pálsson
og Stefán Sch. Thorsteinsson völdu tilrauna-
lömbin og skiptu þeim í flokka, en dýra-
læknarnir Sigurður Sigurðarson og Páll A.
Pálsson tóku sýni af blóði, saur og vefjum
og fylgdust með heilsufari lambanna og skoð-
uðu föll þeirra. Blóðrannsóknirnar annaðist
Þorsteinn Þorsteinsson lífefnafræðingur og
aðstoðarfólk Hjarta- og æðaverndar, en grein-
arhöfundur sá um þá liði, er vörðuðu upp-
skeru- og efnasamsetningu fóðurkálsins og
meltanleika þess, rannsóknir á efnasamsetn-
ingu og bragðgæðum lambalifranna og
stærðfræðilegt mat á tilraunaliðum.
LÝSING TILRAUNAR
a. Fóðurkálið.
Tilraunin var lögð út á fjárræktarbúinu að
Hesti 22. september 1968, eftir að rækmn
fóðurkálsins og öðram undirbúningi var
lokið.
Fóðurkálsakurinn var í uppþurrkaðri mýri
fyrir vestan gömlu fjárhúsin á Hesti. Kálið
var á tveimur stykkjum, afmörkuðum af
skurðum, og vora þau 40 m á breidd og 250
m að lengd. Káltegundunum, sem vora
tvær, var blandað saman og skiptust til
helminga í fóðurmergkál (Marrcnvstem Kalé)
og repju (Pape Kalé). Kálið var mikið
sprottið, og hafði því verið sáð 31. maí.
Aburðarmagn á hektara var 550 kg kjarni
(185 kg N), 370 kg þrífosfat (73 kg P), 370
kg kalí (185 kg K) og 23 kg bórax. Sáð var
4,6 kg/ha af kálblöndunni.
Handa fóðurkálslömbunum var valið land
af norðurhluta stykkisins, er fjær var vegin-
um. Afmarkað var hólf með girðingu þvert
á stykkið milli skurðanna, 40 m X 50 m að
flatarmáli. Þegar líða tók á beitartímann og
sýnt var, að kálið yrði ekki nægilegt, var
girðingin færð og hóifið stækkað um helm-
ing. Alls fengu lömbin 0,4 ha af kálakrinum
á tilraunaskeiðinu.
b. Úthaginn.
Land handa samanburðarlömbunum var
valið í uppþurrkaðri mýri fyrir neðan gamla
túnið í Mávahlíð. Stykkið var afmarkað með
skurðum, 50 m á breidd og 230 m á lengd,
alls 1,1 ha að flatarmáli. Hólfið var óbitið
eftir sumarið og því ákjósanlegt beitarland
fyrir lömbin.
I fljótu bragði virtust heilgrös vera ríkj-
andi gróður. Ekki vora gerðar uppskeramæl-
ingar á landinu, en það var nægilegt allt til-
raunaskeiðið.
c. Flokkun tilraunalamba.
I tilraunina fengust 26 tvílembingshrútar frá
fjárræktarbúinu að Hesti. Lambahópnum var
skipt í tvo flokka, fóðurkálsflokk með 14
lömbum og samanburðarflokk með 12 lömb-
um. Hvorum flokki var síðan skipt í tvo
undirflokka, eins og sýnt er hér fyrir neðan.
úa man barðarflokkur.
Flokkur nr. Fjöldi lamba Tilhögun með lambaflokk
I. 6 Á útjörð frá 22/9—3/10 í
II. 6 girðingunni í Mávahlíð, en þá fargað í sláturhúsi. Á útjörð frá 22/9—27/10
í girðingunni í Mávahlíð,
en þá fargað í sláturhúsi.
Fóðurkálsflokkur.
Flokkur Fjöldi nr. lamba Tilhögun með lambaflokk
III. 7 Á fóðurkálsbeit frá 22/9— 27/10, en þá fargað í
sláturhúsi.
IV. 7 Á fóðurkálsbeit 22/9— 21/10, en þá tekin af kálinu í tún til 27/10 og þá fargað í sláturhúsi.